XII.

Á því hundraðasta sextugasta og áttunda ári, þann fimmta dag aprilis, þá þessi sáttargjörð var samþykkt reisti Lysias til konungsins. [ Og Gyðingar gættu sinnar akurvinnu og næringar. En höfuðsmennirnir yfir þeim sömu takmörkum, Timotheus og Apollonius, sonur Apollonii hins göfga og Hieronymus og Demophon ásamt Nicanor höfuðsmanni í Cyprus, létu þá öngvan frið né hvíld hafa.

Og þeir í Joppen gjörðu eitt níðingsverk því að þeir tölöðu um fyrir þeim Gyðingum sem á meðal þeirra bjuggu að þeir skyldu stíga á eitt skip sem af þeim var tilbúið með þeirra kvinnum og börnum líka so sem að hefði þeir verið þeirra góðir vinir. [ Þá eð Gyðingar gjörðu nú þetta so sem að samþykkt var í staðnum og óttuðust öngvan ófrið og er þeir komu út á sjóinn þá drekktu þeir þeim öllum og þeir voru nær tvö hundruð persónur.

Þegar Júdas heyrði þetta hversu grimmlega þeir höfðu handtérað við hans bræður þá bauð hann sínum mönnum að vera uppi og kallaði til Guðs, þess réttláta dómara, og réðst í móti þeim sem myrt höfðu hans bræður og setti eld í borgarhliðin um nótt og uppbrenndi öll skipin og alla þá sem í borgarhliðinu voru drap hann með sverði. [ En af því að staðurinn var tilluktur þá reisti hann þar frá í þeirri meiningu að hann vildi snart aftur koma og niðurbrjóta staðinn.

Honum var og sagt að þeir í Jamnia hefði slíkt í sinni að gjöra þeim Gyðingum sem meðal þeirra bjuggu. [ Þar fyrir féll hann og einnin yfir þá um nótt og uppbrenndi þeirra borgarhlið og skip so að eldurinn sást til Jerúsalem hver eð þó liggur þar frá tvö hundruð og fjörutígir renniskeiða.

Eftir það reisti hann enn níu bæjarleiðir fram lengra í móti Timotheo. Þar mættu honum fimm þúsund Arabiar og fimm hundruð riddarar og áttu orrostu við hann og þar varð mikið manfall. En Júdas og hans lið hafði sigur fyrir guðlega hjálp. Og af því að þeir Arabiar féllu þá báðu þeir um frið og hétu að gefa honum kvikfé og veita honum einnin aðra hjálp. En Júdas hugsaði sem og satt var að þeir mundu mega vera honum nytsamlegir og gaf þeim grið. Og þá þeir höfðu það með fastmælum bundið reistu þeir heim aftur.

Hann féll og einnin yfir þá borg sem með bryggjum var vel umvernduð og tillukt með einum steinvegg, í hverjum stað að margra handa fólk byggði. [ Og staðurinn hét Kaspín. En borgarmenn treystu upp á sína sterku múrveggi og sínar miklar vistir og skeyttu ei Juda né hans mönnum, já þeir dáruðu hann þar að auk og löstuðu hann og formæltu hönum illa. Þá ákallaði Júdas og hans lið Drottin allrar veraldar, sá sem í Jósúa tíð um koll kastaði Jeríkó án allra stríðsvopna. Og þeir renndu að múrveggnum með grimmd og unnu staðinn og drápu óteljandi menn þar inni so að fiskivatnið sem þar lá í nánd og var tveggja renniskeiða breitt sýndist allt af blóði litað.

Eftir þetta drógu þeir enn lengra fram, sjö hundruð og fimmtígir bæjarleiðir, og komu til Tarha, til þeirra Gyðinga sem kallast Tubiani. En Timotheum fundu þeir ekki því að hann hafði haft sig þaðan erindslaust utan það hann hafði sest harðlega um einn stað. Þá tóku sig tveir höfuðsmenn upp af Macchabei selskap, sem var Dósíþeus og Sósípater, og drápu niður alla þá sem Timotheus hafði eftirlátið staðnum til verndar, meir en tíu þúsund kappa. [

Þá skipaði Macchabeus liði sínu og skipti því í nokkrar fylkingar og réðst í móti Timotheo hver eð hafði hundrað og tuttugu fótgönguliðs hjá sér og fimmtán hundruð riddara. [ En sem Timotheus formerkti að Júdas réðst í móti honum þá sendi hann börn og kvinnur og það sem ekki var duganlegt til stríðs í einn stað sem hét Karníon. [ Hann lá í fjallaklofum nokkrum so að hann varð ekki umkringdur. En sem hann fékk að sjá þá fyrstu fylking Macchabei þá féll ein hræðsla og ótti yfir óvinina af því að sá var í móti þeim og lét sig sjá sem alla hluti sér. Og þeir tóku til að flýja, einn hingað en annar þangað, svo að þeir sköðuðu og særðu sjálfa sig innbyrðis. En Júdas fylgdi fastlega á eftir og sló þá óguðlegu og drap af eim nær þrjátígi þúsundir manna. [

