X.

En sem Esdra hafði so beðið og játað grátandi og lá fyrir Guðs húsi þá samansafnaðist einn mikill mannfjöldi til hans af Ísrael, menn, kvinnur og börn, því fólkið grét mjög beisklega. [

En Sekanja son Jehíel af sonum Elam, þá hann sá þvílíkt sagði hann til Esdram: „Nú vel, vér höfum misgjört í móti vorum Guði í því að vér höfum tekið oss annarlegar eiginkvinnur af landsins fólki. Enn skal Ísrael hafa von vegna þessa. Gjörum því eitt sáttmál við vorn Guð að vér látum frá oss allar þessar kvinnur og það sem fætt er af þeim, eftir Drottins ráði og þeirra sem að óttast vors Guðs boðorð svo að vér gjörum eftir lögmálinu. Því tak þig upp, það ber þér, vér viljum fylgja þér, ver hughraustur og gjör það.“

Þá stóð Esdra upp og tók einn eið af þeim yppustum kennimönnum og Levítum og af öllum Ísrael að þeir skyldu gjöra eftir þessum orðum. Og þeir sóru eiðinn. En sem Esdra stóð upp fyrir Guðs húsi gekk hann inn í herbergi Jóhanan sonar Eljasíb og þá er hann kom þar þá vildi hann einskis brauðs neyta né vatn drekka því hann grét þeirra yfirtroðslu sem í fangelsinu höfðu verið. Og þér létu úthrópa í Júda og Jerúsalem til allra þeirra sem fangaðir höfðu verið að þeir skyldu samansafnast til Jerúsalem og hver sem ekki kæmi innan þriggja daga, eftir ráði og boði þeirra hinna yppustu og elstu, þeirra eignir skyldu uppnæmar verða og sá skyldi útrekast frá samlagi þeirra herteknu.

Þá komu saman allir menn af Júda og Benjamín til Jerúsalem í þrjá daga, það var á þeim tuttugasta degi í þeim níunda mánuði. [ Og allt fólkið sat á því stræti sem lá til Guðs húss, skalf og bifaði sökum þessa málefnis og sökum regns. Og Esdra kennimaður reis upp og sagði til þeirra: „Þér hafið misgjört í því að þér tókuð annarlegar eiginkvinnur og hafið aukið hér með Israelis synd. Þar fyrir viðurkennið nú Drottin yðra feðra Guð og gjörið það honum þóknast og skiljið yður frá landsins fólki og frá þeim annarlegu eiginkvinnum.“

Þá svaraði allur almúginn og sagði með hárri raustu: „Verði so sem þú hefur sagt oss. En fólkið er margt og votviðri er so að fólkið má eigi standa úti. So er það og eigi heldur eins dags verk eður tveggja því að fjöldi af oss hefur framið þennan misgjörning. Látum oss tilsetja vora höfðingja meðal alls almúgans að þeir allir sem eru í vorum stöðum og til sín hafa tekið annarlegar kvinnur að þeir komi á tilsettum tíma og með þeim öldungar af sérhverjum stað og þeirra dómendur þar til að vors Guðs reiði verndast frá oss sökum þessarar syndar.“

Þá voru tilsettir Jónatan son Assahel og Jóhasía son Tikúa yfir þetta málefni og Mesúllam og Sabitaí Levítar hjálpuðu þeim. Og herleiðingarsynir gjörðu so. Og Esdra kennimaður og þeir yppustu feður í þeirra feðra húsi og þeir allir sem nú eru nefndir skildu þá að og settu sig hér til á þeim fyrsta degi í þeim tíunda mánaði að rannsaka þetta málefni. [ Og þeir fullkomnuðu þetta hjá öllum mönnum þeir sem höfðu annarlegar kvinnur tekið allt til þess fyrsta dags í þeim fyrsta mánaði. [

Og þar urðu fundnir meðal prestanna sona sem að tekið höfðu annarlegar kvinnur, sem að voru á meðal sona Jesúa sonar Jósedek og hans bræðra Maeseja, Elíeser, Jaríb og Gedalja. [ Og þeir gáfu sína hönd þar upp á að þeir skyldu útleiða þessar kvinnur og gefa einn hrút til syndaoffurs fyrir þeirra sök. Á meðal sona Immer Hananí og Sebadja. Á meðal sona Harím Maeseja, Elía, Semaja, Jehíel og Úsía. Á meðal sona Pashúr Elíóenaí, Maeseja, Ísmael, Netaneel, Jósabad og Eleasa. Á meðal Levítanna Jósabad, Símeí, Kelaja (hann er Klíta), Petahja, Júda og Elíeser. Á meðal söngvaranna Eljasíb. En á meðal dyraverðanna Sallúm, Telem og Úrí.

Af Ísrael á meðal sona Pareos: Ramja, Jesía, Malkía, Mejamín, Eleasar, Malkía og Benaja. Á meðal sona Elam: Matanja, Sakaría, Jehíel, Abdí, Jerímót og Elía. Á meðal sona Satú: Elíóenaí, Eljasíb, Matanja, Jerímót, Sabad, Asísa. Á meðal sona Bebaí: Jóhanan, Hananja, Sebaí og Atlaí. Á meðal sona Baní: Mesúllam, Mallúk, Adaja, Jasúb, Sóal og Jaremót. Á meðal sona Pahat Móab: Adna, Kelal, Benaja, Maeseja, Matanja, Besaleel, Benúí og Manasse. Á meðal sona Harím: Elíeser, Jesía, Malkía, Semaja, Símeon, Benjamín, Mallúk og Samarja. Á meðal sona Hasúm: Mattnaí, Matata, Sabad, Elíefelet, Jeremaí, Manasse og Semeí. Á meðal sona Baní: Maedaí, Amram, Húel, Benaja, Kelúm, Bedaja, Naja, Neremót, Eljasíb, Matanja, Matnaí, Jaesaú, Baní, Benúí, Símeí, Selemja, Natan, Adaja, Maknadbaí, Sasaí, Saraí, Asareel, Selemja, Samarja, Sallúm, Amarja og Jósef. Á meðal sona Nebó: Jeíel, Matitja, Sabad, Sebína, Jaddaí, Jóel og Benaja. Þessir höfðu allir tekið framandi kvinnur og þar voru nokkrar þær kvinnur af þessum sem börn höfðu fætt.

Endir á bókinni Esdra.