Um líkamlega refsing. Bróðir skyldur að eiga barnlausa ekkju eftir bróður sinn. Rétt vog og mælir.

1Þegar ágreiningur verður manna í millum, þá skulu þeir mæta á þingi, og skal þar skera úr málum þeirra, sá saklausi á þar að fríast, en hinn seki að sakfellast;2ef hinn seki hefir unnið til refsingar, þá skal dómarinn láta leggja hann niður í sinni viðurvist, og slá hann eins mörgum höggum, og sambýður hans misgjörning;3hann má leggja á hann fjörutygi högg, en ekki fleiri, svo ei verði gengið fram af honum, og bróðir þinn verði meiddur og aumkunarlega útlítandi.
4Þú skalt ekki mýla nautið meðan það þreskir.5Þegar bræður búa til samans, og einn þeirra deyr barnlaus, þá skal kona þess framliðna ekki taka neinum manni úrættis, heldur skal hennar eigin mágur liggja hjá henni, taka hana sér til konu og eignast hana;6þann fyrsta son, sem hún fæðir, skal hann láta bera nafn síns framliðna bróðurs, svo að hans nafn upprætist ekki úr Ísrael.7En ef maðurinn vill ekki taka bróðurkonu sína til eiginkonu, þá skal hans bróðurkona ganga upp í borgarhliðin fram fyrir öldungana og segja: mágur minn vill ekki uppvekja sínum bróður nafn í Ísrael, og vill ekki eiga mig; öldungar borgarinnar skulu þá kalla hann fyrir og hafa tal af honum.8Ef hann þá segir þar frammi fyrir þeim: eg vil ekki eiga hana,9þá gangi bróðurkona hans þar að honum í nærveru öldunganna, taki skóinn af fætinum á honum, hræki framan í hann, og fari þessum orðum: svona á að fara með hvörn þann sem ekki vill uppbyggja sínum bróður hús,10og hann skal hafa það auknefni í Ísrael, að ætt hans sé kennd við Berfót.
11Þegar tveir menn deila illdeilum innbyrðis og kona annars hvörs hleypur að, og vill hjálpa manni sínum úr höndunum á þeim sem slær hann, og réttir höndinni til og grípur um hans leyndarlim,12þá skaltu höggva af henni hendina, og þitt auga skal ekki sjá aumur á henni.
13Þú skalt ekki hafa í þínum sjóði tvennslags vogir, aðra stærri og aðra minni;14þú skalt ei heldur hafa í þínu húsi tvennslags mæliaska, annan stærri og annan minni.15Þú skalt hafa eina gilda og rétta vog, einn gildan og réttan mæliask svo þú megir lengi lifa í því landinu sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér,16því Drottinn þinn Guð hefir andstyggð á öllum, sem þessa eður aðra rangsleitni í frammi hafa.
17Láttu þig reka minni til, hvörnig Amalekítar fóru með þig á leiðinni þegar þú fórst út úr Egyptalandi,18hvörnig þeir mættu þér á leiðinni og slógu þá sem aftastir fóru, sem voru orðnir þreyttir og fóru seinna, þegar þú varst orðinn bæði lúinn og dasaður, og þeir hræddust ekki Guð að því.
19Þegar nú Drottinn þinn Guð veitir þér næði fyrir öllum þínum óvinum allt í kringum þig í því landinu sem hann mun gefa þér til eignar, þá skaltú með öllu afmá minning þeirra Amalekíta af jarðarhnettinum—gleymdú því ekki!