Nær eð Drottinn Guð þinn hefur nú í eyðilagt fólkið hverra land það Drottinn Guð þinn mun gefa þér svo að þú eignist það og búir í þeirra borgum og húsum þá skaltu fráskilja þrjár borgir í landinu því sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér að eignast. [ Og þú skalt útvelja hagkvæmilega staði og þú skalt í sundurskipta landamerkjunum í því landinu sem Drottinn Guð þinn gefur þér til arftöku í þrjár hlutdeildir að hver sem manni hefur að skaða orðið megi flýja þangað. Og það skal sökin vera að hann sem drepið hefur mann megi flýja þangað so að hann megi halda lífinu.

Nær eð einhver slær sinn náunga í hel óforvarandi og hafi hann ekki áður haft fyrri neitt hatur á honum heldur so sem þá nær eð nokkur fer í skóg með sínum náunga til að höggva við og hann útréttir höndina með öxinni til að höggva tréð og öxin hrýtur af skaftinu og kemur á hans náunga so að hann deyr þar af, þá skal hann flýja til einhvers þessara staða so hann haldi lífinu so að [ blóðhefnarinn veiti ekki eftirför mannslagaranum á meðan hans hjarta er svo heitt og nái honum með því að vegurinn er svo fjarlægur og slái honum hans sálu í hel þó að engin dauðasök væri með honum af því að hann hafði áður fyrri ekki neitt hatur til hans haft. [ Þar fyrir býð eg þér að þú í fráskiljir þær þrjár borgir.

Og þar sem Drottinn Guð þinn gjörir enn víðari þín landamerki svo sem það hann hefur svarið þínum forfeðrum og gefur þér allt þetta land sem hann hefur til sagt þínum forfeðrum (so framt að þú heldur öll þessi boðorð so að þú gjörir þar eftir sem ég býð þér í dag, það þú elskir Drottin Guð þinn og gangir á hans vegum alla þín lífdaga) þá skalt þú enn leggja þrjár borgir til þessara þriggja so að ekki verði úthellt saklausu blóði í þínu landi sem Drottinn Guð þinn gefur þér til arftöku so að þú verðir ekki sekur í svoddan blóði. [

En ef að nokkur hefur heift á sínum náunga og situr um hann og veitir honum ofríki og slær honum hans sálu til dauða og flýr so í burtu til einhvers þessa staðar þá skulu öldungarnir hans staðar senda þangað og láta hafa hann í burtu þaðan og selja hann í blóðhefnarans hendur so að hann sé drepinn. [ Þín augu skulu eigi vægja honum og þú skalt í burt taka það saklausa blóðið frá Ísrael so að þér megi vel vegna.

Þú skalt ekki til samans færa landamerkin þíns náunga sem að þeir eð fyrir þér voru hafa sett í þinni ættleifð sem að þú erfir í því landinu sem að Drottinn Guð þinn hefur gefið þér til eignar. [

Þar skal ekki eitt vitni framganga að vitna á móti nokkrum yfir nokkurs háttar misgjörningi, eða glæp, hvað helst glæp sem það er að maður kann að gjöra. Helst skal hver sök standa í tveggja eða þriggja votta munni. Ef að eitthvert ljúgvitni gengur fram að vitna á móti nokkrum til að votta yfir hann einhvern misgjörning. [ Þá skulu þeir báðir menn sem kærumálið eiga til samans standa fyrir Drottni, frammi fyrir prestönum og dómurunum sem þá eru í þann tíma. Og dómararnir skulu innvirðulega rannsaka það sama. Hafi hann þá borið falskan vitnisburð í móti sínum bróðir þá skulu þér gjöra svo við hann sem hann hafði hugsað að gjöra við sinn bróður so að þú í burt takir þann hinn vonda frá þér, að þeir hinir aðrir sem það heyra megi hræðast fyrir því hinu sama og ásetja sér ekki framar að gjöra svoddan illt verk á meðal yðar. [ Þitt auga skal ekki vægja honum: Líf fyrir líf, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fót fyrir fót.