IIII.

En Símon sá sem fésjóðuna og sitt föðurland hafði forráðið talaði illa um Oniam hversu hann hefði gjört Heliodoro þessa ólukku sem hann skeði og skuldaði hann að hann stundaði að verða herra landsins þar hann gjörði þó staðnum allt gott og unni sínu fólki af hjarta og hélt fast á Guðs lögmáli. [ Og er hans hatur og öfund óx so að þeir sem héldu með Símoni slógu þar fyrir nokkra í hel og Onias sá að þar mundi koma mikið illt af slíku ósamþykki með því að Apollonius höfuðsmaður í Neðri-Syria var svo galinn að hann styrkti Símon til sinnar óhlutvendni þá tók hann sig upp og reisti til kóngsins, ekki til þess að áklaga sitt fólk heldur landinu og lýðnum til góða. [ Því að hann sá að ef kóngurinn vildi ekkert gjöra hér til þá væri ekki mögulegt að hafa frið til lengdar elligar að stilla óhlutvendni Símonar.

En þá Seleucus var dauður og Antiochus hinn göfgi fékk ríkið þá stundaði Jason, Onias bróðir, eftir hæðsta kennimannsembætti og hét kónginum ef hann kæmi því til leiðar þrjú hundruð og sextígi centener silfurs og af öðrum rentum áttatígi centener. [ Og hér að auki hét hann honum að gefa hundrað og fimmtígu centener ef að honum leyfðist að uppreisa spilhús og að venja þá til Jerúsalem eftir siðum Antiochi.

Þegar kóngurinn varð þessu samþykkur og Jason fékk kennimannsembættið þá vandi hann jafnsnart sitt fólk til heiðinna siða og þeir góðu og loflegu siðir sem settir voru af þeim fyrri kóngum urðu aflagðir fyrir Johannem föður Eupolemi sem sendur var til Róm að binda vináttu við Rómverja. Og hann afmáði það gamla, heiðurlega lögmál og uppsetti aðrar ótérlegar skikkanir. Hann uppbyggði eitt leikhús í borginni og setti til að þeir sterkustu yngismenn skyldu þar inni iðka sig. Og heiðinna manna athæfi þróaðist so mjög að kennimennirnir öktuðu hverki fórnfæringar né musterið heldur hlupu í leikhúsið og horfðu á soppleik og aðra leika og yfirgáfu so siðu sinna feðra og héldu mikið út af þeim heiðnu. Þeim varð það og vel endurgoldið því að Guð sendi þá sömu yfir þá að hverjum þeir vildu læra slíka leika að þeir hinu sömu skyldu straffa þá. Því að menn eiga ekki að skemmta sér með Guðs orði. Það kemur þó fram um síðir.

Þá þeir miklu leikar voru haldnir í Tyrus og kóngurinn var þar sjálfur við þá útsendi svikarinn Jason nokkra Antiochos og lét sem þeir væri af Jerúsalem að þeir skyldu og horfa á leikana og með þeim sendi hann þrjú hundruð dracmas að offra Hercule þar af. [ En þeir sem þá bífalning höfðu sáu að það var eigi so skikkanlegt og vildu þar fyrir ekki hafa þá peninga þar til heldur til nokkurs annars. Því keyptu þeir skipreiða þar með þó að hann hefði þá útsent til Herculis offurs.

En eftir því að Ptolomeus Philometor, sá ungi konungur í Egyptalandi, vildi halda sinn fyrsta ríkisdag þá sendi Antiochus Apollonium Mnesteison til Egyptalands í þann sama herradag. [ En þegar hann formerkti að þeir vildu ekki hafa hann fyrir forverjara þá reisti hann aftur og hugsaði um hvernin hann mætti halda sínu ríki í friði. Og hann kom til Joppen og þaðan reisti hann til Jerúsalem og varð heiðurlega meðtekinn af Jason og öllum staðnum og innleiddur með blysum og mikilli hoffrakt. [ Því næst reisti hann aftur í Pheniceam.

En að þrimur árum liðnum sendi Jason Menelaum, bróður Símonar þess sem fyrr er getið, með fé til kóngsins og að minna hann á nokkur nauðsynjaerindi. [ Og er hann kom í vinskap við kónginn var hann hræsnari og kom því yppasta kennimannsembætti til sín og gaf kónginum þrjú hundruð centener sifurs meir en Jason og kom so aftur til Jerúsalem með konunglega bífalning og breytti ekki so sem kennimaður heldur so sem ólmur víkingur og so sem eitt hræðilegt villidýr.

