Hvetur að forðast þá lesti er áður drýgðu, stunda kristilegar dyggðir og líða þolinmóðlega ofsóknir.

1Þar fyrir fyrst Kristur hefir liðið á líkamanum vor vegna, svo brynjið yður einnig sama hugarfari (því sá sem líður á holdinu, lætur af að syndga),2svo að þér ekki framar, það eftir er af því líkamlega lífi, lifið holdlegum girndum, heldur samkvæmt Guðs vilja.3Nægi oss það, að vér, það sem af er lífdaganna, höfum fylgt heiðnra manna siðum, lifað í stjórnleysi, (vondum) girndum, ofdrykkju, óhófi, samdrykkjum og svívirðilegri skúrgoðadýrkun;4hvar fyrir þá furðar það, að þér (nú) ekki viljið hlaupa með þeim út í hið sama ógæfudíki og tala því illa um yður;5en þeir munu mega gjöra reikningsskap fyrir þeim, sem reiðubúinn er að dæma lifendur og dauða.6Þess vegna er og þeim, sem dauðir eru, náðarboðskapurinn kunngjörður, að þó að þeir af mönnum fordæmdir verði, hvað holdið snertir, skuli þeir samt lifa Guði hvað andann snertir.7En endir allra hluta nálgast; hegðið yður því skynsamlega og verðið árvakrir til bæna;8en umfram alla hluti hafið innilega elsku hvör til annars, því elskan mun hylja fjölda synda.9Verið gestrisnir a) innbyrðis án möglunar.10Hvör (yðar) þjóni öðrum eftir þeirri gáfu sem hann hefir þegið, eins og góðir ráðsmenn margvíslegrar Guðs náðar.11Sá sem kennir, (kenni) svo sem Guðs orði hæfir. Sá sem þjónustu hefir á hendi, gæti hennar eftir þeim mætti, sem Guð gefur honum, svo að Guð í öllum greinum vegsamist fyrir Jesúm Krist, hvörjum (tilheyrir) dýrðin og mátturinn um aldir alda. Amen!
12Látið yður eigi undra, mínir ástkæru! þá eldraun með hvörri þér reyndir verðið, eins og yður hendi eitthvað óvænt;13heldur gleðjið yður (þar af), að eins og þér hluttakandi eruð í Krists píslum, eins muni og yðar fögnuður mikill verða þegar hans dýrð verður opinber.14Sælir eruð þér, nær þér vanvirtir eruð fyrir Krists nafns sakir, því þá hvílir yfir yður Guðs, dýrðarinnar og máttarins andi, sem að sönnu lastast af hinum, en vegsamast af yður.15Því enginn yðar líði illt sem manndrápari, þjófur, illvirki eða sem sá, er hnýsist inn í það, sem honum eigi viðkemur, slettir sér fram í annarra málefni,16en ef nokkur illt líður (vegna þess) hann er kristinn, þá fyrirverði hann sig ekki, heldur vegsami Guð fyrir það.17Því nú er sá tími, að dómurinn byrji á Guðs húsi; en ef (hann byrjar) fyrst á oss, hvílík munu þá afdrif þeirra verða sem ekki vilja trúa Guðs gleði boðskapi,18og ef hinn ráðvandi naumast frelsast, hvar mun þá hinn óguðlegi og syndarinn lenda?19Þar fyrir skulu þeir og sem (illt) líða eftir vilja Guðs, með góðri breytni fela sálir sínar á hendur þeim trúfasta skapara.

V. 1. Kap. 2,21–24. Róm. 6,7. Fil. 2,5.12. V. 3. Gal. 2,20. Hebr. 9,14. V. 3. og 4. Efes. 4,17.18. V. 5. 2 Kor. 5,10. Pgb. 10,42. 2 Tím. 4,1. Jóh. 5,25. V. 6. 3,19. V. 7. Mark. 13,29. 2 Pét. 2,3–13. sbr. 1 Tess. 4,17. 1 Kor. 10,11. Kól. 4,2. V. 8. 1 Kor. 13,7. Jak. 5,20. V. 9. a. Róm. 12,13. Hebr. 13,20. V. 10. og 11. 1 Kor. 12,3–13,7.13. sbr. Matt. 25,31–45. Róm. 12,6. ff. V. 12. Jak. 1,2. V. 13. og 14. Matt. 5,10–13. sbr. Post. g. b. 5,41. V. 15. kap. 2,20. V. 16. Jóh. 21,18.19. V. 17. og 18. Af ýmsum stöðum G. t. Jerem. 25,29. 49,12. Esek. 9,6. ff. drógu Gyðinganna lærðu menn það: að fyrst mundi hegnt verða afbrotum Guðs fólks. V. 19. Sálm. 31,6. Lúk. 23,46.