XXVIII.

Akas var tvítugur að aldri þá hann varð kóngur og hann ríkti sextán ár í Jerúsalem. [ Hann gjörði ekki hvað rétt var í augliti Drottins so sem Davíð hans faðir hafði gjört heldur gekk hann á Ísraelskónga vegum. Hér að auk steypti hann sér Baalsmyndir og hann offraði reykelsi fyrir Baalím í dal sona Hinnom og hann brenndi sína syni í eldi eftir heiðingjanna svívirðilegum sið, hverja Drottinn hafði útrekið fyrir Israelissonum. [ Hann færði fórnir og reykelsi á hæðum og undir öllum blómguðum eikum.

Þar fyrir gaf Drottinn Guð hann í kóngsins hönd af Syria og þeir slógu hann og fluttu burt mikinn fjölda af hans föngurum og höfðu þá til Damascum. [ Hann var og gefinn undir kóngsins hönd af Ísrael so hann veitti honum eitt stórt slag. Því að Peka son Remalja sló í Júda hundrað og tuttugu þúsundir á einum degi, alla hrausta stríðsmenn, fyrir því að þeir fyrirlétu Drottin þeirra feðra Guð. [ Og á þeim tíma drap Sikrí, einn voldugur maður af Efraím, Maesja son kóngsins og Asríkam þann yppasta höfðingja fyrir kóngsins húsi og Elkana þann sem næstur var kónginum. Og Israelissynir hertóku tvö hundruð þúsund kvinnur, syni og dætur og tóku þar með ógrynni fjár frá þeim og fluttu það herfang til Samariam.

Og þar var í það sinn Guðs spámaður sem hét Óbeð. [ Hann gekk út í móti þeim sama her sem kom til Samaria og sagði til þeirra: „Sjáið, fyrst að Drottinn yðra feðra Guð er orðinn reiður yfir Júda þá gaf hann þá í yðar hendur. En þér hafið svo gimmrlega drepið þá svo það tekur upp í himininn. Nú hugsi þér að þrykkja undir yður syni Júda og Jerúsalem til þræla og ambátta. Eru þér nokkuð saklausir fyrir Drottni yðrum Guði? Þar fyrir hlýðið mér nú og færið þá herteknu aftur þá sem þér hafið burtleitt frá yðrum bræðrum. Því að Drottins reiði hangir yfir yður.“

Þá tóku sig upp nokkrir af þeim yppustu af sonum Efraím, Asarja son Jóhanan, Berekía son Mesillamót, Jehiskía son Sallúm og Amasa son Hadlaí, í móti þeim sem komu frá bardaganum og sögðu til þeirra: „Eigi skulu þér færa þá herteknu hingað því vilji þér koma skuldu yfir oss fyrir Drottni svo að þér gjörið vorar syndir þess stærri? Því að vor synd er áður nógu stór og reiðin hangir yfir Ísrael.“ Þá lét stríðsfólkið alla fangana lausa en lögðu herfangið fram fyrir höfðingjana og fyrir allan söfnuðinn.

Þá uppstóðu þeir menn sem fyrr voru nefndir og tóku þá fangana og þá alla sem naktir voru af þeim, klæddu þá af herfanginu og skæddu þá og gáfu þeim bæði mat og drykk og smurðu þá og alla þá sem veikir voru settu þeir á asna og færðu þá til Jeríkó, til þess pálmviðarstaðar, hjá þeirra bræðrum og þeir komu aftur í Samariam.

Á þeim sama tíma sendi Akas kóngur til kóngsins af Assúr að hann skyldi veita honum lið. Og þeir Edomiter komu enn einu sinni aftur og slógu Judam og hertóku nokkra. Og Philistei féllu í staðina sunnan til á móti Júda og unnu Bet Semes, Ajalon, Gederót og Sókó með þeirra dætrum og Timna með hennar dætrum og Gimsó með hennar dætrum og bjuggu þar. Því að Drottinn niðurþrykkti Júda fyrir skuld Akas [ Júdakóngs sökum þess að hann gjörði Júda [ nakinn og hann misgjörði á móti Drottni. Og Tíglat Pilnesser kóngurinn af Assúr kom í móti honum, settist um hann og veitti honum eki styrk. Því tæmdi Akas hús Drottins og kóngsins hús og höfðingjanna og gaf gáfur kónginum af Assúr en það hjálpaði honum ekki par.

Hér að auk í neyðinni jók Akas yfirtroðslur sínar fyrir Drottni og offraði til skúrgoða í Damasco sem hann höfðu slegið og sagði: „Kóngsins guðir af Syria hjálpuðu þeim, því vil eg þeim offra so þeir hjálpi mér.“ Þar þeir þó voru honum og öllum Ísrael til falls. Og Akas samansafnaði öllum kerum sem voru í Guðs húsi og sló þau í sundur og lukti dyrnar á húsi Drottins og gjörði sér altari á hverri hyrningu í Jerúsalem. Og í borgum Júda gjörði hann hæðir hér og hvar til að offra annarlegum guðum og reitti svo til reiði Drottin Guð sinna feðra.

Hvað sem nú meira er að segja um hann og um alla hans vegu, bæði þá fyrstu og síðustu, sjá, það er skrifað í Júda- og Ísraelskónga bók. Og Akas sofnaði með sínum feðrum og þeir grófu hann í borg Jerúsalem en eigi í gröfum Israeliskónga. Og hans son Esekías varð kóngur í hans stað.