XXXVI.

Almáttugur Guð Drottinn, miskunna þú oss. [ Lít til vor og skelf allar þjóðir þær þín ei leita. Upphef þína hönd yfir þá inu annarlegu að þeir sjái þína magt, líka so sem fyrir þeirra augum þú hjá oss helgaður verður. So tjá þú þig herlegan á þeim fyrir vorum augum so að þeir viðurkenni líka sem vér viðurkennum að engi er annar Guð en þú Drottinn alleina. Gjör ný tákn og ný stórmerki, auðsýn þína hönd og þinn hægra arm dýrðlegan. Uppvek grimmdina og úthell reiðinni, snara í burt mótstandaranum og sundurmer þú óvininn og flýt þér þar með og minnstu á þín særi so að menn prísi þínar dásemdir. Reiði logans svelgi þá sem svo athugalausir lifa og að þeir sem þínu fólki mein gjöra hljóti að fyrirfarast. Sundurmola höfuð höfðingjanna sem eru vorir óvinir og segja: „Vér erum [ alleina.“

Samansafna öllum ættkvíslum Jakobs og lát þær vera þína erfð, líka sem af upphafi. Miskunna þú lýð þínum, þeim af þér hefur nafn, og Ísrael, þann þú kallar þinn frumgetinn son. Miskunna þú borginni Jerúsalem þar þinn helgidómur er og þar þú býr. Reis þú Síon upp aftur svo að í þeim sama stað þitt orð að nýju upp gangi, að þín dýrð á meðal lýðsins verði mikil. Birt þig við þá sem verið hafa frá upphafi þín eigin eign og uppfyll þær spásögur sem í þínu nafni boðaðar eru. Gjald þú þeim ömbun sem upp á þig vænta svo að spámenn þínir finnist sannorðir. Heyr þú, Drottinn, bænir þeirra er þig ákalla eftir blessan [ Aarons yfir þinn lýð so að allir þeir sem á jörðu byggja viðurkenni að þú, Drottinn, ert eilífur Guð.