Gyðingar eru að nýju taldir.

1Eftir þessa plágu sagði Drottinn við Móses og Eleasar son Arons prests:2takið manntal alls safnaðar Ísraelsbarna, þeirra sem tvítugir eru og þar yfir eftir ættlegg feðra þeirra, allra sem vopnfærir eru í Ísrael.3Og Móses og presturinn Eleasar töluðu við þá í eyðimörku Móabíta hjá Jórdan gegnt Jeríkó og sögðu:4þeir sem tvítugir eru og þar yfir skulu setjast í manntalið eins og Drottinn bauð Móses; Ísraelsbörn sem útgengu af Egyptalandi vóru þessi:5Rúben Ísraels frumgetni sonur, synir Rúbens vóru: Hanok ættfaðir Hanokíta, Pallu ættfaðir Pallúíta.6Hesron ættfaðir Hesroníta, Karmi ættfaðir Karmíta.7Þessar vóru ættir Rúbens, og þeir sem taldir vóru af þeim, vóru 43 þúsundir 730.8Einn af sonum Pallú var Eliab;9synir Eliabs vóru Nemuel, Datan og Abiram; Datan og Abíram, var vant að kveðja til þinga, og vóru þeir það sem tóku sig saman í móti Móses og Aron í flokk Kóra þegar þeir gjörðu uppreisn í móti Drottni;10opnaði jörðin þá munn sinn og svelgdi þá og Kóra, þegar þessi flokkur fyrirfórst, þegar eldurinn uppsvelgdi þá 250 menn, að þeir skyldu vera öðrum til viðvörunar;11en börn Kóra dóu samt ekki.12Börn Símeons eftir ætt þeirra vóru Nemuel ættfaðir Nemuelítanna, Jamin ættfaðir Jaminítanna, Jakin ættfaðir Jakinítanna,13Sera ættfaðir Seraítanna, Saul ættfaðir Saulítanna.14Þessar vóru ættir Símeonítanna, 22 þúsundir og 200.15Börn Gaðs eftir ættum þeirra vóru Sifon ættfaðir Sifonítanna, Haggi ættfaðir Haggítanna, Suni ættfaðir Sunítanna,16Osni ættfaðir Osnítanna, Eri ættfaðir Erítanna,17Arod ættfaðir Arodítanna, Areli ættfaðir Arelítanna.18Þessar vóru ættir Gaðsbarna, sem taldar vóru 40 þúsund og 500.19Börn Júda vóru Ger og Ónan, sem báðir dóu í Kanaanslandi;20hin börn Júda vóru eftir ættum þeirra: Sela ættfaðir Selanítanna, Peres ættfaðir Peresítanna, Sera ættfaðir Seraítanna.21Börn Peres vóru Hesron ættfaðir Hesronítanna, Hamul ættfaðir Hamulítanna.22Þessar vóru ættir Júda sem taldar vóru 76 þúsund og 500.23Börn Ísaskars eftir ættum þeirra vóru: Tola ættfaðir Tolaítanna, Puva ættfaðir Puvaítanna,24Jasub ættfaðir Jasubítanna, Simron ættfaðir Simronítanna.25Þessar vóru ættir Ísaskars sem taldar vóru, 64 þúsundir og 300.26Börn Sebúlons vóru eftir ættum þeirra Sared ættfaðir Sardítanna, Elon ættfaðir Elonítanna, Jahelel ættfaðir Jahelelítanna.27Þessar vóru Sebúlons ættir, sem taldar vóru, 60 þúsund og 500.28Börn Jóseps eftir ættum þeirra vóru Manasse og Efraím.29Börn Manassis vóru: Makir ættfaðir Makirítanna, en Makir gat Gileað og Gileað var ættfaðir Gileaðítanna.30Þessi vóru börn Gíleaðs: Jesar ættfaðir Jesarítanna, Helek ættfaðir Helekítanna,31Asriel ættfaðir Asrielítanna, Sekem ættfaðir Sekimítanna.32Semida ættfaðir Semidaítanna, Hefer ættfaðir Hefrítanna.33En Selofað sonur Hefers átti enga syni, heldur dætur og nöfn dætra Selofaðs var: Mohela, Noa, Hagla, Milka og Tirsa.34Þessar vóru ættir Manassis, og þeir sem af þeim vóru taldir, vóru 52 þúsundir og 700.35Þessi vóru börn Efraíms eftir ættum þeirra: Sútela ættfaðir Sútelaítanna, Beker ættfaðir Bekerítanna, Tahan