Ef að einhver fær sér konu og gjörir eiginorð við hana og hún finnur ekki síðan seinna meir náð fyrir hans augum fyrir einhvers óþokka sakir þá skal hann skrifa eitt skilnaðarbréf og fá það í hennar hönd og láta í burt fara af sínu heimili. [ Nær eð hún er so útfarin af hans húsi og gengur í burt og verður eins annars manns eiginkona og sá hinn annar maðurinn fær og einnin styggð til hennar og skrifar eitt skilnaðarbréf og fær það í hennar hönd og lætur hana í burt fara af sínu heimili, elligar so ef að sá hinn annar maðurinn deyr sem hana tók sér seinna til eiginnarkvinnu, þá má ekki hennar sá hinn fyrsti maðurinn sem hana lét í burt fara frá sér taka hana aftur til eiginkonu af því að hún er orðin óhrein, því að slíkt er smán fyrir Drottni, svo að þú skulir ekki gjöra það land syndugt sem Drottinn Guð þinn mun gefa þér til eignar.

Nær eð nokkur hefur tekið nú nýlega sér eiginkonu, sá skal ekki útdraga í stríð og engin þyngsl skulu honum áleggjast heldur skal hann vera frí í sínu heimili eitt ár um kring og sé glaður með sinni eiginkonu sem hann hefur tekið sér. [

Þú skalt ekki taka í pant þá undirkvernina né yfirkvernina því að hann setur þér þá sálina til panta.

Ef að sá finnst nokkur sem í burt stelur einni sálu frá sínum bræðrum Ísraelssonum og setur hana út eður selur hana, þá skal sá sami þjófur deyja að þú so í burt takir hið vonda frá þér. [

Vara þig við spitelskri sóttarplágu að þú haldir og gjörir með athygli allt það sem prestarnir og Levítarnir kenna þér, það skulu þér halda og gjöra sem þeir bjóða yður. [ Hugleið þú hvað Drottinn Guð þinn gjörði við Maríam á veginum þá eð þér fóruð af Egyptalandi.

Nær eð náungi þinn er skyldugur þér um nokkuð þá skalt þú ekki fara inn í hans hús til að pantsetja af honum neitt heldur skalt þú standa þar úti fyrir og hann sem þú hefur lánað nokkuð skal bera sinn pant út til þín. En ef hann er þurfandi þá skalt þú ekki leggja til svefns með hans pant heldur skalt þú fá honum sinn pant aftur nær eð sólin gengur undir so að hann megi sofa í sínum sængarklæðum og velsigna þig. [ Og það mun þér fyrir Drottni Guði þínum vera til réttlætis.

Þú skalt ekki halda inni hans kaupi hjá þér sem er nauðþurftugur og fátækur, hvert hann er af þínum bræðrum eður þeim útlendingum sem að eru í landinu hjá þér innan þinna portdyra, heldur skalt þú gjalda honum sitt verkkaup á björtum degi fyrr en sólin gengur undir. [ Því að hann er fátækur og skal þar með uppheldi veita sinni sálu so að hann kalli ekki til Drottins á móti þér og það sé þér reiknað fyrir synd.

Feðurnir skulu ekki deyja fyrir barnanna sakir og börnin ekki fyrir feðranna sakir, heldur skal hver deyja fyrir sína sjálfs misgjörð. [

Þú skalt ekki halda réttinum hins framanda og hins föðurlausa og þú skalt ekki taka neinn klæðnað ekkjunnar til panta. [ Því þér skal til hugar koma að þú vart einn þræll á Egyptalandi og Drottinn Guð þinn frelsaði þig þar í frá, hvar fyrir að ég býð þér að þú skulir so gjöra.

Nær eð þú hefur uppunnið þinn akur og hefur forgleymt einu bindini á akrinum þá skalt þú ekki snúa þér aftur til að sækja það heldur lát hinn framanda og hinn föðurlausa og ekkjuna eiga það so það Drottinn Guð þinn blessi þig í öllum handaverkum þínum. [ Nær eð þú hefur hrist þitt viðsmjörsviðartré þá skalt þú ekki hrista það oftar heldur skal sá hinn framandi og hinn föðurlausi og ekkjan eignast það.

Nær eð þú hefur upp plokkað þinn víngarð þá skalt þú ekki upplesa þar so naumlegana heldur skal sá hinn framandi og hinn föðurlausi og ekkjan eignast það. Og þér skal til hugar koma að þú vart einn þræll í Egyptalandi. Því býð ég þér að þú gjörir þetta.