1Hygginn stjórnari siðar sinn lýð, og stjórn ens skynsama er vel til hagað.2Eins og yfirdrottnari fólksins (er), svo eru hans þjónar, og eins og borgarhöfðinginn, svo eru allir hennar innbúar.3Óskynsamur konungur tortýnir sínum lýð; en borgin mun verða byggð fyrir hyggni þeirra voldugu.4Í Drottins hendi er landsins yfirdrottnan, og á réttum tíma lætur hann gagnlegan (mann) til valda komast.5Í Drottins hendi er mannsins gæfa, og á andlit hins skriftlærða setur hann hans sæmd.
6Reiðstu ei þínum náunga fyrir hvörja eina mótgjörð, og vinn ekkert (í þóttans verkum), dramblátlega.7Guð og menn hata drambsemi, og móti hvörutveggju aðhefst hún rangindi.8Yfirdrottnan fer frá þjóð til þjóðar sökum ranglætis ofmetnaðar og ágirndar.9Hvað hrokar sér moldin og askan?10(Engin er ranglátari enn sá ágjarni, hann hefur eigin sálu fala), hans innyfli burtkastast meðan hann enn nú lifir.11Læknirinn gjörir gys að löngum óhraustleika;12og kóngur í dag og á morgun deyr hann.13Því þegar maður er dauður, fær hann í arf skriðkvikindi, villudýr og orma.
14Það er undirrót dramblætisins að mannsins hjarta fellur frá Drottni, og hans hjarta víkur frá Skaparanum.15Því upphaf drambsins er synd, og hvör sem þar við festist, útfleytir viðurstyggðum.16Því sendir Drottinn óvenjuleg ókjör og kollkastar þeim seinast.17Drottinn steypir hásætum stjórnenda, og setur hógværa í þeirra stað.18Drottinn kippti þjóðunum upp með rótum og plantaði auðmjúka í þeirra stað.19Drottinn hefir umturnað þjóðanna löndum, og skemmt þau allt að grundvelli jarðar.20Hann lét sum visna, og sálgaði þeim, og afmáði þeirra endurminning af jörðunni.21Ekki er drambsemi manninum meðsköpuð, né grimmdarreiði þeim af kvinnunni fæddu.22(Ekki er maðurinn vondur skapaður).
23Hvört kyn er heiðursvert? mannkynið. Hvört kyn er heiðursvert? þeir sem óttast Drottin. Hvaða kyn er foraktanlegt? mannkynið. Hvaða kyn er foraktanlegt? þeir sem yfirtroða (Guðs) boðorð.24Meðal sinna bræðra er höfðinginn heiðraður: eins og þeir sem óttast Drottin, í hans augum.25Þess ríka, þess vegsamlega, og þess snauða hrós er ótti Drottins.26Það er ekki rétt að fyrirlíta skynsaman fátækling; og það sæmir ekki að heiðra syndarann.27Landshöfðinginn, dómarinn og sá voldugi eru í heiðri; en enginn þessara er meiri enn sá sem óttast Drottin.28Vitrum þjón verða hinir frjálsu að þjóna, og skynsamur maður möglar ei yfir því.29Gegndu ekki verki þínu með sérvisku, og vertu ekki drambsamur í bágindunum.30Betri er sá sem vinnur og hefir nægtir af öllu, heldur en sá sem drambar, og þolir bjargarskort.31Mitt barn, heiðra þig sjálfan með hógværð, og gef þér heiður eftir þínum maklegleikum.32Hvör mun réttlæta þann sem syndgar móti sjálfum sér? og hvör mun heiðra þann, sem gjörir sjálfum sér vanvirðu?33Fátækur maður verður heiðraður fyrir sín hyggindi og ríkur fyrir sinn auð.34En sá sem verður heiðraður í fátækt, hvörsu miklu framar, væri hann ríkur: og sá sem er fyrirlitinn í sinni auðlegð, hvörsu miklu framar í fátækt.

V. 10. Það sem er innan () vantar sumstaðar. 22. v. skal ei finnast í grískunni.