Enn nú sundurlaus sannmæli.

1Betri er sá fátæklingur sem gengur í sinni hreinskilni, heldur en sá maður sem vondar varir hefir, og er fávís *).2Já, græðgi án þekkingar er ekki góð, sá sem flanar áfram, rekur í á sér tærnar.3Mannsins heimska gjörir hans veg ógreiðan, en hans hjarta illskast við Drottin.4Auður útvegar marga vini, en sá fátæki verður af sínum vini yfirgefinn.5Falsvitni verður ekki óstraffað, og sá sem útspýr lygi, sleppur ekki undan (straffi).6Margir smjaðra fyrir augliti hins göfuga (örláta); og hvör einn er vinur hins gjafmilda.7Allir bræður hins fátæka hata hann; hvörsu miklu framar firrast hann vinir hans! hann eltir orðin, en þeir eru þar ekki.8Sá sem útvegar sér hyggindi, elskar sitt líf, sá sem varðveitir skynsemi, finnur hið góða.9Falsvitni verður ei óstraffað, og sá sem útspýr lygi tortínist.10Það hæfir ei þeim heimska að eiga góða daga, miklu síður þræli að drottna yfir furstum.11Það er mannsins hyggni, að hafa langlundargeð; og hans heiður, að sjá ekki mótgjörðir.12Kóngsins reiði er eins og öskur ljónsins; en hans hylli er eins og dögg á grasi.13Fávís sonur er síns föðurs ólukka, og nöldrandi kona, iðuglegur leki niður af þaki.14Hús og auður erfist eftir foreldra, en frá Drottni kemur skynsöm kona.15Letin svæfir, og iðjulaus sál mun hungur þola.16Sá sem varðveitir boðorðið, varðveitir sitt líf, en hvör sem ekki gáir að sínum vegi, er dauðans matur.17Hvör sem miskunnar sig yfir fátækan, sá lánar Drottni, og hann mun betala honum hans velgjörning.18Aga þú son þinn meðan enn nú er von; þín sál dirfist samt ekki að sálga honum.19Sá sem er frekur í bræði, mun líða straff, ef að þú hjálpar honum, svo máttu hjálpa honum aftur og aftur.20Gegn þú ráðum og þigg umvöndun, að þú getir orðið að síðustu hygginn.21Margar ráðagjörðir eru í mannsins hjarta, en ráð Drottins stendur stöðugt.22Það gjörir manninn vinsælan að hann er miskunnsamur, og sá fátæki er sælli en a) lygarinn.
23Ótti Drottins leiðir til lífsins, sá (sem óttast Drottin) hvílir mettur, og verður ei heimsóttur af ólukku.24Sá lati réttir sína hönd í fatið, en nennir ekki að bera hana upp að munni sínum aftur.25Sláir þú hinn háðgjarna, verður sá einfaldi hygginn; að umvanda við hinn framsýna, það leiðir hann til þekkingar.26Sá sem beitir ofbeldi við föður sinn og slær móður sína, er slæmur og svívirðilegur sonur.27Lát af, minn son! að hlýða á þá uppfræðingu sem leiðir þig á villuveg frá skynsömu tali.28Vonskufullt vitni spottar réttinn, og munnur óguðlegra svelgir rangindi.29Háðgjörnum manni eru hefndir reiðubúnar og heimskingjanna baki högg.

V. 1. *) Aðr: þótt hann sé ríkur. V. 22. a. Sem segist ekki vera ríkur, svo hans verði ekki leitað.