Afguðadýrkun Ísraels. Píneasar vandlæting. Ráðist að Midíanítum.

1Ísrael dvaldi í Sittim og lýðurinn tók til að drýgja hór með dætrum Móabíta,2hvörjar að buðu lýðnum til fórnarmáltíða skúrgoða sinna; en hann neytti þar af og tilbað skúrgoð þeirra.3Þannig flæktist lýðurinn við Baal-Peor og Drottinn reiddist Ísrael mikillega.4Þá sagði Drottinn við Móses: tak með þér alla höfðingja lýðsins og heng þú Drottni a) þá b) upp fyrir sólarlag, c) að reiði Drottins snúist frá Ísrael.5Og Móses sagði við dómarana í Ísrael: hvör um sig drepi þá af sínum mönnum sem mök hafa haft við Baal-Peor.6Og sjá! þá kom einn maður af Ísraelsbörnum og leiddi midíaníska kvinnu til bræðra sinna í augsýn Móses og alls safnaðar Ísraelsbarna, sem þá var harmþrunginn við dyr samkundutjaldbúðarinnar.7En er Pineas sonur Eleasars, sonar Arons prests, sá það, stóð hann upp í miðjum söfnuðinum, tók spjót í hönd sér,8gekk á eftir þeim ísraelítíska manni inn í innsta part tjaldsins, og lagði þau bæði í gegn, bæði þann ísraelítíska mann og svo konuna í gegnum lífið, og þá stilltist plága sú sem komin var yfir Ísraelsbörn.9En þeir sem dóu í þessari plágu voru 24 þúsundir.
10Þá mælti Drottinn við Móses og sagði:11Pineas sonur Eleasars, sonur Arons prests, hefur bægt reiði minni frá Ísraelsbörnum með sinni vandlætingu minna vegna meðal þeirra, svo að eg ekki í reiði minni gjörði enda á þeim.12Seg þú þar fyrir: sjá! minn friðarsáttmála gef eg honum;13honum og niðjum hans eftir hann gef eg sáttmála ævarandi prestsembættis, sökum þess að hann vandlætti vegna Guðs síns og friðþægði fyrir Ísraelsbörn.14En sá Ísraelíti sem í hel var sleginn ásamt þeirri midíanísku konu hét Simri, sonur Salu, var hann höfðingi eins ættleggs meðal Símeonítanna,15og sú midianíska kona sem drepin var hét Kosbi, dóttir Surs sem var höfðingi ættar sinnar í Midian.
16Eftir þetta talaði Drottinn við Móses og sagði:17ráðist að Midianítunum og þér munuð gjöra út af við þá,18því þeir hafa komið yður í vandræði með brögðum sínum, sem þeir hafa beitt við yður, bæði hvað Peor viðvíkur og Kosbi, dóttur eins Midianítahöfðingja, systur þeirra, sem drepin var á degi þeim sem plágan kom yfir yður sökum Peors.

V. 1. Svo hét dalur í landi Móabíta. V. 3. Þ. e. leiddist til að taka þátt í dýrkan Baals Peórs, skúrgoðs Móabíta. V. 4. a) Af því þeir syndguðu móti honum. b) Ekki höfðingjana heldur þá sem gjört höfðu sig seka í skurðgoðadýrkan. c) Sjá 5 Mós. b. 21,22. V. 12. Þ. e. eg lofa honum meðlæti og að hann skuli fá að halda prestsembættinu.