Og Ísrael bjó í Sitím og fólkið tók til að fremja hóranir með dætrum þeirra Móabítis, hverjar að buðu fólkinu til offurs sinna skurgoða. [ Og fólkið át og tilbað þeirra skurgoð og Ísrael samtengdist Baal Peór. Því gramdist reiði Drottins yfir Ísrael og hann sagði til Mósen: „Taktu alla höfðingja fólksins og heng þá upp í móti sólunni fyrir Drottni so að grimmdarreiði Drottins snúist frá fólkinu.“ Og Móses sagði til Ísraels dómenda: „Hver drepi sína menn þá sem samtengst hafa Baal Peór.“
Og sjá, einn maður af Ísraelssonum kom og leiddi eina madíaneska kvinnu til sinna bræðra að ásjáanda Móse og öllum almúganum Ísraelissona þeir eð grétu fyrir vitnisburðarins tjaldbúðardyrum. En sem Píneas son Eleasar sonar Arons prests sá það stóð hann upp frá almúganum og tók eitt spjót í hönd sér og gekk inn í hóruhúsið eftir þeim Ísraelismanni og lagði þau bæði í gegnum lífið, þann Ísraelismann og so kvinnuna. [ Þá stilltist sú plága strax sem komin var yfir Ísraelssonu. Og þar féllu í þeirri plágu fjórar og tuttugu þúsundir manna.
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Píneas son Eleasar sonar Arons prests hann hefur snúið minni reiði frá Ísraelssonum fyrir sitt vandlæti minna vegna, svo ég ekki í minni vandlætingu eyðileggi Ísraelssonu. [ Þar fyrir segðu: Sjá, ég gef honum sáttmála míns friðar og hann og hans sæði eftir hann skulu hafa þann sáttmála til eins eilífs kennimannskapar sökum þess að hann vandlætti vegna síns Guðs og forlíkti Ísraelssonu.“
En sá Ísraelíta sem var sleginn með þeirri madíaneskri kvinnu hét Simrí son Salú, einn höfðingi yfir Símeon föðurs húsi. En sú madíaneska kvinna sem og slegin var hét Kasbí dóttir Súr, sem var höfðingi einnar kynkvíslar þeirrar Madíanítarum.
Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Gjörið skaða þeim Madíanítis og sláið þá því þeir hafa gjört yður skaða með sínum svikum sem þeir veittu yður fyrir Peór og þeirra systir Kasbí, þess Madíanítis höfðingja dóttir sem slegin var á plágunnar degi fyrir Peór skuld og plágan kom þar eftir.“