ættfaðir Tahanítanna.36Þessi vóru börn Sútelaks: Eran ættfaðir Eranítanna.37Þessar vóru ættir Efraímsbarna, sem vóru taldar, 32 þúsundir og 500. Þessi vóru börn Jóseps eftir ættum þeirra.38Börn Benjamíns eftir þeirra ættum vóru: Bela ættfaðir Belítanna, Asbel ættfaðir Asbelítanna, Ahiram ættfaðir Ahiramítanna,39Súfam ættfaðir Súfamítana, Húfam ættfaðir Húfamítanna.40Börn Belas vóru Ard og Naaman; þaðan eru ættir Ardítanna og Naamanítanna.41Þessi vóru börn Benjamíns eftir þeirra ættum, og þeir sem settir vóru í manntalið, vóru 45 þúsund og 600.42Þessi vóru Dansbörn eftir ættum þeirra: Suham ættfaðir Suhamítanna; þetta var ætt Dans eftir ættum þeirra;43þeir af öllum ættum Suhamítanna sem teknir vóru í manntalið vóru 64 þúsundir og 400.44Börn Assers eftir þeirra ættum vóru: Ímna ættfaðir Ímnaítanna, Ísvi ættfaðir Ísvítanna, Bria ættfaðir Briaítanna.45Börn Briasar vóru: Heber ættfaðir Hebrítanna, Malkiel ættfaðir Malkielítanna;46nafn dóttur Assers var Sera.47Þessar vóru ættir barna Assers, þeir af þeim sem upp vóru taldir vóru 53 þúsundir og 400.48Börn Naftalís eftir ættum þeirra vóru: Jahesiel ættfaðir Jahesielítanna, Guni ættfaðir Gunítanna,49Jeser ættfaðir Jeserítanna, Sillem ættfaðir Sillemítanna.50Þessir vóru niðjar Naftalís eftir ættum þeirra, og þeir af þeim sem vóru taldir vóru 45 þúsundir og 400.51Þeir af Ísraelsbörnum sem teknir vóru í manntalið vóru þar fyrir alls 601 þúsund og 730.52Og Drottinn talaði við Móses og sagði:53milli þessara skal landinu skipt til eignar eftir tölu þeirra.54Þeirri kynkvísl sem fjölmennari er skaltu gefa meira land, þeirri sem fámennari er, minna; eftir manntali skal sérhvörjum land úthluta,55með hlutkesti skal landinu skipta, eftir nafni kynkvísla feðra þeirra skulu þeir eignir fá;56eftir sem hlutkestið segir til, skal eignum skipta milli þeirra fámennari og fjölmennari (kynkvísla).57Af Levítunum voru þessir settir í manntalið eftir ættum þeirra: Gerson ættfaðir Gersonítanna, Kahat ættfaðir Kahatítanna, Merarí ættfaðir Merarítanna.58Þessar voru ennfremur ættir Levítanna: Ætt Levítanna, ætt Hebronítanna, ætt Mahelítanna, ætt Músítanna, ætt Kóraítanna; en Kahat gat Amram.59Kona Amrams hét Jokebeð, dóttir Levís, hvörja móðir hennar fæddi Leví í Egyptalandi, en hún fæddi Amram: Aron og Móses og systur þeirra Maríu.60Aron gat Nadab, Abíhu, Eleasar, og Ítamar;61en Nadab og Abíhu dóu er þeir kveiktu *) annarlegan eld frammi fyrir Drottni.62Þeir af þeim sem voru taldir, voru 23 þúsundir, allt karlkyns, sem mánaðargamalt var og þar yfir; þeir voru ekki taldir með Ísraelsbörnum af því þeir ekki áttu að fá fasteign eins og hin önnur Ísraelsbörn.63Þetta er manntalið sem Móses og presturinn Eleasar tóku, þegar þeir töldu Ísraelsbörn í eyðimörku Móabíta, hjá Jórdan gegnt Jeríkó,64og meðal þessara var enginn eftir orðinn af þeim sem Móses og presturinn Aron höfðu talið, þegar þeir töldu Ísraelsbörn í Sínaíeyðimörku.65Því Drottinn hafði sagt við þá: þeir skulu vissulega deyja í eyðimörkinni, og af þeim var enginn eftir nema Kaleb sonur Jefúnnis og Jósúa sonur Núns.