VII.

Eftir það gekk Jesús um Galileam því að hann vildi eigi ganga um Judeam af því að Gyðingar vildu í hel slá hann. [ Þá var og nálæg tjaldbúðarhátíð Gyðinga. Bræður hans sögðu þá til hans: „Tak þig upp og gakk til Júdalands so að þínir lærisveinar sjái þau verk er þú gjörir. Því að sannlega gjörir enginn sá nokkuð leynilega sem sjálfur hann eftirleitar kunnur að verða. Ef þú gjörir það þá opinbera þú sjálfan þig heiminum.“ Því hans bræður trúðu ei á hann.

Jesús sagði til þeirra: [ „Minn tími er eigi enn kominn en yðar tími er jafnan reiðubúinn. Heimurinn fær yður eigi hatað en mig hatar hann því að eg ber vitnisburð af honum það hans verk eru vond. Fari þér upp til hátíðardagsins, eg vil enn eigi fara upp til þessarar hátíðar það minn tími er enn eigi uppfylldur.“ En þá hann hafði sagt þeim þetta bleif hann samt í Galilea.

Nú sem hans bræður voru uppfarnir þá fór hann og sjálfur upp til hátíðarinnar, eigi opinberlega heldur so sem nokkuð á laun. Júðar spurðu að honum um hátíðina og sögðu: [ „Hver er hann?“ Og mikill krytur var í lýðnum um hann. Sumir sögðu: „Góður er hann“ en aðrir sögðu: „Nei, heldur leiðir hann lýðinn afvega.“ Enginn talaði þó bert um hann fyrir hræðslu sakir við Gyðinga.

En að hálfnaðri hátíðinni sté Jesús upp í musterið og kenndi. [ Júðar undruðust, so segjandi: „Hvernin veit hann Ritningarnar þar hann hefur þó eigi lært þær?“ Jesús svaraði þeim og sagði: „Minn lærdómur er eigi minn heldur hans sem mig sendi. Ef sá er nokkur sem gjöra vill hans vilja hann reynir hvert þessi lærdómur er af Guði eður hvert eg talaaf mér sjálfum. Hver sem af sjálfum sér talar sá leitar sinnar eiginnar dýrðar en hver hann leitar þess dýrðar sem hann sendi sá er sannur og ekker ranglæti er með honum.

Gaf Moyses yður eigi lög þó enginn yðar haldi lögin? [ Eður því sæki þér eftir að lífláta mig?“ Lýðurinn svaraði og sagði: „Djöfulinn hefir þú. Hver sækir til að lífláta þig?“ Jesús svaraði og sagði: „Eitt verk gjörða eg og það undri þér allir. Moyses gaf yður því umskurnarskírn, eigi það hún væri af Moyse komin heldur af forfeðrunum. Og þó umskeri þér manninn á þvottdegi. Nú ef maðurinn meðtekur umskurðarskírn á þvottdegi so að eigi brjótist Moyses lögmál. En þér reiðist þó við mig það eg gjörði allan manninn heilan á þvottdegi. Þér skuluð eigi dæma eftir yfirlitum heldur dæmið réttum dómi.“

Þá sögðu nokkrir af þeim sem voru af Jerúsalem: [ „Er það ekki sá sem þeir sóttu til að lífláta? Sjáið, nú talar hann opinberlega og enginn þeirra segir honum grand. Eða vita vorir höfðingjar það víst að þessi er sannur Kristur? En vér vitum þó hvaðan þessi er. Þá Kristur kemur veit enginn hvaðan hann er.“

Þá kallaði Jesús í musterinu, lærandi og so segandi: „Þér kennið mig og vitið hvaðan eg em. Og eg kom eigi af sjálfum mér heldur er hann sannorður sá mig sendi hvern þér þekkið eigi. En eg þekki hann því að eg em af honum og hann hefur sent mig.“ Þá sóttu þeir til að grípa hann en enginn lagði þó hendur á hann því að eigi var hans tími enn kominnn. Margt af fólkinu trúði á hann og sögðu: „Þá Kristur kemur mun hann nokkuð gjöra fleiri teikn en þessi gjörir?“

Þá Pharisei heyrðu nú lýuðinn krytja þetta um hann þá sendu prestahöfðingjar og Pharisei þénara út að þeir handtæki hann. Jesús sagði þá til þeirra: „Litla stund eg em enn hjá yður og þá fer eg til hans sem mig sendi. Þér leitið mín og finnið mig eigi og þar sem eg er þangað fái þér eigi að koma.“ Þá sögðu Gyðingar sín á milli: „Hvert vill hann fara so að vér finnum hann eigi? Eður vill hann ganga í sundurdreifing heiðinna manna og læra þar heiðnar þjóðir? Hvernin er sú ræða sem hann sagði: Þér leitið mín og finnið eigi og þar sem eg er þangað fái þér eigi að koma?“

Á síðasta degi hinnar miklu hátíðar stóð Jesús upp og kallaði, so segjandi: [ „Ef nokkurn þyrstir komi hann til mín og drekki. Hver hann trúir á mig, so sem Ritningin segir: Af hans kviði skulu framfljóta vötn lifanda vats.“ En þetta sagði hann af þeim anda hvern þeir skyldu meðtaka sem á hann tryðu. Því að heilagur andi var þá ei (útgefinn) af því að Jesús var enn eigi auglýstur.

Og margir af lýðnum sem heyrðu þessa hans ræðu sögðu: „Þessi er sannur spámaður.“ Aðrir sögðu: „Hann er Kristur.“ En sumir sögðu: „Skal Kristur nokkuð koma af Galilea? Segir eigi Ritningin að Kristur komi af Davíðs sæði og úr kastalanum Betlehem þar sem Davíð var?“ Líka so varð ein misgreining með fólkinu. En nokkrir af þeim vildu hafa gripið hann en enginn lagði þó hendur á hann.

Þénararnir komu aftur til Phariseis og prestahöfðingjanna og þeir sögðu þá til þeirra: [ „Því höfðu þér hann eigi hingað?“ Þénararnir svöruðu: „Þar hefur aldrei nokkur maður so talað sem þessi maður.“ Þá svöruðu Pharisei þeim: „Eða eru þér og villtir? Trúir nokkur höfðingjanna eður af Phariseis á hann? Heldur það fólk sem ekkert veit af lögmálinu og bölvað er.“ Nikódemus sagði þá til þeirra, sá sem kom til hans um nótt, hver eð einn var af þeim: „Dæmir vort lögmál nokkuð manninn nema hann sé fyrri rannsakaður og sé vitað hvað hann gjörir?“ Þeir svöruðu og sögðu til hans: „Ertu einn af Galileis? Rannsaka þú og skoða það af Galilea mun ei spámaður upprísa.“ Og hver gekk heim til sinna húsa.