XII.

Þessir eru þeir kennimenn og Levítar sem uppkomu með Sóróbabel syni Sealtíel og Jesúa, Seraja, Jeremía, Esra, Amarja, Mallúk, Hattús, Sekanja, Rehúm, Meremót, Iddó, Gintóí, Abía, Mejamín, Maadja, Bilga, Semaja, Jójaríb, Jedaja, Sallú, Amok, Hilkía og Jedaja. Þessir voru höfðingjar meðal kennimannanna og þeirra bræðra á dögum Jesúa. En Levítar voru þessir: Jesúa, Benúí, Kadmíel, Serebja, Júda, Matanja. Þessir voru settir yfir lofsöngvaembættið, hann og hans bræður. Bakbúkía og Únní og þeirra bræður voru hjá þeim til varðhaldsins.

Jesúa gat Jójakím, Jójakím gat Eljasíb, Eljasíb gat Jójada, Jójada gat Jónatan, Jónatan gat [ Jaddúa. Og í tíð Jójakím voru þessir yppstu feður á meðal kennimannanna: Af Seraja var Meraja, af Jeremía var Hananja, af Esra var Mesúllam, af Amarja var Jóhanan, af Mallúk var Jónatan, af Sebanja var Jósef, af Harím var Adna, af Mejarót var Helkaí, af Iddó var Sakaría, af Gintón var Mesúllam, af Abía var Sikrí, af Mejamín og Módía var Piltaí, af Bilga var Sammúa, af Semaja var Jónatan, af Jójaríb var Matnaí, af Jedaja var Úsí, af Sallaí var Kalla, af Amok var Eber, af Hilkía var Hasabja, af Jedaja var Netaneel.

Og á dögum Eljasíb, Jójada, Jóhanan og Jaddúa voru þessir yppustu feður á meðal Levítanna og kennimennirnir, skrifaðir allt til ríkis Darii af Persia. En synir Leví voru skrifaðir í annálum allt til daga Jóhanan sonar Eljasíb. Og þessir voru inu yppustu á meðal Levítanna: Hasabja, Serebja og Jesúa son Kadmíel og þeirra bræður hjá þeim til lofgjörðar og þakklætis so sem Davíð guðsmaður hafði boðið, hvört varðhald hjá öðru. Matanja, Bakbúkía, Óbadía, Mesúllam, Talmón, Akúb, þeir voru dyraverðir og varðhaldsmenn í portunum og fordyrunum. Þessir voru í tíð Jójakím sonar Jesúa, sonar Jósadak og á dögum Nehemía landshöfðingja og Esdra kennimanns þess skriftlærða.

En til vígslu múranna í Jerúsalem voru kallaðir Levítarnir úr öllum þeirra takmörkum svo þeir skyldu koma til Jerúsalem og halda vígsluna með gleði og þakkargjörð, með söng, cymbalis, psallterio og hörpum. Og söngvaranna synir söfnuðust til samans af öllum landsálfum kringum Jerúsalem og af Nethopati kauptúnum og af húsi Gilgal og af héruðum í Gíbea og Asmavet. Því að söngvararnir höfðu byggt sér bæi í kringum Jerúsalem. Og prestarnir og Levítarnir hreinsuðu sig, þeir hreinsuðu og fólkið, poritn og turnana.

Og eg lét höfðingja Júda uppstíga á múrinn og eg tilsetta tvo stóra choros þeir eð sungu lofgjörðir. Þeir gengu upp á múrnum til hægri síðu og allt að Mykjuportinu. En Hósaja og helmingurinn af Júda höfðingjum gengu eftir þeim. Og Asarja, Esra, Mesúllam, Júda, Benjamín, Semaja og Jeremía. Og nokkrir af prestanna sonum með þeirra hljóðfærum, Sakaría son Jónatan, sonar Semaja, sonar Matanja, sonar Míkaja, sonar Sakúr, sonar Assaf og hans bræður Semaja, Asareel, Mílalalí, Gílalaí, Maaí, Netaneel, Júda, Hananí með Davíðs guðsmanns hljóðfærum. Og Esdra sá skriftlærði var fyrir þeim við Brunnportið. Og þeir gengu hjá honum upp að tröppunum til Davíðsborgar á þann múr sem liggur til Davíðs húss til Vatsportsins í mót austri.

Sá annar þakkargjörðarkór gekk þvert yfir frá þeim og eg eftir þeim og helmingurinn af fólkinu upp á múrinn í frá Ofnturni allt til þess breiða múrs. Og frá Efraímsporti og til þess gamla ports og til Fiskiportsins og allt til turns Hananeel og til turns Mea allt til Sauðaportsins og námu staðar í Myrkvastofuportinu. Og so stóðu þeir tveir þakklætiskórar í Guðs húsi og helmingurinn af þeim yppustu með mér. Og prestarnir sem voru Eljakím, Maeseja, Minjamín, Míkaja, Elíóenaí, Sakaría, Hananja, með hljóðfærin og Maeseja, Semaja, Eleasar, Úsí, Jóhanan, Malkía, Elam og Asór. Og söngvararnir sungu með hávum hljóðum en Jesaja var forstandari. Og á þessum sama degi voru færðar miklar fórnir og allir voru glaðir því að Guð hafði gjört þeim eina mikla gleði, bæði kvinnur og börn glöddust og þeirra fögnuður í Jerúsalem heyrðist langa vegu í burtu.

Á þessum tíma voru nokkrir menn skikkaðir yfir féhirsluna þar sem inni voru upplyftingaroffur, fyrstu ávextir og tíundirnar, að þeir skyldu samansafna því af ökrunum og um staðina og út að skipta því eftir lögmálinu á meðal kennimannanna og Levítanna. [ Því að Júda hafði gleði og af kennimönnunum og Levítunum að þeir stóðu og tóku vara upp á Guðs þjónustu og á þeirra hreinsunarvarðhaldi.

En söngvararnir og dyraverðirnir stóðu eftir Davíðs og hans sonar Salomonis skikkan. Því að í tíð Davíðs og Assaf voru skikkaðir þeir yppustu söngvarar í lofgjörðarsöngnum og þakklætissöngnum til Guðs. En allur Ísrael gaf söngvurunum og dyravörðunum part í tíð Sóróbabel og Nehemie, hvern dag sinn hlut. Og þeir gáfu það sem helgað var til Levítanna. En Levítarnir gáfu það helgað var til Aronssona.