LX.

Gjör þig reiðubúna, Jerúsalem, og ver björt því að þitt ljós kemur og dýrð Drottins upprennur yfir þér. [ Því sjá þú, myrkrin hylja jörðina og dimmuþokan þjóðirnar en yfir þér upprennur Drottinn og hans dýrð sést yfir þér.

Og heiðnar þjóðir munu ganga í þínu ljósi og kóngarnir í þeirri birtunni sem yfir þér upprennur. Lyft upp þínum augum og lít umhverfis kringum þig: Þessir allir samansafnaðir koma til þín. Synir þínir munu koma úr fjarlægð og dætur þínar munu hjá hliðinni uppfóstrast. Þá muntu sjá þína lysting og útbrjótast og þitt hjarta mun undrast og [ útbreiða sig nær eð sá múgafjöldinn við sjóinn mun snúast til þín og þá eð sú magtin heiðinna þjóða kemur til þín. [ Því að sá fjöldinn úlfaldanna mun hylja þig, þeir hlauparar úr Madian og Efa, allir af Saba munu koma, færandi gull og reykelsi og kunngjörandi lof Drottins. Allar hjarðir í Kedar skulu til þín safnaðar verða og hrútarnir Nebajót skulu þér þjóna. Þeir skulu upp á mínu þægilegu altari offraðir verða því að eg mun prýða húsið minnar vegsemdar.

Hverjir eru þeir eð fljúga sem skýin og so sem dúfurnar til sinna vindglugga? [ Þær eyjarnar væntu mín og skipin sjávarins fyrir langri ævi so að þeir færi hingað þín börn úr fjarlægð meður þeirra gulli og silfri, nafninu Drottins Guðs þíns og þeim heilaga í Ísrael sem þig hefur vegsamlega gjört. Framandi munu uppbyggja þína múrveggi og þeirra kóngar munu þér þjóna. Því að í minni reiði hefi eg slegið þig og í minni líknsemi em eg þér miskunnsamur. Og þínar dyr skulu með jafnaði opnar standa og hverki um daga né nætur afturlátnar verða so það magtin heiðinna þjóða sé til þín höfð og það þeirra kóngar verði hingað leiddir. Því að hverjar þær þjóðir eður þau kóngaríki sem ekki vilja þér þjóna þá skulu fyrirfarast og þær þjóðir foreyddar verða. [ Fegurðin Líbanons skal í þig koma, grenið, beykið, bosbumit, eitt með öðru til að prýða þann staðinn míns helgidóms. Því að eg mun þann staðinn minna fóta vegsamlegan gjöra.

So líka einnin skulu þeir bjúgir til þín koma sem þér hafa niðurþrykkt og þeir allir sem þig hafa lastað munu krjúpa til þinna fóta og munu kalla þig borg Drottins, þá Síon Hins heilaga í Ísrael. Því þar fyrir að þú varst yfirgefin og að hatri höfð og þar var enginn sá að gengi um þig þá mun eg þig að fegurðarskrauti gjöra eilíflegana og til fagnaðargleði um aldur og ævi so að þú skalt mjólkina útsjúga af heiðnum þjóðum og kónganna brjóst skulu þér mjólk gefa so að þú vitir það eg em Drottinn, þinn frelsari, og eg sá Hinn voldugi í Jakob sé þinn endurlausnari.

Eg mun láta koma gull í staðinn látúnsins og silfur í staðinn járnsins og messing í staðinn trésins og járn í staðinn grjótsins. Og eg mun gjöra það að þínir forstjórar skulu friðinn kenna og þínir fyrirsjónarmenn réttlætið prédika. Þar skulu engin rangindi lengur heyrast í þinni landeign og engin skaðsemd né fordjörfun í þínum takmörkum heldur skulu þínir múrveggir hjálpræðið og þínar dyr forprís kallast.

Sólin skal ekki skína þér daginn lengur og birtan tunglsins skal ekki lýsa þér heldur mun Drottinn sjálfur vera þitt eilíft ljós og þinn Guð hann mun vera þín vegsemd. [ Þín sól mun ekki meir undirganga né þitt tungl birtuna missa því að Drottinn mun vera þitt eilíflegt ljós og dagarnir þinnar hörmungar skulu einn enda hafa. Og þitt fólk skal allt vera réttferðugt og mun jarðríkið eignast eilíflegana svo sem aðalkvistir minnar rótfestingar og verk minna handa, mér til dýrðar. Út af þeim minnsta skulu þúsund verða og út af þeim smæstu eitt voldugt fólk. Eg Drottinn mun slíku á sínum tíma snarleg til vegar koma.