VII.

En Salómon uppbyggði sitt hús í þrettán ár og fullkomnaði það með öllu. [ Hann byggði eitt hús af Líbanonskógi, hundrað álna langt, fimmtígi álna breitt og þrjátígi álna hátt,

og lagði bita og bjálka á stólpana á fjórum skipönum sedrusviðarstólpa. [ En þar yfir (lagði hann) eitt herbergi af sedrus á þá sömu stólpa sem voru fimm og fjörutígir, já fimmtán í hverri skipan.

Og þar voru gluggar þrísettir hvorir í mót öðru, þrír í móti þrimur, og þeir voru ferskeyttir á hvern veg.

Hann byggði og eitt forbyrgi með stólpum, fimmtígir álna langt og þrjátíu álna breitt, og enn eitt forbyrgi fyrir framan þetta með stólpum og þykkvum bitum. [

Hann byggði og einn málstefnusal að sitja dóma úti og þiljaði hann í rjáfur og í gólf með sedrusviðartrjám. [

Hann gjörði og so sínu húsi eitt forbyrgi bak við salinn, með sama hagleik smíðað.

Hann gjörði og svo eitt hús líka sem salinn handa pharaonisdóttur, hverja Salómon hafði tekið sér til eiginkvinnu.

Í öllum þessum húsum voru kostulegir steinar, úthöggnir eftir réttum skammt og máta upp á allar síður, neðan frá grundvelli og upp undir þakið, þar til og sá stóri garður utan til. [ En grundvöllurinn var og svo af kostulegum og stórum steinum, tíu og átta álna að vexti og það voru kostulega úthöggnir steinar eftir réttum skammti og sedrusviðir. En sá stóri garður hafði allt um kring þrjár raðir úthöggvinna steina og eina röð af sedrusfjalviðarþili eins og sá garður hjá Drottins húsi innan til og sá salur sem stóð hjá húsinu.

Og kóng Salómon sendi út og lét sækja Híram af Thiro hver eð var sonur einnrar ekkju af ætt Neftalím og hans faðir hafði verið einn maður af Thiro. [ Hann var einn smiður og frábær hagleiksmaður á kopar, fullur af vísdómi, skilningi og kunnáttu að smíða allra handa smíði af málmi. Og sem hann kom til Salómons kóngs smíðaði hann allar hans smíðar.

Og hann gjörði tvo koparstólpa, átján álna hávan hvorn fyrir sig, og einn þráður tólf álna vafðist um hvorn stólpa. Og hann gjörði tvo hnappa steypta af kopar og setti þá ofan á stólpana og hvor hnappur var fimm álna hár. Og þar var upp á hvorum hnappi ofan á stólpunum sjö laufviðastrengir fléttaðir líka sem hlekkir. [ Og hann gjörði á hvorum hnappi tvær raðir með granataepli rétt um kring á einu bandi sem hnappurinn var búinn með. Og hnapparnir voru líka sem rosa fyrir salnum, fjögra álna stórir. En granataeplin voru tvö hundruð í röðum rétt um kring, ofan og neðan til þess bands sem gekk um kring miðjan hnappinn, á hvorum hnappnum á báðum stólpunum. Og hann reisti upp stólpana fyrir forbyrgi musterisins. Og þann sem hann setti á hægri síðu kallaði hann Jakín en þann sem hann setti á vinstri síðu kallaði hann Bóas. Og það stóð upp á stólpunum líka svo sem rósir. Svo var sá gjörningur stólpanna fullkomnaður.

Og hann gjörði eitt koparhaf og það var kringlótt, tíu álna vítt frá öðrum barmi til annars og fimm álna hátt og ein snúra þrjátígi álna löng var um mælirinn allt um kring hafið. [ Og þar voru knappar undir barminum kringum það sama haf sem var tíu álna vítt, rétt í kringum hafið, og þessir smáhnappar voru steyptir í tvær raðir. Og það stóð upp á tólf uxum, þrimur var snúið í mót norðri, þrimur í mót vestri, þrimur í mót suðri og þrimur í mót austri. Og hafið stóð þar ofan á og allur aftari hlutur uxanna stóð inn undir koparhafinu. Og þykktin á hafinu var þverarhandar en barmarnir þar á voru sem barmar á einum bikar, líka sem ein útsprungin rosa. Og það tók tvö þúsund [ bathos.