Og Timotheus kom í hendur þeim Dositheo og Sosipatro og bað þá mikillega að þeir slægi hann ekki í hel. Því að hann hafði marga af þeirra feðrum og bræðrum sem og einnin hefði drepnir verið hefði hann verið líflátinn. Þá hann hafði nú trúlega því lofað að hann vildi gefa þá lausa óskadda í tilsettan tíma þá létu þeir hann lausan vegna sinna bræðra. Eftir það reisti Macchabeus til Karníon og Atargasíon og drápu þar fimm og tuttugu þúsundir manna. [

Eftir þessa reisu og þennan bardaga reisti Júdas fyrir þann sterka stað Efron í hverjum Lysias var og fjöldi annars fólks. [ En þeir æskumenn sem fyrir staðnum vörðust drengilega það þeir höfðu skotvopn og verjur nógar. Þá kölluðu þeir til Drottins sá eð með valdi sundurbrýtur óvinanna styrkleika og unnu staðinn og drápu þar fimm og tuttugu þúsundir manna. [

Því næst reistu þeir þaðan til borgar þeirra Scytis sem liggur frá Jerúsalem sex hundruð skeiðarúm. En af því að Gyðingar þeir sem hjá þeim bjuggu báru þeim það vitni að þeir hefði alla vináttu sýnt þeim í þeirri áfellistíð. Þá voru þeir og við þá vinsamlegir og þökkuðu þeim þar fyrir, biðjandi þá að þeir og so framvegis væri góðviljaðir við þeirra fólk. Og þeir reistu so aftur til Jerúsalem og komu heim um sjálfa hvítasunnu.

En eftir hvítasunnu réðust þeir í móti Gorgia sem var höfuðsmaður þeirra Edómíta. [ Hann mætti þeim með þrjú þúsund fótgönguliðs og fjögur hundruð hesta. Og þá er þeir börðust þá féllu nokkrir Gyðingar. Og Dósíþeus, einn öflugur riddari af flokki Bacenoris, náði Gorgias og hélt í hans kyrtil og leiddi hann með valdi, viljandi að fanga hann lifandi. En einn riddari af Thracia renndi að honum og hjó af honum höndina so að Gorgias flýði þaðan til Moresa.

Nú sem Gorgias lið varðist lengi og neyð var fyrir höndum þá kallaði Júdas til Drottins að hann vildi hjálpa þeim og berjast fyrir þá. [ Og hann kallaði til síns fólks á herbesku og uppbyrjaði einn lofsöng. Þá sneri Gorgias lið á flótta óforvarandis. Og Júdas reisti með öllu sínu fólki í þann stað Oddollam. Og með því að hvítasunnuvika var þá hreinsuðu þeir sig eftir lögmálinu og héldu þar í sama stað þvottdaginn.

Annars dags þar eftir komu þeir til Júda að sækja þá inu framliðnu so sem siður er til og grafa þá hjá þeirra feðrum. Þá þeir nú klæðum felttu þá sem fallið höfðu þá fundu þeir hjá sérhverjum þeirra, næst klæðum, hnoss af skúrgoðum úr Jamnia, hvað Gyðingum var í lögmálinu fyrirboðið. Þá varð hverjum manni augljóst hvar fyrir þessir höfðu fallið. Og þeir gjörðu Guði þeim réttláta dómara þakkir, sá sem lét það leynda so opinbert verða, og báðu hann að hann ekki fyrir þessa synd afmáði þá alla. Og kappinn Júdas áminnti flokkinn huggunarsamlega að þeir skyldu gæta sín framvegis fyrir syndinni það þeir sæi þar fyrir sínum augum að þessir hefði vegna sinna synda í hel slegnir verið.

Því næst bað hann þá að leggja nokkurn peningastyrk til samans, tvö þúsund peninga silfurs. [ Það sendi hann til Jerúsalem til syndaoffurs. Og hann gjörði það vel og guðlega að hann gjörði minning upprisunnar. Því að hefði hann ekki vonað að þeir í hel slegnu mundu upp aftur rísa þá væri það til ónýtis og ein heimska að biðja fyrir þeim framliðnu. En af því hann hugsaði að þeir sem deyja í réttri trú eiga fagnaðar og sáluhjálpar að vænta þá hefur þetta verið ein góð og heilög meining. Því hefur hann og so beðið fyrir þessum framliðnum so að þeim yrði syndirnar fyrirgefnar.