XVII.

Betri er einn þurr biti það maður lætur sér með nægja heldur en fullt hús sláturs með hatri. [

Vitur þræll mun drottna yfir óþrifnum erfingja og skiptir erfðinni bræðra á milli.

So sem eldurinn reynir silfrið og ofninn gullið svo líka reynir Drottinn hjörtun.

Illur maður hlýðir illum munni og sviksamur maður heyrir gjarnan skaðsamlegar ræður.

Hver hann spottar fátækan sá hæðir þess hins sama skapara og hver hann hlakkar yfir hans óförum mun ekki órefsaður vera. [

Kóróna hinna öldruðu eru barnabörnin og barnanna heiður er þeirra feður.

Ekki hæfir heimskum manni að tala af hávum hlutum, miklu miður einum höfðingja að hann ljúgi gjarna.

Gáfan er göfuglegur gimsteinn þeim eð hana hefur, hvert sem hann snýst þá er hann hygginn haldinn.

Sá sem hylur yfir misgjörðina gjörir vinskap en sá sem sökina [ opinberar gjörir höfðingjana ósamþykka.

Ströffun skelfir meir hygginn en hundrað högg heimskan.

Beisklundaður maður leitar skaða að gjöra en einn ógurlegur engill mun yfir hann koma.

Betra er að mæta bjarndýri því sem rænt er sínum húnum heldur en heimskum manni í sinni heimsku. [

Hver eð gott illu launar, af þess húsi mun ekki illt hverfa. [

Hver deilur uppbyrjar er líka sem sá eð rífur upp fyrir vatninu díkisgarðinn. [ Hættu af deilunni fyrr en þú verður þar í vafður.

Hver hann réttlætir ómildan og fyrirdæmir réttlátan, þeir eru báðir fyrir Drottni svívirðilegir. [

Hvað skulu fávísum peningar í hendi til að kaupa visku fyrst hann er einn dári?

Sá sem að vinur er elskar ávallt og einn bróður verður í neyðinni reyndur. [

Sá er einn dári sem út í höndina lofar og í borgan gengur fyrir sinn náunga. [

Hver hann elskar deilur hann elskar synd og sá hávar gjörir sínar dyr stundar eftir ólukku.

Hrekkvíst hjarta finnur ekkert gott og sá hann hefur rangsnúna tungu fellur í óhamingju.

Hver hann uppelur afglapa hefur mótgang og faðir dárlegs manns hefur öngva gleði. [

Glaðvært hjarta gjörir lífið lystilegt en hrygginn hugur gjörir beinin visin. [

Ómildur maður þiggur gjarna heimuglegar gáfur til að umhverfa vegi réttarins. [

Forsjáll maður hefur hyggilegt yfirbragð en heimskur gónir augunum hingað og þangað. [

Fávís sonur er föðursins harmur og hryggð sinnar móður sem hann fætt hefur. [

Það er ei gott að gjöra réttlátum manni skaða og slá höfðingja þann sem réttdæmur er.

Skynsamur maður stillir sína ræðu og vel vitugur maður er dýrmæt sál. [

Ef fávís maður þegði þá væri hann vitur haldinn og skynsamur ef hann sínum munni aftur héldi.