Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Hefn þú Ísraelssona á þeim Madíanítis svo þú megir þar eftir safnast til þíns fólks.“ Þá talaði Móses við fólkið og sagði: „Búið lið til bardaga á meðal yðar í móti Madíanítis so þeir megi hefna Drottins á Madíanítis. Útveljið þúsund manna af hverri ættkvísl og útsendið þá af öllum Ísraelis kynkvíslum í bardaga.“ Og þeir útvöldu af þúsundum Ísrael þúsund af hvörjum kynþætti, tólf þúsundir manna vopnað lið. Og Móses útsendi þá í bardaga með Píneas syni Eleasar prests og þau heilögu klæðin og lúðrana til að blása í.

Og þeir héldu orostu við Madíanítis svo sem Drottinn hafði boðið Móse. Og þeir slóu í hel allt kallkyns, so og slóu þeir þá Madíanítis kónga í hel og felldu þeirra lið, sem voru Eví, Rekem, Súr, Húr og Reba, þessa fimm Madíanítis kónga. [ Þeir slóu og Balaam son Beór í hel með sverði. Og Ísraelssynir tóku Madíanítakvinnur og þeirra börn að herfangi og þeir ræntu öllum þeirra fénaði, öllum þeirra fjárhlutum og aullu þeirra góssi. Og þeir uppbrenndu með eldi alla þeirra staði, þeirra byggðir og borgir.

Og þeir tóku allt herfangið og allt það til var, bæði menn og fjárhluti, og færðu þá til Mósen og til prestsins Eleasar og til almúgans Ísraelissona, sem er þá herteknu og allt það herfang sem þeir höfðu fengið, það höfðu þeir í herbúðirnar á Móabsvöllu sem liggur hjá Jórdan gegnt Jeríkó. Og Móses og presturinn Eleasar og allir höfðingjar almúgans gengu út í móti þeim út fyrir herbúðirnar.

Og Móses varð reiður hershöfðingjunum þeim sem settir voru yfir þúsund og hundrað og komnir voru frá þessum bardaga og sagði til þeirra: „Því gáfu þér líf öllum kvinnunum? Sjá, hafa ekki þessar inu sömu snúið Ísraelssonum eftir Balaams ráði að þeir syndguðust í móti Drottni með (synd) Peór og þar kom ein plága yfir almúgann Drottins? [ So sláið nú allt kallkyns í hel á meðal þeirra sona og allar þær konur sem samræði hafa átt við kallmenn. En látið öll meybörn lifa og allar óspilltar meyjar sem ekki hafa legið hjá kallmönnum. Verið utan herbúða í sjö daga, allir þeir sem mann hafa í hel slegið eða komið hafa við nokkuð lík, að þér látið yður hreinsa á þeim þriðja og sjöunda degi með þeim sem þér hafið hertekið, og allan klæðnað og allt það sem af skinni er gjört og alla skinnavöru og allsháttuð tréker skulu þér hreinsa.“

Og presturinn Eleasar sagði til stríðsfólksins sem í bardaganum hafði verið: „Þetta er lögmálið sem Drottinn hefur bífalað Móse: Gull, silfur, kopar, járn, tin og blý og allt það sem þolir eld skulu þér láta ganga í gegnum eld og hreinsa það so að það sé hreinsað með ádreifingarvatni. [ En allt það sem ekki þolir eld, það skulu þér láta ganga í gegnum vatn og þér skuluð þvo yðar klæði á þann sjöunda dag, so eru þér hreinir og eftir það skulu þér koma í herbúðirnar.“

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Reikna þú allt það herfang sem þeir hafa fengið, bæði af mönnum og fjárhlutum, þú og presturinn Eleasar og þeir yppöstu feður fyrir almúganum, og gef þeim helftina þar af sem fóru í stríðið og börðust og annan helming almúganum. Og þú skalt upplyfta fyrir Drottni af stríðsmönnum sem voru dregnir í stríðið, já einni sál af fimm hundruðum, bæði af mönnum og fénaði, ausnum og sauðum, af þeirra helmingi skaltu það taka og afhenda prestinum Eleasar það Drottni til eins upplyftingaroffurs. [ En af þeim helmingi sem Ísraelssonum tilkemur skaltu taka þann fimmtugasta part, bæði af mönnum og fénaði, af ösnum og sauðum og af öllu kvikfé, og afhenda það Levítunum, þeim sem varðveita tjaldbúð Drottins.“

Móses og presturinn Eleasar gjörðu sem Drottinn hafði boðið Móse. Og herfangið sem eftir var það sem stríðsfólkið hafði fengið til býtis var sex hundruð þúsunda og sjötygi þúsundruð og fimm þúsundruð sauða og sjötygu og tvö þúsund uxa og ein og sextygi þúsund asna. [ Og þær kvensniftir sem ekki höfðu mann kennt og eigi legið hjá mönnum voru tólf og tuttugu þúsund sálir.

En helftin sem þeim tilheyrði er í stríðinu höfðu verið var þrjú hundruð þúsunda og seytján og tuttugu þúsundir og fimm hundruð nauta. Þar af fékk Drottinn sex hundruð fimm og sjötygi sauði. Ítem sextán og tuttugu þúsund uxa. Þar af fékk Drottinn tvo og sjötygi. Ítem þrjátygu þúsund og fimm hundrað asna. Þar af fékk Drottinn sextygu og einn. Ítem kvenmanna sálir sextán þúsundir. Þar af fékk Drottinn tólf og tuttugu. Og Móses afhenti prestinum Eleasar þetta Drottins upplyftingaroffur, sem Drottinn hafði bífalað honum.

En sá annar helmingur sem Móses skipti á millum Ísraelissona og hann tók frá stríðsfólkinu, sem var sá helmingur sem almúganum féll til, voru þrjú hundruð þúsunda seytján og tuttugu þúsundir og fimm hundruð sauðir, sextán og tuttugu þúsundir uxa, þrjátygi þúsundir og fimm hundruð asna og kvenmanna sálir sextán þúsundir. Og Móses tók af þeim hálfum parti Ísraelis eitt af hverjum fimmtygi, bæði af mönnum og fénaði, og fékk það Levítunum sem tóku vara uppá tjaldbúð Drottins, sem Drottinn hafði bífalað Móse.

Og hershöfðingjarnir yfir þúsund og yfir hundrað gengu fram fyrir Mósen og sögðu til hans: „Þínir þénarar hafa tekið manntal alls þess stríðsfólks sem var undir vorum höndum og þar vantaði ekki eitt. Þar fyrir skenkjum vér Drottni af því sem hver af oss hefur fundið af gulli, gersemum, klæðum, kedíum, armspöngum, hringum, eyrnagulli og öðru smíði, til eins forlíkunaroffurs fyrir vorar sálir fyrir Drottni.“

Og Móses og presturinn Eleasar meðtóku af þeim það sama gull í allsháttuðum gersemum. Og allt gull til upplyftingaroffurs sem þeir upplyftu fyrir Drottni var sextán þúsund og sjö hundruð og fimmtyi sicli af hershöfðingjum yfir þúsund og hundrað. Því stríðsfólkið hafði rænt hver fyrir sig. Og Móses og Eleasar meðtóku þetta gull af hershöfðingjum yfir þúsund og hundrað og báru það í vitnisburðarins tjaldbúð Ísraelssonum til minningar fyrir Drottni.