Hann gjörði og svo tíu koparstóla, hvern fjögra álna langan og breiðan og þriggja álna hávan. Og stólarnir voru so gjörðir að þeir höfðu flatvegi á millum listanna og utan á flatvegunum millum listanna voru león, uxi og kerúbím og flatvegirnir sem leónin og uxarnir voru upp á höfðu lista ofan og neðan og litla fætur þar upp á. [ Og hver stóll hafði fjögur koparhjól með koparauxlum og á þeim fjórum hornum voru fjórir hjólásar steyptir, hver gagnvart öðrum, neðan undir við hvern inni.

En hálsinn á miðjum stólnum var einnrar álnar hár og sívalur, hálfrar annarrar álnar víður og það voru doppur á hálslistunum sem voru með fjórum hornum en ekki kringlóttar. En þau fjögur hjól stóðu upp með síðunum og hjólaásarnir voru upp með stólnum, hvert hjól var hálfrar annarrar álnar hátt. Og hjólin voru líka sem vagnahjól og þeirra hjólásar og allt það hjólunum tilheyrði var allt með steyptan kopar. Og fjórar axlir voru á hverju stólshorni á stólunum.

Og á hálsinum ofan á stólnum einnrar álnar hávum rétt um kring voru listur og sina flatvegir á stólnum og hann lét útgrafa þar sem slétt var á þeim sömum flatvegum og listum kerúbím, león og laufavið, hvert hjá öðru, rétt um kring þar upp á. Eftir þessum máta gjörði hann þá tíu steypta stóla og höfðu allir einn máta og mælir.

Og hann gjörði tíu [ koparkvarnir og þar gengu fjórutígi bath í hverja kvörn og var fjögra álna stór og þar var ein kvern á hverjum stól. Og hann setti fimm stóla í það hægra horn í musterinu og þá aðra fimm við það vinstra horn. En koparhafið setti hann á þann hægra veg utan til í mót suðri.

Og Híram gjörði og svo pönnur, skúflur, munnlaugar, og fullkomnaði so allan gjörninginn sem Salómon kóngur lét gjöra í Drottins húsi sem voru þeir tveir stólpar og þeir böllóttu hnappar ofan á þeim tveimur stólpum og þær tvær fléttaðar snúrur að hylja þá tvo böllóttu hnappa á stólpunum og þau fjögur hundruð granataepli á þeim tveimur fléttuðum laufviðarstrengjum, já, tvær raðir með granatepli á hvorum streng að hylja þá tvo böllóttu hnappa á stólpunum, þar til koparhafið og tólf uxa und hafinu og þá tíu stóla og tíu kvernir þar ofan á, eldsgögnin, skúflurnar og munlaugaranar. Og öll þessi ker sem Híram gjörði kóng Salómoni til Drottins húss þau voru af kláru látúni. Í takmarki hjá Jórdan lét kóngurinn steypa þau í leirugri jörðu millum Súkóg og Sartan. Og Salómon lét öll ker vera óvegin sökum þyngdar þess ofurmikla kopars.

Salómon gjörði og svo öll verkfæri sem heyrði til húsi Drottins, sem var eitt gullaltari, eitt gullborð sem fórnarbrauðin lágu upp á, fimm kertastikur á hægri síðu og fimm kertastikur á þá vinstri síðu fyrir kornum af kláru gulli, með gullblómstrum, lömpum og ljósasöxum; þar til skálir, diskar, munnlaugar, skeiðir og pönnur af kláru gulli. [ Og tengslin upp á dyrunum í húsinu innan til í því allrahelgasta og á hússins dyrum í musterinu voru af gulli.

Svo var nú allur gjörningurinn fullkomnaður sem Salómon kóngur gjörði á Drottins [ húsi. Og Salómon færði þar inn allt það sem hans faðir Davíð hafði helgað af silfri, gulli og kerum og lagði það í féhirslur Drottins húss.