Afmálun þess nýja musteris í hinni nýju Jerúsalemsborg; sá ysti múrveggur, 1–16; ytri forgarðurinn, 17–27; innri forgarðurinn, 28–47; musterið sjálft, 48–49.

1Á því 25ta ári eftir það að vér vorum herleiddir, öndverðlega ársins, þann tíunda dag hins fyrsta mánaðar—það var á fjórtánda ári eftir það að borgin var inntekin—einmitt þann sama dag kom hönd Drottins yfir mig, og hann flutti mig þangað.2Í guðlegri sýn flutti hann mig til Ísraelslands, og setti mig niður á mjög hátt fjall, og var þar sem uppbyggð borg væri sunnanvert á fjallinu.3Þá hann hafði flutt mig þangað, þá birtist maður nokkur, ásýndar sem ljómandi eirmálmur; hann hélt á línstreng og mælistöng, og stóð í hliðinu.4Maðurinn sagði til mín: þú mannsins son! lít á með þínum augum, hlýð á með þínum eyrum, og legg á hjarta allt það er eg sýni þér; því þú ert þess vegna hingað fluttur, að eg skuli sýna þér þetta; þú skalt kunngjöra Ísraelsmönnum allt það sem þú sér.5Og sjá! þar gekk múrveggur allt umhverfis utan um húsið b); maðurinn hélt á mælistönginni, hún var 6 álna löng, og var hvör alin þverhönd lengri en almenn alin; hann mældi þykkt múrsins, og var hún ein mælistöng, og hæð hans ein mælistöng.6Hann gekk nú að því portinu, sem til austurs vissi, og þar upp eftir riðinu, og mældi annan þröskuld portsins, og var hann ein mælistöng á breidd, og síðan hinn þröskuldinn, sem og var einnar mælistangar breiður.7Hvört herbergi var ein mælistöng á lengd, og ein mælistöng á breidd, og milli herbergjanna 5 álna rúm, og þröskuldur portsins hjá stólpaganginum, fyrir innan portið, ein mælistöng.8Hann mældi stólpagang portsins að innanverðu, eina mælistöng;9hann mældi og stólpagang portsins (að utanverðu), voru það 8 álnir, því útbrotið á portinu var tveggja álna. En hvað viðvíkur þeim innra stólpagangi portsins,10þá voru í því portinu, sem til austurs vissi, þrjú herbergi annars vegar, og þrjú hins vegar, öll þrjú jöfn að máli; súlurnar beggja vegna voru og jafnar að máli.11Hann mældi dyravídd portsins, 10 álnir, en lengd portsins var 13 álnir.12Fyrir framan herbergin var álnar þrep annars vegar, og álnar þrep hins vegar; en hvört herbergi var 6 álna á einn veginn, og 6 álna á hinn veginn.13Hann mældi breidd portsins milli herbergjaræfranna, 25 álnir; dyrnar stóðust á beggja vegna.14Súlnaröðin mældist honum á lengd 60 álna; að meðtöldu því bili í portinu, sem var milli súlnanna allt umhverfis.15Frá dyraportinu til súlna hins innra ports voru 50 álnir.16Spalagluggar lágu að herbergjunum og herbergjasúlunum inn í portinu allt umhverfis, og sömuleiðis að útbrotunum; að innanverðu voru gluggar allt umhverfis; á súlunum var hleypt upp pálmviðarlaufverki.
17Nú leiddi hann mig til ytra forgarðsins; þar voru herbergi, og steinlagt gólf í forgarðinum allt um kring, og 30 herbergi á gólfinu.18Gólfið lá fram með hlið portanna, en langs með portunum var það lægra.19Hann mældi breiddina frá neðra portinu allt til þess ytra veggjar hins innra forgarðs, 100 álna, til austurs og norðurs.20Síðan mældi hann lengd og breidd hins nyrðra ports allt til hins ytra forgarðs;21þar voru þrjú herbergi annars vegar, og þrjú hins vegar, þess súlur og súlnaraðir voru jafnar að máli við fyrsta portið, það var á lengd 50 álna, og á breidd 25;22þess gluggar, súlnaraðir og pálmaviðarlaufverk voru jöfn að máli, eins og í austurportinu; var gengið upp að því um 7 palla, og þar súlnaröð fyrir framan.23Port innra forgarðsins stóðust á við það nyrðra og eystra port; hann mældi 100 álna frá einu portinu til annars.24Nú leiddi hann mig suður eftir, og þar sást port, sem vissi til suðurs; hann mældi þess súlur og súlnaraðir, og voru þær jafnar að máli við hinar.25Á þessu porti og útbrotum þess voru gluggar allt umhverfis, eins og hinir gluggarnir voru; lengd þess var 50 álna, og breiddin 25 álna;26upp að því var gengið um 7 palla, og þar fyrir framan var súlnaröð með pálmaviðarlaufverki, ein annarsvegar, og önnur hinsvegar.27Á innra forgarðinum var og port, sem vissi til suðurs; hann mældi frá einu portinu til annars 100 álna mót suðri.
