VI.

Son minn, ef þú gengur í borgun fyrir náung þinn þá forbindur þú þínar hendur hjá framandi manni, þú ert forbundinn með orðum munns þíns og fanginn með þinni eigin ræðu. [ Svo gjör þú svo sem eg segi þér, son minn: Leystu þig því að þú ert kominn í hendur þínum náunga, skunda þú, þreng og neyð þínum náunga, lát þín augu ekki sofa né augabrár þínar syfja, frelsa þig svo sem einn hjörtur frá hendinni og so sem einn fugl af fuglafangarans hendi.

Þú hinn lati, far þú til maursins og umskyggn hans vegu so þú verðir hygginn. Þó hverki hafi hann höfðingja, yfirboða né herra tilreiðir hann þó sér fæðslu á sumartíma og safnar því á kornskurðartíma sem hún skal neyta. Þú hinn lati, hversu lengi viltu liggja? [ Hvenær viltu standa upp af þínum svefni? Já, sofðu en nokkuð lítið, legg saman augun litla stund og þínar hendur að þú enn nokkuð lítið sofir! So mun fátæktin yfirkalla þig sem annar vegfarandi maður og eymdin sem einn alvopnaður maður.

Einn skálkur er skaðsamlegur, hann gengur með [ rangsnúnum munni, bendir með augunum, teiknar með fótunum, vísar með fingrunum, stundar ávallt nokkuð illt og fráleitt í sínu hjarta og kemur upp um þrætur. Þar fyrir mun hans óhamingja að honum óvörum koma, hann mun hastarlega sundurmarinn verða svo þar verður engin hjálp.

Þessa sex hluti hatar Drottinn og hinn sjöundi er fyrir honum andstyggilegur: [ Drambsöm augu, falska tungu, hendur þær eð úthella saklausu blóði, hjarta það sem umgengur með vondum hrekkjum, fætur þá sem fljótir eru til skaðræðis, falsvott þann sem djarflega framber lygi og hann sem er bræðra á meðal reisir sundurþykki.

Son minn, geym þú boðorð föður þíns og forlát ekki þinnar móður lögmál, bittu þau saman í hjarta þér og heng þau um háls þér so að þau leiði þig þá þú gengur og gæti þín þá þú sefur og skrafir um þau þá þú vaknar. Því boðorðið er skriðljós og lögmálið er eitt ljós og hirting og tyttan er lífsins vegur, upp á það þú verðir varðveittur frá illri konu og fyrir mjúkri tungu þeirrar inu annarlegu.

Girnstu ekki hennar fegurð í þínu hjarta og forgríp þig ekki á hennar augnabrám því að skækjan svíkur af einu brauði en eiginkona hertekur mannsins dýrmætt líf.

Kann og nokkur að halda eldi í skauti sínu svo hann brenni ei sín klæði? Hvernin skal maður nokkur ganga á eldsglóðum svo hans fætur brenni ekki? Svo gengur og þeim sem til síns náungs konu gengur, sá er enginn saklaus sem hana snertur.

Það er einum þjóf ekki svo mikil skömm nær hann stelur til að seðja sína önd ef hann er hungraður. Og þá hann verður uppvís geldur hann það sjöfalt aftur og gefur út sér til frelsis allt það hann á í sínu húsi. En sá sem drýgir hórdóm með nokkri konu, hanne r heimskur, hann færir sitt líf í glötun, þar með kemur á hann skömm og lýti og hans brígsli mun ei afmáð verða. Því að mannsins grimmd vandlætir og þyrmir ekki á hefndartímanum og álítur öngvar persónur þær eð forlíka og meðtekur eigi þótt þú allt til reiðu vildir mikið gefa.