XXXIX.

Og það skeði að Jerúsalem varð unnin. [ Því að á því níunda árinu Zedechia konungsins Júda á þeim tíunda mánaði kom Nabagodonosor konungurinn af Babýlon og allt hans herlið fyrir Jerúsalem og settust um hana. Og á því ellefta árinu Zedechia á þeim níunda degi hins fjórða mánaðar þá brutust þeir inn í staðinn og allir höfðingjarnir konungsins af Babýlon drógu þar inn og námu staðar undir Miðportinu sem voru þessir: Nergalsareser, Sangarnebó, Sarsekím hinn æðsti hirðsveinn, Nergalsareser hofmeistarinn og allir aðrir höfðingjar konungsins af Babýlon.

En sem Zedechias konungurinn Júda hann sá þá og hans stríðsfólk þá flýðu þeir um nótt út af staðnum í hjá þeim jurtragarðinum konungsins út um það leyniportið á millum tveggja múrveggja og drógu so út að eyðimörkinni. [ En herliðið þeirra Chaldeis sóttu eftir þeim og gátu gripið Zedechiam á því sléttlendinu hjá Jeríkó og fönguðu hann og höfðu hann til Nabúgodonosor konungsins af Babýlon til Riblat sem liggur í landinu Hemat. Hann sagði dóm yfir honum. Og konungurinn í Babýlon lét í hel slá börnin Zedechia fyrir hans augum í Riblat og aflífa alla höfðingjana Júda en á Zedechia þá lét hann stinga út augun og binda hann með járnviðjum og hann flutti hann so til Babýlon.

Og þeir Chaldei brenndu upp bæði konungsins hús og þau húsin borgarmannanna og niðurbrutu múrveggina Jerúsalem. En það hvað þar var til af fólkinu í staðnum og það annað hvað þar hafði til þeirra flúið þá flutti Nebúsaradan hershöfðingi alla saman hertekna til Babýlon. En á því minnaháttar fólkinu sem ekki neitt áttu til lét Nebúsaradan höfuðsmaðurinn í það sama sinn nokkra vera eftir í landinu Júda og gaf þeim víngarða, bæi og þorp.

En Nabúgodonosor kóngurinn af Babýlon hafði boðið Nabúsaradan höfuðsmanninum af Jeremia og sagt so: [ „Tak þú hann að þér og lát þína vernd yfir honum vera og gjör honum ekki neitt til vonda heldur gjör við hann eftir því sem hann beiðist af þér.“ Þá sendi Nebúsaradan höfuðsmaður og Nebúsasban æðsti hirðsveinninn, Nergalsareser sá hofmeistarinn og allir kóngsins höfðingjar af Babýlon og létu sækja Jeremiam úr fordyrum myrkvastofunnar og í hendur fengu hann Gedalja syni Ahíkam Safansonar að hann skyldi leiða hann í sitt hús og það hann skyldi vera hjá fólkinu. [

Orð Drottins var skeð og so til Jeremiam þá stund eð hann lá enn nú inniluktur í fordyrum myrkvastofunnar og sagði: „Gakk þú burt og seg til Ebed Melek Blámannsins: [ So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Sjá þú, eg vil láta mitt orð koma yfir þennan stað til ógæfu og til einskis góðs og þú skalt sjá það þann sama tíma. En eg vil frelsa þig í þann sama tíma, segir Drottinn, og þú skalt ekki verða því fólki að hlutskipti fyrir hverju þú hræðist því að eg vil hjálpa þér þar í frá so að þú skalt ei falla fyri sverði heldur skaltu þar í frá þínu lífi bjargað geta líka sem öðru hlutskipti af því að þú settir trú til mín, segir Drottinn.“