Um ferðina og þann rara fisk.

1En þeir, ferðamennirnir, komu um kvöld að ánni Tígris og voru þar um nóttina.2Og ungi maðurinn steig niður í ána til að lauga sig: þá stökk fiskur fram í ánni og ætlaði að gleypa unglinginn.3En engillinn sagði við hann: tak þú fiskinn! og sá ungi maður greip fiskinn og fleygði á land.4Og engillinn mælti til hans: slægðu fiskinn, og taktu úr honum hjartað og lifrina og gallið og geym vandlega.5Og unglingurinn gjörði eins og engillinn sagði honum; en fiskinn steiktu og átu þeir. Svo héldu báðir ferðinni áfram, þar til þeir komu í nánd við Ekbatana.
6Og unglingurinn sagði við engilinn: bróðir Asaría! til hvörs gagns er hjartað, lifurin og gallið úr fiskinum?7Og hann svaraði: hjartað og lifrin (er til þess) að ef ári eða vondur andi óspekir einhvörn, svo má brenna þetta fyrir manninum eða konunni, svo reykur komi, og verða þau þá ekki framar áreitt.8En gallið er til þess að strjúka því um hvíta flekki á augum og svo verður maður sá, sem þá hafði, heill.
9En sem þeir voru komnir í nánd við Rages,10sagði engillinn við þann unga mann: bróðir! í nótt skulum við gista hjá Ragúel; og hann er ættingi þinn, og á dóttir sem heitir Sara. Eg skal tala um hana, að hún verði þér gefin fyrir konu.11Því þú átt hennar erfð, því þú ert sá eini ættingi hennar.12Og stúlkan er fríð og skynsöm. Og heyr mig nú, eg skal tala við föður hennar, og þegar við förum aftur frá Rages skulum við halda brúðkaupið; því eg veit að Ragúel getur engum öðrum gefið hana eftir Mósis lögmáli, svo að hann verði ei dauða sekur, því það er þitt að taka arfinn fremur hvörjum öðrum manni.
13Þá sagði unglingurinn við engilinn: bróðir Asaría, eg hefi heyrt, að þessi stúlka hafi nú þegar verið gefin 7 mönnum, og að allir hafi farist í brúðarherberginu.14En nú er eg einasti sonur föður míns, og hræddur er eg um, að eg deyi, ef eg kem þar inn, eins og þeir fyrri, því ári einhvör elskar hana, sem engum gjörir illt, nema þeim, sem nærri henni koma. Og nú er eg hræddur að eg kynni að deyja, og þá leiði eg líf föður míns og móður minnar með sorg út af mér niður í gröfina; og annan son eiga þau ekki sem þau geti jarðað.15En engillinn sagði við hann: manstu nú ekki talið, þá faðir þinn bauð, að þú skyldir taka þér konu af þinni ætt? Og heyr mig nú, bróðir! hún verður konan þín, og hvað árann áhrærir, þá vertu áhyggjulaus, því á þessari nóttu verður hún þér gefin fyrir konu.16Því þegar þú gengur inn í brúðarherbergið, þá tak glæður og legg þar á nokkuð af hjarta og lifur fisksins, og láttu koma reyk;17Árinn finnur af því þefinn og flýr og kemur ekki aftur til eilífðar. Þegar þú svo kemur til hennar, þá standið bæði upp, og ákallið þann miskunnsama Guð, þá mun hann bjarga ykkur og miskunna; vertu óhræddur, því hún var þér ætluð frá upphafi, og þú munt frelsa hana, og hún með þér fara. Og eg ætla þú munir eignast börn með henni. Og sem Tobías heyrði þetta, fékk hann ástarhuga til hennar, og hans sál hékk mjög við hana. Og svo kom hún til Ekbatana.