Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Bjóð þú Ísraelissonum að þeir láti út af herbúðunum alla spitelska menn og alla þá sem hafa rauðlitaða afrás og þá sem eru óhreinir orðnir af nokkru dauðu líki, bæði menn og kvinnur, þá skulu þér reka út fyrir herbúðirnar so þeir saurgi ekki þeirra herbúðir, í hvörjum ég bý á meðal þeirra.“ [ Og Ísraelissynir gjörðu so og létu þá út fyrir herbúðirnar, sem Drottinn hafði boðið Móse.

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú til Ísraelissona og seg þú til þeirra: Þegar nokkur maður eða kvinna brýtur nokkuð í móti öðrum og syndgast þar með í móti Drottni þá er sú sál sökuð. [ Og þeir skulu játa sína synd þá sem þeir hafa gjört og þeir skulu forlíka sína skuld með höfuðsummunni og skal yfir leggja þann fimmta part þar til og gefa honum sem þeir hafa á móti gjört. En sé þar enginn sem þann betaling meðtekur þá skal það gefast Drottni og er prestsins, að undanteknum þeim forlíkunarhrút með hvörjum hann blífur forlíktur. So skal og hvört upplyftingaroffur af öllu því sem Ísraelissynir helga og offra prestinum heyra honum til. Og ef einhvör gefur prestinum nokkuð þá skal það og heyra honum til.“

Og Drottinn talaði við Mósen og sagði: „Tala þú við Ísraelissonu og seg til þeirra: Ef nokkurs manns eiginkvinna víkur frá sínum manni og misgjörir við hann og einhvör liggur með henni, en er þó hulið fyrir mannsins augum og er dulið fyrir honum að hún sé saurguð og hann getur ekki sannað það uppá hana, því að hún er ekki gripin í þeim gjörningi, og vandlætingarandi uppæsir manninn so að hann er vandlátur um sína kvinnu, hvort sem hún er saurug eða ósaurug, þá skal hann leiða hana til prestsins og færa eitt offur fyrir henni, eirn tíunda part af efa byggmjöl, og ríði þar öngvu oleo á, eigi heldur leggi reykelsi þar uppá, því það er eitt vandlætisoffur og skýrsluoffur rannsakandi misgjörninginn. [

Síðan skal presturinn hafa hana fram og leiða hana fyrir Drottin og hann skal taka af því helgu vatni í einu leirkeri og duft af gólfi tjaldbúðarinnar og kasta í vatnið. Og hann skal leiða kvinnuna fyrir Drottin og láta han vera berhöfðaða og leggja skýrsluoffrið, sem er eitt vandlætisoffur, uppá hennar hönd. Og presturinn skal hafa beiskt, bölvað vatn í sinni hendi og særa kvinnuna og segja til hennar: Hafi enginn maður legið með þér og ert þú ekki hlaupin frá þínum manni að þú hefur so saurgað þig þá skal þetta beiska, bölvaða vatn ekki skaða þig.

En sértu hlaupin frá þínum manni og þú ert saurguð og hafi nokkur maður legið með þér annar en þinn maður, þá skal presturinn færa kvinnuna með eirnri þvílíkri særingu og segja til hennar: Drottinn gefi þig til bölvanar og til eins eiðs á meðal þíns fólks so að Drottinn láti þínar lendar fúna og þinn kvið uppbólgna. So gangi nú þetta bölvaða vatn í þinn kvið so að inn kviður bólgni og þínar lendar fúni. Og konan skal segja: Amen, amen. [

Síðan skal presturinn skrifa þetta bölvan uppá eitt blað og þvo það af með því beiska vatni og skal gefa konunni af því beiska og bölvaða vatni að drekka. Og sem það beiska og bölvaða vatn er komið í hana þá skal presturinn taka það vandlætisoffur af hennar hendi og veifa því fyrir Drottni til eins matoffurs og offra því yfir altarið, sem er hann skal taka eina hönd fulla af matoffri til hennar skýrsluoffurs og upptendra það á altarinu og eftir það gefi hann konunni vatnið að drekka. Og sem hún hefur drukkið vatnið, sé hún þá óhrein og hafi misgjört í móti sínum manni þá skal það bölvaða vatn fara í hana og vera henni beiskt svo hennar kviður skal uppbólna og hennar lendar fúna. Og sú kona skal vera bölvöð á meðal síns fólks. En sé sú kvinna ekki óhrein heldur hrein þá skal það ekki skaða hana og mun hún ekki vera óbyrja.“

Þetta er vandlætislögmál nær ein kvinna víkur frá sínum manni og verður óhrein, eða ef eirn vandlætingarnadi uppkveikir manninn að hann vandlætir um sína kvinnu so hann leiðir hana fyrir Drottin og presturinn gjörir henni allt þetta eftir þessum lögum. So skal maðurinn vera saklaus í þessum misgjörningi en konan beri sinn misgjörning.