III.

Og Salómon tók til að byggja Drottni hús í Jerúsalem á fjallinu [ Moría þar sem Davíð hans föður var tilvísað, þar sem Davíð hafði fyrirbúið í lauagarði Arnan Jebusiter. [ Og hann hóf að byggja annan dag í þeim öðrum mánuði á fjórða ári síns ríkis. Og Salómon lagði so grundvöllinn til að byggja Drottins hús, fyrst lengdina sextígi álna og breiddina tuttugu álna og forhúsið jafnt við breiddina á húsinu var tuttugu álna langt en hæðin var hundrað og tuttugu álna. Og hann bjó það innan af kláru gulli.

En það stóra hús þakti hann með grenitré og bjó það með það besta gull og gjörði þar upp á pálmavið og svo sem keðjur samfastar hverjar við aðra. Hann setti húsið með gimsteina til prýði. Og gullið var það skírasta og hann sló bitana utan til og veggina og dyrnar með gull og hann lét útskera kerúbím á veggjunum.

Hann gjörði og hús þess allrahelgasta hvers lengd eð var tuttugu álna eftir hússins breidd, það var og tuttugu álna breitt, og bjó það með það allra besta gull, nær sex hundruð centener. [ En til saums fékk hann þeim tuttugu siclos gulls að vigt. Hann sló og svo salina með gull.

Hann lét og gjöra í húsi þess allrahelgasta tvo kerúbím útskorna og forgyllti þá. En lengdin vængjanna á kerúbím voru tuttugu álnir so að hver vængur var fimm álnir og tók að húsveggnum. Og sá annar vængur var fimm álna og tók að hinum öðrum vængnum kerúbím. Svo hafði og sá annar kerúbím einn væng fimm álna langan og tók að hússins vegg en annar vængur, einnin fimm álna langur, kom við vænginn á öðrum kerúbím, so að þessir vængir kerúbím voru útbreiddir tuttugu álna langir að lengd. Og þeir stóðu á sína fætur og þeirra andlit snerist fram í húsið.

Hann gjörði og eitt fortjald af skarlati, purpura og guðvef og gjörði kerúbím þar upp á. [ Hann gjörði og tvo stólpa fyrir húsinu, fimmtán og tuttugu álna að hæð, og knappa þar ofan á, fimm álna. [ Hann gjörði og hlekkjagjörning til kórsins og festi þá ofan á stólpana og hann gjörði hundrað granataepli og festi þar á hlekkjagjörninginn. Og hann uppreisti stólpana fyrir framan musterið, þann eina hægramegin en þann annan vinstramegin, og kallaði þann sem hægramegin var Jakín en þann sem var til vinstri handar Bóas.