XXX.

Hver hann elskar sitt barn sá heldur því jafnan undir vöndinn so að hann seinna meir af því fögnuð hafi. [

Hver hann heldur sínu barni undir agann sá mun af því gleðjast og þurfa eigi þess vegna sín að skammast hjá sínum kunningjum.

Nær eð nokkur maður réttilega upptyttir sitt barn það mislíkar hans óvin og gleður hans vini. Því að þó faðir hans deyi so er það sem hann sé ekki dauður því að hann hefur sinn líka eftir látið. Þá hann lifði sá hann sína lyst og hafði fögnuð af honum, þegar hann deyði þurfti hann ekki að sorga því að henn hefur verndarmann eftirlátið í móti sínum óvinum og þann sem vinunum kann eftir hann að þjóna.

En sá hann er oflinur sínu barni hann vorkynnir þess benjar og sturlast so oft sem það grætur.

Eitt ögunarlaust barn verður ófyrirlátsamt so sem galinn hestur.

Hampar þú syni þínum so hlýtur þú síðar meir hann að óttast. Leikur þú við hann so mun þig þess iðra seinna meir.

Hlæ ekki með honum so þú hljótir með honum hryggur að vera og með síðsta hljótir þú þínum tönnum að gnísta.

Lát hann ekki hafa sinn vilja í ungdóminum og afsaka ekki hans heimsku. Sveig þú hans háls á meðan hann er ungur so hann verði þér eigi harðsvíraður og óhlýðinn. Hýð þú hans hrygg á meðan hann er lítill.

Undirvísa barni þínu og lát það eigi iðjulaust vera so þú eigi þess vegna til smánar verðir.

Það er einum bera að hann sé fátækur, hraustur og heilbrigður þar með heldur en ríkur og vanheill. [ Heilbrigður og hraustur að vera er betra en gull og heilbrigður líkami betri en mikil auðæfi. Enginn ríkdómur er heilbrigðum líkama samjafnandi og enginn fögnuður líkur hjartans fögnuði.

Dauði er beri en sjúkt líf eða iðjulegur krankleikur. Það er so sem góður réttur fyrir þeim munni sem ekki getur etið og so sem sá matur sem menn setja við dauðs manns leiði. Því til hvers gagns er skúrgoðunum offrið? Þau kunna hverki að eta né þefa. So er líka þeim ríkum manni sem Guð krenkir, hann sér það vel með augunum og stynur þar eftir og er so sem annar geldingur sá er liggur hjá einni píku og andvarpar.

Gjör þig sjálfur ekki hryggvan og kvel þig eigi sjálfur með þínum hugrenningum. [ Því að glatt hjarta er mannsins líf og þess fögnuður er hans langlífi. Gjör vel við þig og hugga þitt hjarta og rek hryggðina langt frá þér því að hryggðin drepur margan mann og er þó að öngvu nýt.

Vandlæting og reiði styttir lífdagana og áhyggjan gjörir mann gamlan fyrir tímann. Einu glaðværu hjarta smakkar allt vel sem það etur.