Að aftni komu tveir englar til Sódóma. Lot sat í borgarhliði. Og er hann leit þá þá stóð hann upp í móti þeim og féll fram fyrir þeim til jarðar og sagði: „Sjáið, eg bið, herrar, komið inn með mér í hús yðars þénara og verið hér í nótt og látið þvo yðar fætur, so megi þið vera árla uppi og ferðast ykkarn veg.“ Þeir svöruðu: „Nei, heldur viljum við vera úti á strætum í nótt.“ Þá neyddi hann þá mjög þar til so þeir gengu inn með honum og komu í hans hús. [ Og hann gjörði þeim eina máltíð og bakaði ósýrðar kökur og þeir neyttu.

En fyrr en þeir færi í sængur þá komu borgarmenn Sódómastaðar, ungir og gamlir, allur lýður af öllum áttum, og slógu hring um húsið, útkölluðu Lot og sögðu til hans: „Hvar eru þeir menn sem komu til þín í kveld? Leið þá út til vor so vér megum kenna þeirra.“ [

Lot gekk út fyrir dyrnar til þeirra og lét aftur dyrnar eftir sér og sagði: „Kærir bræður, gjörið ekki svoddan glæp. Sjá, eg hefi tvær dætur sem enn nú hafa ekki mann þýðst, eg vil leiða þær út til yðar, gjörið við þær hvað yður lystir. Með því að þér gjörið þessum mönnum ekkert, því að þar fyrir eru þeir hér inngengnir undir skugga míns húsaþaks.“ En þeir svöruðu: „Far burt þú héðan.“ Og enn aftur: „Þú ert einn útlendur maður hér og viltu dæma oss. Nú vel, vér viljum kvelja þig framar en þá.“

Og þeir brutust hart inn á þann mann Lot. Og sem þeir hlupu til og vildu brjóta dyrnar upp seildust mennirnir út og tóku Lot inn til sín og luktu dyrnar aftur. [ En þeir menn sem voru fyrir dyrunum urðu slegnir með blindleika, bæði smáir og stórir, so lengi þeir urðu þreyttir og fundu hvörgi dyrnar.

Þá mæltu mennirnir við Lot: „Ef þú hefur nokkurn mág, sonu eða dætur, eður nokkurn þér vandabundinn í staðnum þá lát þá fara héðan, því við skulum afmá þennan stað, því að þeirra hróp er mikið fyrir Drottni. Hann sendi oss hingað að fordjarfa þá.“ Lot gekk í burt og talaði við sína biðla dætra sinna og sagði: „Standið upp og gangið út af þessum stað því að Drottinn vill fordjarfa þennan stað.“ En þeim virtist hans ræða gamanyrði.

Og þá eð dagaði buðu englarnir Lot að flýta sér og sögðu: „Tak þína konu og þínar tvær dætur sem þú átt, so að þú fyrirfarist ekki í syndum þessa staðar.“ Og sem hann seinkaði þá tóku mennirnir í hendur honum og hans kvinnu og hans tveimur dætrum, því að Drottinn vildi vægja honum, og leiddu hann út og létu hann út fyrir staðinn.

Og þá hann hafði leitt hann út þá sagði hann: „Frelsa önd þína og lít ei aftur á bak og nem hvergi staðar í þessu héraði. Far á fjall upp og hjálpa þér þar so þú fyrirfarist eigi.“ Þá sagði Lot til þeirra: „Eigi so minn herra. Sjá, með því þinn þénari hefur fundið náð fyrir þínu augliti að þú vildir þá mikla þína miskunnsemi þá þú hefur nú veitt mér í því að þú vildir láta mig halda lífi. Eg kann ekki að hjálpast á þessu fjalli því kann ske að mér verði nokkuð vont so eg megi deyja. Sé, hér er einn staður eigi langt héðan, til hans get eg flúið, og er lítill, þar vil eg hjálpa mér, þó hann sé lítill, að eg megi halda mínu lífi.“

Þá sagði hann til hans: „Sjá, eg hefi nú veitt þér þessa þína bæn, að eg vil ekki umturna þeim stað sem þú hefur talað um. Flýt þér þangað og forða þér þar, því að eg kann ekkert að gjöra fyrr en þú ert þar inn kominn.“ Þar fyrir kallast sá staður [ Sóar. Og sólin var upprunnin yfir jörðina þá Lot kom inn í Sóar.

Þá lét Drottinn rigna eldi og brennisteini frá Drottni af himnum yfir Sódóma og Gómorra og umturnaði þeim stöðum og öllu því héraði og öllum innbyggjurum staðanna og öllu því sem í landinu vaxið var. [ Og hans kvinna leit aftur á bak og varð að saltsteini.

Abraham tók sig upp snemma morguns og fór til þess staðar sem hann hafði áður staðið fyrir Drottni og sneri sínu andliti í mót Sódóma og Gómorra og leit yfir allt land þeirra héraða, og sjá þú, þar uppgekk einn reykur af landinu þvílíkast sem reykur af ofni. Því þá Guð umturnaði þeim stöðum og þeirra endimörkum þá minntist hann á Abraham og leiddi Lot af þeim borgum sem hann eyðilagði þar sem Lot var búandi. Og Lot fór af Sóar og dvaldist á fjallinu með sínum tveimur dætrum, því hann óttaðist að vera í Sóar, og var í einum hellir með sínum báðum dætrum.

Þá sagði sú eldri til þeirrar yngri: „Okkar faðir er hniginn á efra aldur og þar er enginn maður eftir orðinn á jörðu sem leggjast megi með okkur eftir veraldarinnar plagsið. Þar fyrir kom þú og gefum föður okkar vín að drekka og sofum hjá honum so við megum kveikja kyn af okkrum föður.“ So gáfu þær honum vín að drekka þá sömu nótt. Og sú en eldri gekk inn og svaf með sínum föður. En hann vissi ekki af þá hún lagði sig og ekki þá hún uppstóð.

Um morguninn sagði sú eldri til hinnar yngri: „Sjá þú, í gær svaf eg með mínum föður, við viljum og so á þessari nóttu gefa honum vín að drekka so þú megir fara inn og sofa hjá honum, að við mættum kveikja kyn af okkrum föður.“ Og þær gáfu sínum föður vín á þeirri nóttu að drekka. Og sú yngri dótturin gekk inn og svaf með honum. Og hann vissi ekki til þá hún lagði sig og ekki þá hún uppstóð.

So fengu báðar dætur Lots getnað af sínum föður. Og sú eldri fæddi einn son, þann kallaði hún Móab. [ Af honum komu þær þjóðir er Moabite kallast allt til þessa dags. Sú yngri fæddi einn son, þann kallaði hún Ammón, af honum komu Ammóns synir allt til þessa dags. [