28Hann leiddi mig í gegnum suðurportið inn í innra forgarðinn, og mældi nú suðurportið, það var jafnt að máli hinum fyrri;29þess herbergi, súlur og súlnaraðir voru jafnar að máli hinum fyrri; á þessu porti og útbrotum þess voru gluggar allt í kring, það var á lengd 50 álna, og á breidd 25 álna;30þar voru súlnaraðir allt í kring, 25 álna á lengd, og 5 álna á breidd;31súlnaröð portsins náði allt til ytra forgarðsins, og á súlunum var pálmaviðarlaufverk; upp af portinu var gengið um 7 palla.32Hann leiddi mig að austurhlið þess innra forgarðs, og mældi portið, var það að máli jafnt hinum;33þess herbergi, súlur og súlnaraðir voru jafnar að máli hinum fyrri; á því og útbrotum þess voru gluggar umhverfis, það var 50 álna á lengd, og 25 álna á breidd;34súlnaröð þess náði allt til ytra forgarðsins, og á súlunum beggja vegna var pálmaviðarlaufverk; þar voru 8 pallar upp að ganga.35Hann leiddi mig nú að norðurportinu, og mældi það; það var jafnt að máli og hin,36sömuleiðis þess herbergi, súlur og súlnaraðir; þar voru gluggar á allt um kring, var portið 50 álna langt, og 25 álna breitt;37súlnaröð þess náði til ytra forgarðsins, og var pálmaviðarlaufverk á súlunum beggja vegna, voru þar 8 pallar upp að ganga.38Milli portsúlnanna voru dyr að herbergi nokkuru, hvar brennifórnin var þvegin;39og í stólpagangi portsins stóðu tvö borð annarsvegar, og tvö borð hinsvegar, til þess að slátra þar á brennifórnum, syndafórnum og sektafórnum.40Þar að auki stóðu tvö borð við hlið portsins að utanverðu, þar sem upp var gengið að norðurports dyrunum, og önnur tvö hinumegin við portsúlna röðina,41það voru fjögur borð öðrumegin, og fjögur borð hinumegin portsins, alls 8 borð, sem fórnum var slátrað á.42En voru fjögur borð til brennifórnar af höggnum steinum, hálfrar annarrar álnar löng, hálfrar annarrar álnar breið, og álnar há; þar á voru lögð þau verkfæri, sem höfð voru, þá brennifórnum eða öðrum fórnum var slátrað;43þar allt í kring umhverfis voru básar, og gjört yfir með einlægu þaki, en á borðin var fórnakjötið lagt.44Fyrir utan innra portið í innra forgarðinum voru herbergi handa söngmönnunum, sum við hlið norðurportsins og sneru mót suðri, önnur við hlið austurportsins og blöstu við norðri.45Hann sagði til mín: þau herbergin, sem snúa mót suðri, eru ætluð þeim kennimönnum, sem þjóna musterinu;46en þau herbergi, sem vita til norðurs, eru þeim kennimönnum ætluð, sem þjóna altarinu: þessir eru Sadoksniðjar a), sem eru þeir einu af Leví ættkvísl, er nálægja sig Drottni til að þjóna honum.47Hann mældi nú forgarðinn, hann var 100 álna langur, og 100 álna breiður, réttur sexhyrningur; altarið stóð fyrir framan musterið.
48Hann leiddi mig nú að stólpagangi musterisins, og mældi stólpaganginn, 5 álnir annars vegar, og 5 álnir hins vegar, og vídd portsins, þrjár álnir öðrumegin, og þrjár álnir hinumegin;49lengd stólpagangsins var 20 álnir, breiddin 11; þar voru pallar upp að ganga; við útbrotin stóðu súlur, ein annars vegar, og önnur hins vegar.

V. 5. b. Musterið. V. 45. a. 1 Kóng. 2,35.