Börn Jakobs og auðsæld.

1En sem Rakel sá að hún ól ekki börn með Jakob, þá öfundaði hún systur sína, og sagði við Jakob: láttu mig fá barna! annars dey eg.2Jakob reiddist þá við Rakel, og sagði: er eg þér sá Guð sem fyrirmuni þér lífsávaxtar.3Þá sagði Rakel: þarna er Bila, þerna mín, leggst þú með henni svo hún fæði á mitt skaut og eg hafi lið af henni.4Svo gaf hún honum Bilu þernu sína fyrir konu, og Jakob lagðist með henni.5Og Bila varð ólétt og fæddi Jakob son.6Þá sagði Rakel: Drottinn hefir dæmt mitt málefni og heyrt mína bæn og gefið mér son; því kallaði hún hann Dan (Dómur).7Og Bila ambátt Rakelar varð ólétt í annað sinn og fæddi Jakob annan son,8þá sagði Rakel: eg hefi barist mikinn bardaga við systur mína og hefi líka sigrað, og hún nefndi nafn hans Naftali (minn bardagi).9Og sem Lea sá að hún hægði á sér að eiga börn, þá tók hún Silpu þernu sína og fékk Jakob hana fyrir konu.10Og Silpa, þerna Leu, fæddi Jakob son;11og Lea sagði: til lukku! og hún nefndi hans nafn Gað (Lukka).12Og Silpa, þerna Leu, fæddi Jakob annan son.13Þá sagði Lea: sæl er eg, því dæturnar kalla mig sæla; Og hún nefndi hans nafn Asser (Farsæll).
14Og þá Ruben gekk einu sinni út um hveitiuppskerutímann, fann hann elskuepli (dudaim) á landinu og færði Leu móður sinni, þá sagði Rakel við Leu: gef þú mér nokkuð af elskuepli sonar þíns!15Og hún svaraði: er það ekki nóg að þú tókst manninn minn, villtu nú líka taka elskuepli sonar míns? Og Rakel mælti: hann má líka sofa hjá þér í nótt fyrir elskuepli sonar þíns.16En þegar Jakob kom heim um kvöldið á akrinum, gekk Lea á móti honum og sagði: hjá mér átt þú að sofa; því eg hefi keypt þig fyrir elskuepli sonar míns. svo svaf hann hjá henni þá sömu nótt.17Og Guð bænheyrði Leu, og hún varð ólétt og fæddi Jakob þann fimmta son og sagði:18Guð hefur launað mér það, að eg gaf manni mínum mína þernu, og þennan kallaði hún Íssaskar (það eru laun).19Og Lea varð enn ólétt og fæddi Jakob þann sjötta son,20og Lea sagði þá: Guð hefur gefið mér fallega gjöf; nú mun maðurinn minn hænast að mér; því eg hefi fætt honum sex syni, og hún nefndi hann Sabulon (sambúð).21Eftir það átti hún dóttir; hana nefndi hún Dínu.22Og Guð minntist Rakelar og bænheyrði hana og opnaði hennar móður líf;23og hún varð ólétt og fæddi son og sagði: Guð hefir burttekið mína smán,24og hún nefndi hann Jósep (bæti hann við) og sagði: Guð bæti við mig öðrum syni!
25Og það skeði, þá Rakel hafði fætt Jósep, að Jakob sagði við Laban: slepp þú mér nú að eg fari á mínar stöðvar og í mitt land,26og fáðu mér konur mínar og afkvæmi mín, hvar fyrir eg hefi þjónað þér, að eg geti farið, því þú veist hvernig eg hefi þér þjónað.27Þá sagði Laban til hans: ó að eg fyndi náð í þínum augum! eg hefi tekið eftir því að Drottinn hefur blessað mig fyrir þínar sakir,28og hann mælti: tiltaktu kaup handa sjálfum þér! eg skal svara því.29Og hann (Jakob) svaraði: þú veist sjálfur hvernig eg hefi þjónað þér og hver þín hjörð er orðin hjá mér.30Því það lítið sem þú áttir áður en eg kom, hefir margfaldlega aukist, og Drottinn hefir blessað þig fyrir minn fót. Nær skal eg líka vinna fyrir mitt hús?31Og Laban mælti: hvað skal eg þá gefa þér? Jakob sagði: þú skalt ekkert gefa mér, en viljir þú gjöra þetta (sem eg segi) þá vil eg enn nú halda fé þínu til haga og vakta það.32Eg vil í dag ganga um alla þína hjörð, og skilja frá flekkótt og mislitt, og sérhverja svarta kind meðal sauðanna og það mislita og flekkótta meðal geitanna. Og þetta skal vera mitt kaup.33Og réttvísi mín skal seinna meir bera mér vitni, þegar þú kemur og skoðar mitt kaup; hvað sem ekki er flekkótt og mislitt meðal geitanna og svart meðal sauðanna, það skal vera sem stolið hjá mér.34Og Laban sagði: sé það eins og þú hefur sagt.35Og á sama degi skildi hann Laban frá alla flekkótta og mislita hafra, og allar mislitar og flekkóttar geitur, allt það sem hafði á sér einhvörn díl, og allt dökkleitt meðal sauðanna, og fékk þetta sonum sínum,36og lét vera þrjár dagleiðir milli sín og Jakobs, og Jakob gætti þeirrar hjarðar sem eftir varð.37Og Jakob tók sér stafi af grænu popiltré og haslviði, og kastaníútré, og skóf þar á hvítar rákir, svo það hvíta á stöfunum varð bert,38og lagði svo stafina, sem hann hafði skafið börkinn af, í vatnsrennurnar í tryglana þar sem fénaðurinn átti að drekka, fyrir fénaðinn, og ærnar fengu rétt í því þær voru að drekka,39og lembdust upp yfir stöfunum, og fæddu mislitt, dílótt og flekkótt.40Og þau (mislitu) lömb, skildi Jakob frá og lét sauði Labans horfa á það flekkótta og dökkleita; en gjörði sér hjörð út af fyrir sig, og lét hana ekki koma saman við Labans hjörð.41Og fyrir augu þess fénaðar, sem snemma gekk, lagði Jakob stafina í rennurnar fyrir hans augu, svo hann skyldi fá, meðan hann horfði á stafina;42en lagði þá ekki fyrir fénaðinn, sem seint gekk; svo varð það síðborna Labans, en hið snemmborna Jakobs.43Af þessu varð maðurinn stórauðugur, svo hann átti mikinn fénað, ambáttir, þræla, úlfalda og asna.

V. 32. Ekki það mislita sem hann skildi frá hjörð Labans, heldur það sem flekkótt eða mislitt kæmi, af þeirri eftir orðnu hjörð, er Jakob enn vildi vakta.