Og Drottinn sagði til Nóa: „Gakk inn í örkina, þú og allt þitt [ hús, því að eg hefi séð þig réttlátan fyrir mér á þessum tíma. Tak inn til þín af allsháttuðum hreinum kvikindum sjö og sjö, kallkyns og kvenkyns. En af óhreinum kvikindum ei meira en eitt par, kallkyns og kvenkyns. Líka so af fuglum loftsins sjö og sjö, kallkyns og kvenkyns, so að sæði blífi lifandi á allri jörðu. Því að eftir sjö daga vil eg láta rigna á jörðina í fjörutígir daga og fjörutígir nætur og afmá af jörðunni allt það sem nokkra veru hefur og eg hefi gjört.

Og Nói gjörði alla hluti so sem Drottinn bauð honum. [ Nói var sex hundruð ára gamall þegar vatsflóðið kom yfir jörðina. Og hann inngekk í örkina og hans synir, hans kvinna og hans sonarkvinnur, fyrir vatsflóðið. Svo og gengu inn í örkina til Nóa af hreinum og óhreinum kvikindum, af fuglum og allsháttuðum skriðkvikindum sem voru á jörðu pörum saman, kallkyns og kvenkyns, eftir því sem Guð Drottinn hafði boðið honum. Og þá þeir sjö dagar voru liðnir þá kom vatsflóðið yfir jörðina.

Þá Nói var sex hundruð ára gamall, á þeim seytjánda degi í öðrum mánuði, á þeim degi uppspruttu allir uppsprettubrunnar hins mikla undirdjúps og [ himnaraufarnar opnuðust og þar rigndi á jörðina í fjörutígir daga og fjörutígir nátta.

Rétt á þeim sama degi gekk Nói inn í örkina með sínum sonum, Sem, Kam og Jafet, og með sinni kvinnu og sínum þremur sonarkvinnum, þar með allra handa dýr, hvert eftir sínu kyni, og allra handa skriðkvikindi jarðar og allra handa fénaður eftir sínu kyni og allra handa fuglar eftir þeirra kyni, allt það sem flogið gat og vængi hafði, þetta gekk allt inn í örkina til Nóa pörum saman af öllu holdi í hverju að lífs andi var. Og það var kallkyns og kvenkyns af allskyns holdi sem inngekk í örkina, so sem Guð hafði boðið honum. Og Drottinn lét aftur eftir honum.

Og vatsflóðið kom yfir jörðina í fjörutígir daga. [ Og vatnið óx og upplyfti örkinni hátt yfir jörðina. So uxu nú vötnin og gengu yfir allt á jörðunni, svo að örkin flaut á vatninu. Og vötnin gengu yfir alla jörðina og urðu so mikil að öll stór fjöll undir öllum himninum voru í kafi. Fimmtán álnum gekk vatnið hærra yfir fjöllin þau sem í kafi voru. Þá fyrirfórst allt hold það sem hrærðist á jörðunni af fuglum og fénaði, skógdýrum og af öllum skriðkvikindum jarðarinnar, og allir menn. Og allt það sem hafði lifandi anda á þurru, það drapst. Þannin varð afmáð allt það sem á jörðunni var, bæði menn og fénaður, skriðkvikindi og fuglar loftsins, það varð alltsaman afmáð af jörðunni. Nói alleina varð eftir og það hvað í örkinni var meður honum. Og vatnið stóð yfir jörðunni í hundrað og fimmtígir daga.