V.

Gangið um göturnar til Jerúsalem, sjáið til og gefið gaum að og leitið á hennar strætum hvort að þér finnið nokkurn þann sem réttvísina gjörir og spyrji eftir trúnni, so vil eg vera henni miskunnsamur. [ Og þá eð þeir segja þó enn við þann lifanda Guð þá sverja þeir þó falsklegana.

Drottinn, þín augu álíta trúna, þú slær þá en þeir kenna ekki til þess. Þú þvingar þá en þeir forbetra sig ekki, þeir hafa harðara andlit en hellusteinn og vilja ekki snúa sér.

En eg þenkta: Nú vel, sá aumi flokkur er skynlaus, vitandi ekki neitt af Drottins vegi og af síns Guðs réttindum. Eg vil ganga til fyrirmannanna og tala við þá, þeir hinir sömu munu vita af vegi Drottins og síns Guðs réttindum. En allir saman höfðu þeir það okið í sundurbrotið og þau togin í sundurslitið.

Þar fyrir mun og einnin það [ leónið sem af skóginum kemur í sundurslíta þá og sá úlfurinn úr eyðimörkinni mun fordjarfa þá og sá pardus mun umsitja þeirra borgir. Hann mun og í sundurrífa þá alla sem þar út ganga það þeirra syndir eru of margar og þeir eru forharðnaðir í sinni óhlýðni. Hvernin skal eg þér þá miskunnsamur vera með því að þín börn yfirgefa mig og sverja við þann sem enginn guð er? Og nú þá eg hefi mettað þig drýgja þeir hóranir og hlaupa í skæknahús, hver sem einn þá hnýsir eftir eignarkonu síns náunga so sem ofaldir stóðhestar. Og eg skylda ekki fyrir slíkra hluta sakir vitja þeirra, segir Drottinn, og mín sála skyldi ekki hefna sín á svoddan fólki sem þetta er?

Stormið til þeirra múrveggja og fleygið þeim um koll og leggið þá ei með öllu í eyði. Í burt flytjið þeirra [ vínviðarkvistu því að þeir eru ekki Drottins heldur þá forsmá þeir mig, bæði húsið Ísrael og það húsið Júda, segir Drottinn. Þeir afneita Drottni og segja: Ekki er hann það og ekki mun það vegna oss so illa. Sverð og hungur þa mun ekki yfir oss koma. Já þeir prophetarnir eru skjallarar og hafa ekki Guðs orð og komi það sama yfir þá sjálfa. Þar fyrir segir Drottinn Guð Sebaót: Með því þér talið svoddan orð, sjá þú, þá vil eg gjöra mín orð í þínum munni að eldi og fólk þetta að viðartrjám og hann skal foreyða þeim.

Sjá þú, eg vil færa yfir yður af húsi Ísrael eitt fólk úr fjarlægum stöðum, segir Drottinn, eitt megtugt fólk sem það fyrsta mannfólk hefur verið, það fólk hvers tungumál að þú skilur ekki og hvað þeir tala þá muntu það eigi undirstanda. Þeirra pílnakoffur eru opnar grafir, allir eru þeir berserkir, þeir munu fortæra þinni haustvinnu og þínu brauði, þeir munu uppéta þína syni og dætur, sauði þína og naut munu þeir uppsvelgja og þeir munu foreyða þínum vínviði og fíkjutrjám. Þeir munu með sverði fordjarfa þínar öruggar borgir sem þú hefur þitt traust upp á. Og eigi vil eg öldungis í eyðileggja þá á þeim sama tíma, segir Drotitnn. Og ef að þeir vildu þá segja: Hvar fyrir gjörir Drottinn Guð vor oss allt þetta? þá skaltu svara þeim: Líka sem að þér yfirgáfuð mig og þjónuðu annarlegum guðum í yðar eigin landi, so skulu þér og þjóna annarlegum guðum í einu því landi sem ekki er yðar.

Þetta skulu þér kunngjöra í húsi Jakobs og prédika í Júda og segja: [ Hlýðið til, þér fávíst fólk sem hafið öngvan skilning, þér sem hafið augun og sjáið ekki, hafið eyrun og heyrið ekki! Vilji þér ekki óttast mig, segir Drottinn, og skelfast ekki fyrir mér, eg sem setta sandinn á sjóvarströndinni innan þeirra takmarka hann hlýtur alla tíma að vera og má þar ekki yfirganga? Og þótt hann gnýi fast þá orkar hann einskis og þó að þess bylgjur þær falli og rísi hátt þá mega þær þó ekki þar yfir ganga. [ En þetta fólk hefir eitt fráhorfið, óhlýðugt hjarta, þeir blífa fráleitir og ganga ætíð fjarlægari. Og þeir segja ekki einu sinni í sínu hjarta: Látum oss þó óttast Drottin Guð vorn sem oss gefur morgundöggina og kveldregnið í réttan tíma og varðveitir vora haustyrkju árlega árs trúlegana.

En yðar illskuverk þau forhindra það og yðrar syndir þær snúa þvílíkum góða frá yður. Því að þar finnast óguðhræddir á meðal míns fólks, þeir sem liggja til lægis og setja snörur fyrir fólkið að veiða það líka sem það fuglarinn gjörir meður sínum veiðibrellum og þeirra hús eru full með kyndugskap, líka sem að eitt fuglabúr er fullt með tálfugla. Þar út af verða þeir ríkir og megtugir, feitir og frjálslegir. Þeir fara með illskupör og vonda hnykki, þeir halda engin réttindi, þeir framkvæma ekki málefnið hins föðurlausa og það lukkast þeim þó og þeir hjálpa ekki hinum fátæka til réttra mála. Skylda eg ekki vitja slíks, segir Drottinn, og skyldi mín sála ekki hefna sín á svoddan fólki sem þetta er? Það stendur hræðilega og hörmulega til í landinu. Prophetarnir kenna lygar, prestarnir þeir yfirdrottna í sínu embætti og mitt fólk vill gjarnan hafa það svo. Hvernin mun að síðustunni það vilja yður vegna yfir slíku?