XXVII.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, gjör einn sorgargrát yfir Tyrus og seg þú til Tyrus, þeirrar sem liggur fram við sjávarhafið og kaupslagar við margar eyjar þjóðanna: Svo segir Drottinn Drottinn: Ó Tyrus! Þú segir: „Eg er þann allra fegursti.“ Þín landamerki eru [ mitt í hafinu og þínir uppbyggendur hafa tilbúið þig hið allra prýðilegasta, þeir hafa allar þínar þilfjalir af þínum borðvið gjörðar af Sanír og látið flytja sedrustré af Líbanon og gjört þín möstur þar út af og þínar árar af eikitrjánum úr Basan og þína bekki af fílsbeinum og þína kostulega stóla úr eyjunum Kitím. Þín segl voru saumað silki af Egyptalandi og þín sigurmerki þar inni teiknuð og þín tjöld af gulu silki og purpura úr þeim eyjunum Elísa.

Þeir af Sídon og Arvat voru þínir skipferjarar og þú hafðir skynsama menn til siglinga í Tyro. [ Þeir öldungarnir og hinir hagtæku af Gebal hlutu að smíða þín skip. Öll hafskipin og skipfólkið fannst hjá þér, þeir höfðu sinn kaupstað í þér. Þeir úr Persia, Lydia og Lybia voru þínir stríðsmenn sem sína skjöldu og hjálma upp festu í þér og gjörðu þig svo prýðilega. Þeir af Arvat voru með þínu herliði í kringum þína múrveggi og héldu vörð upp í þínum turnum, þeir festu sína skjöldu allavegana út á múrveggina og gjörðu þig svo prýðilega.

Þú hafðir þinn kaupstað á hafinu og fluttir allsháttaðan varning, silfur, járn, tin og blý, til þinnar kaupstefnu. [ Javan, Túbal, Mesek kaupslöguðu við þig og fluttu þér þræla og málm til þinnar kaupstefnu. Þeir af Tógarma fluttu þér víghesta og vagna og múlasna til þinnar kaupstefnu. Þeir af Dedan voru þínir kaupmenn og alla vegana hefur þú haft þinn kaupskap í eyjunum, þeir seldu þér fílabein og hebenvið.

Þeir af Syria sóttu þitt erfiði hjá þér sem þú verkaðir og fluttu rúbín, purpuratjöld, silki og flugel og kristalla til þinnar kaupstefnu. Júda og Ísraelsland kaupslöguðu einnin við þig og fluttu þér hveiti og minnít og balsamum, hunang og oleum og malstix til þinnar kaupstefnu. Þar til sótti einnin Damascus hjá þér þitt erfiði og allsháttaðan varning fyrir sterka vín og kostulega ull.

Dan og Javan og Mehúsal flutti einnin á þitt torg járnsmíðar, cassia og calmus, svo að þú kaupslagaðir þar með. Dedan keypti við þig með tjaldavefnaði þar eð á er setið. Arabia og allir höfðingjarnir af Kedar höfðu kaupskap við þig meður sauði, hrúta og hafra. Þeir kaupmennirnir af Saba og Raema keyptu við þig og fluttu þér allsháttaðar jurtrir og dýrðlega gimsteina og gull til þinnar kaupstefnu. Haran og Kane og Eden með þeim kaupmönnunum af Seba, Assúr og Elímad voru þínir kaupmenn.

Þeir kaupslöguðu allir við þig með kostulegum klæðum, með silki og dýrindis vefnaði, hvern eð þeir í kostulegum kistum af sedrustrjám smíðöðum og vel umvenduðum fluttu til þinnar kaupstefnu. En þau hafskipin voru hin yppurstu á þinni kauprein. Þannin ertu orðin rík og tígugleg í miðju sjávarhafinu og þínir skipmenn hafa flutt af þér yfir um mikilsháttar vötn.

En einn austanvindur skal í sundurbrjóta þig mitt í sjónum so að þinn sölueyrir, kaupmenn, kaupskapur, skipfólk, stýrimenn og skipasmiðir og þínir varningsmenn og allir þínir stríðsmenn og allt fólkið í þér skal tortýnast mitt í sjávarhafinu, á þeim tíma nær eð þú átt niður í grunn að hrapa svo að höfnin skal og einnin skjálfa við af þeim háhljóðunum þinna stýrimanna. Og allir þeir sem róa með bátsárunum ásamt skipverjum og meistörum skulu stíga af skipunum upp á landið og með háhljóðum æpa yfir þér og harma þig beisklegana og ausa moldu yfir höfuð sér og velta sér í ösku, þeir munu raka sig bersköllótta yfir þér og vefja sekkjum í kringum sig og af hjarta beisklegana gráta og sorga yfir þér.

Þeirra börn munu og einnin harma þig: „Aha! Hver hefur nokkurn tíma svo kyrr orðinn á sjávarhafinu sem þú, Tyrus?“ Þar eð þú framdir þinn kaupskap á sjónum. Mörg lönd auðgaðir þú, já þú auðgaðir einnin þá konungana á jörðunni meður þínum varningi og kaupskap. En nú ertu af sjávarhafinu í burt köstuð í það mjög djúpa vatnið svo að öll þín handtéran og allur þinn mannfjöldi er niðurfallin í þér. Allir þeir sem í eyjunum búa þá skelfdust yfir þér og þeirra konungum þá ógnaði það og báru sig hörmulegana. Þeir kaupmenn í löndunum blístra eftir þér að þú ert svo skyndilegana forgengin og kannt ekki meir upp aftur að komast.