Þannin varð Jason sá sem sínum bróður hratt úr sínu embætti af öðrum burthrundinn og hlaut að flýja burt í Amorítaland og Menelaus hélt valdinu. En sem hann kunni ekki að útvega það fé sem hann hafði kónginum lofað þá Sostratus höfuðsmaður á slotinu krafði þess af honum eftir kóngsins skipan þá lét kóngurinn kalla þá báða fyrir sig og afsetti Menelaus og setti hans bróður Lycimacum í hans stað og Sostratum skipaði hann bífalningsmann í Cyprus. [

Þá þetta var nú so skipað þá gjörðu þeir í Tarsis og Mallotis eitt upphlaup þar fyrir að kóngurinn hafði skenkt þá sinni frillu. Þá tók kóngurinn sig upp skjótlega svo að hann fengi stillt það upphlaup og lét eftir til ríkisstjórnar höfðingjann Andronicum. Þegar Menelaus heyrði það þá hugsaði hann að nú væri tiltækilegur tími að ná aftur sínu gamla embætti og stal nokkrum gulllegum klenodium úr musterinu og gaf Andronico. Sumar seldi hann í Tyro og í öðrum nálægum stöðum.

Þá Onias vissi þetta gaf hann sig í einn frían stað í Daphne sem liggur fyrir Antiochia og ávítaði hann. En Menelaus kom alleina til Andronicum og bað hann að taka Oniam höndum. Það gjörði hann og gekk til hans og talaði við hann sviksamlega og gaf honum sína hönd og sinn eið þar upp á að hann kæmi til hans með féligheit það hann vissi að Onias hafði ekki góða grunsemi á honum. Og þá hann hafði so umtalið fyrir honum þá lagði hann hann í hel í móti öllum rétti. [ Það angraði ei aðeins Gyðingana heldur mislíkaði það mörgum af heiðingjunum að hann hafði so drepið þann fróma mann.

Þá kóngurinn hafði nú allar sakir útrétt í Cilicia og reisti heim aftur þá hlupu Gyðingarnir til hans í öllum stöðum og so nokkrir af heiðingjunum og klöguðu fyrir honum að Onias hefði so saklaus verið drepinn. Og Antiochus hryggðist af hjarta þess vegna og það aumkaði hann að sá frómi, heiðarlegi maður var so hörmulega drepinn. Og hann varð gramur Andronicho og lét fletta hann purpuraklæðinu og öllu öðru skarti og lét leiða hann um kring í öllum staðnum og lét drepa hann að síðustu í þeim sama stað sem hann hafði í hel stungið Oniam. [ So straffaði Guð hann aftur eftir sinni forþénan.

En þegar Lysimachus hafði stolið miklu úr musterinu eftir ráðum síns bróðurs Menelai og þá þetta rykti barst út á meðal fólksins þá safnaðist almúginn til samans í móti Lysimacho þá þeir gulllegu dýrgripir voru alla reiðu margir í burtu teknir. [ Þegar mannfjöldinn kom nú til samans og var mjög reiður þá brynjaði Lysimachus þrjú þúsund manna og vildi verjast með valdi og hann setti einn gamlan kyndugan höfuðsmann yfir þá. Þá borgarmennirnir sáu það gripu sumir steina, sumir sterkar stengur, sumir köstuðu ösku þeim í augu so að sumir af þeim urðu sárir og sumir með öllu niðurslegnir til jarðar og hinir aðrir hlupu í burt þaðan. Og þeir náðu kirkjureyfaranum við féhirsluhúsið.

Eftir það höfðu þeir hann fram fyrir réttinn og með því að kóngurinn var kominn til Tyro þá sendu þeir þrjá menn út af ráðinu að tjá fyrir honum þetta málefni að hann segði þar dóm yfir. En sem málið gekk á Menelaum þá hét hann að gefa Ptolomeo mikið fé ef hann fengi hann lausan af kónginum. [ Þá gekk Ptolomeus alleina til kóngsins upp á hans sal þar sem hann svalaði sér og taldi um fyrir kónginum so að hann lét Menelaum lausan sem var eitt upphaf til allrar ólukku og dæmdi það fátæka fólk til dauða hvert jafnvel í hja Tatrum hefði fundist og þótt saklaust vera. So urðu þeir saklausu líflátnir sem hið trúlegasta höfðu handtérað fólksins og musterisins málefni. Það misþóknaðist nokkrum í Tyrus og veittu þeim ærlegan gröft. En Menelaus var við sitt embætti fyrir tillögur nokkra magtarmanna í kóngsins garði sem gagn höfðu af honum og varð þess verri sem hann ver lengur og lagði á borgarna alls kyns ógæfu.