XXIX.

Hver hann er harðsvíraður í móti hirtingunni mun voveiflega fyrir utan alla hjálp fyrirfarast. [

Nær margir eru réttgjarnir fagnar almúginn en þegar sá ómildi drottnar andvarpar lýðurinn. [

Hver hann elskar vísdóm sá gleður sinn föður en sá eð skækjuna fæðir fyrirfer sinni eign.

Kóngurinn reisir upp landið fyrir lögin en sá sem [ ágjarn er brýtur það niður.

Hver hann smjaðrar við sinn náung hann leggur net fyrir hans fætur.

Þegar illur maður syndgar fjötrar hann sjálfan sig í snöru en réttlátur maður fagnar og hefur unaðsemd.

Hinn réttláti kynnir sér málefni fátæks manns en sá hinn ómildi sinnir öngri skynsemd.

Háðgjarnir menn færa borgina djarflega í ólukku en vitrir menn hefta reiðina.

Nær einn vitur maður kemur fyrir réttinn með einum fávísum, hvort hann reiðir eður hlær þá hefur hann öngva ró.

Blóðgjarnir menn hata einfaldan en hinir réttlátu leita hans sálar.

Heimskur maður úthellir öllum sínum anda en hygginn maður hjá sér heldur.

Sá höfðingi sem gjarnan hlýðir lygum þess þénarar eru allir óguðrækir.

Fátækur maður og [ ríkur þar mætir hver öðrum en beggja þeirra augu upplýsir Drottin.

Kóngur sá sem trúlega rétt gjörir fátækum þess veldisstóll staðfestist að eilífiu.

Vöndur og hirting gjörir hyggindi en það ungmenni sem agalaust er skammar sína móður.

Hvar að eru margir óguðrækir þar er syndafjöldi en réttlátir menn munu af lifa hans hrapan.

Aga þú son þinn, þá mun hann gleðja þig og gjöra sæld önd þinni. [

Þegar þrýtur [ spádóma þá villist fólkið og eyðist en sæll er sá sem upphefðar lögmálið.

Einn þræll lætur sér ekki segjast með orðum einum því að þó að hann allt til reiðu skilji hirðir hann þar ekki um.

Sér þú þann mann sem fljótur er til að tala? Svo er betri von á heimskum manni en honum.

Nær nokkur þræll er frá barnæsku alinn með eftirlæti so vill hann vera þaðan í frá einn junkæri.

Reiðinn maður uppvekur deilur og grimmur maður gjörir margar syndir.

Drambsemi mannsins steypir honum en sá hinn lítilláti fær heiður. [

Hver hlutskipti hefur með þjófum heyrir bölvan og segir þar ekki frá, hann hatar sitt líf.

Fyrir mönnunum að óttast gjörir hrapan en hver hann treystir á Drottin verður verndaður.

Margir leita fyrir auglit [ höfðingjans en sérhver dómur er af Drottni.

Ranglátur maður er fyrir réttlátum bölvanlegur og sá sem er rétts vegar hann er fyrir ranglátum og ómildum bölvanlegur.