V.

Vakta þinn fót nær þú gengur til Guðs húss og kom so þú kunnir að heyra. [ Það er betra en fávíss manns offur því að þeir vita ekki hvað vont þeir gjöra.

Vert ekki fljótur með þínum munni og lát þitt hjarta ekki hasta sig að tala nokkuð fyrir Guði. Því að Guð hann er á himnum uppi en þú hér á jörðu niðri, þar fyrir láttu þín orð vera fá. Því hvar mikil sorg er þar eru margir draumar og sá sem hefur mörg orð má merkjast fyrir fávísan og heimskan þuss.

Nær þú heitir á Guð og lofar honum nokkru þá tef þú ekki að efna það því á fávisku hefur hann öngva þóknan. [ Hverju sem þú lofar þá haltu það. Betra er að lofa öngvö en að halda ekki það maður lofar.

Leyf ekki þínum munni að láta syndga þitt eigið hold og seg ekki fyrir [ englinum: Eg er saklaus. Annars má Guð styggjast yfir þinni raust og fyrirdæma allan gjörning þinna handa. Hvar eð margir draumar eru þar eru mörg hégómaorð en óttast þú Guð.

Ef þú sér að hinn fátæki líður órétt en rétturinn og réttlætið raskast í burtu úr landinu þá undrast þú ekki það uppsátur því þar er einn hár geymari yfir hávum og þó eru enn hærri yfir þeim báðum. Þar yfir er kóngur í öllum löndum til að arfiða akurinn.

Hver eð elskar auðæfi sá verður aldrei saddur og sá sem elskar ríkidæmið hann fær ekkert gagn þar út af. Og það er einnin hégómi. Því hvar mikið góss er þar eru margir eyðslumenn og hvað gagnast það þeim sem það hefur utan hann sér þar upp á með augunum? Sá sem arfiðar honum er svefninn sætur, hvert heldur hann etur mikið eða lítið, en fylli hins ríka lætur hann ekki sofa.

Það var ein vond plága sem eg sá undir sólunni að hver hann heldur sínum ríkdómi sér sjálfum til skaða. Því sá hinn ríki mun fyrirfarast með stórri eymd og þó hann hafi átt einn son þá kemur ekki par í hans hendur. Líka sem hann kom nakinn frá sinni móður svo skal hann og í burt aftur fara héðan sem hann hingað kom og hann tekur ekki par í sína hönd með sér af sínu arfiði nær hann í burtu fer. [ Og það er ein vond plága að hann verður í burt að fara líka sem hann kom. Hvað hjálpar honum það þó að hann hafi arfiðað svo sem í vind? Alla sína lífsdaga hefur hann etið í myrkri og í stórum áhuga, sorg og sjúkdómi.

Svo virðist mér nú það gott vera og svo prýðilegt nær mann etur og drekkur og er glaður í öllu sínu arfiði sem hann gjörir undir sólunni í öllum sínum lífdögum af því sem Guð gefur honum því það er hans hlutskipti. [ Því hverjum þeim manni sem Guð gefur ríkdóm og auðæfi, þar með megn til að eta og drekka þar af eftir sínu hlutskipti og er ætíð með glaðværu geði í öllu sínu erfiði, það er ein Guðs gáfa. Því hann þenkir ekki mikið á eymd þessa lífs því að Guð gleður hans hjarta.