VIII.

Það skeði og eftir það að hann ferðaðist í gegnum borgir og kauptún, prédikaði og boðaði evangelium af Guðs ríki og þeir tólf meður honum og nokkrar þær konur sem hann hafði grætt af óhreinum aundum og öðrum sóttarferlum, einkum María sú er hét Magdalena, frá hverri er sjö djöflar höfðu út farið, og Jóhanna húsfrú Kúsa, forsjónarmanns Herodis, og Súsanna og margar aðrar þær honum veittu af sínum eignum.

En þá er margt fólk var samankomið og þeir drifu að honum úr stöðunum sagði hann í eftirlíkingu: [ „Sá gekk út er sáði að sá sínu sæði. Og þá hann sáði féll sumt hjá veginum og varð fóttroðið og fuglar himins átu það. Og sumt féll á hellu og þá er það spratt upp visnaði það af því það hafði eigi vökvan. Og sumt féll á meðal þyrna og þyrnin spruttu upp með og kefðu því niður. Sumt féll í góða jörð og það vóx upp og bar hundraðfaldan ávöxt.“ Þá er hann sagði þetta kallaði hann: „Hver eyru hefir að heyra, hann heyri!“

En hans lærisveinar spurðu hann að hver eð væri þessi eftirlíking. Hverjum hann sagði: „Yður er unnt að vita leynda dóma Guðs ríkis en þeim öðrum í eftirlíkingum so að sjáandi þá sjái þeir eigi og áheyrandi skilji þeir það eigi.

En þessi er eftirlíkingin: [ Sæðið er Guðs orð. En hinir við veginn eru þeir sem heyra en eftir þá þá kemur djöfullinn og tekur orðið úr hjörtum þeirra so að þeir trúi eigi og verði hólpnir. En hinir er á helluna eru þeir nær þeir heyra það þá meðtaka þeir það með fagnaði og hafa þó eigi rót neina. Um stundarsakir trúa þeir og á freistunartíma þá falla þeir frá. En það sem féll á millum þyrnanna eru þeir sem heyra og velkjast í sorgum, auðæfum og girndum þessara lífdaga, kefjast so og færa öngvan ávöxt. En það sem í góða jörð féll eru þeir sem heyra orðið og halda því í góðu og siðsömu hjarta og færa ávöxt í þolinmæði.

En enginn kveikir á ljósinu og byrgir það í keri eða setur það undir bekk heldur setur hann það á kertahaldinn so að þeir sem þar innganga sjái ljósið. [ Því að ekkert er so hulið að eigi verði opinbert og ekkert so leynt að eigi kunngjörist og í augljós komi. Fyrir því gætið að hvernin þér heyrið. Því að þeim eð hefur honum mun gefast og hver helst eigi hefur frá honum mun burt takast einnin það hann meinar sig hafa.“

En móðir hans og bræður komu til hans og gátu eigi fundið hann fyrir fólkinu. Og honum var það undirvísað: „Móðir þín og bræður eru úti og vilja sjá þig.“ En hann svaraði og sagði til þeirra: [ „Mín móðir og mínir bræður eru þeir sem Guðs orð heyra og gjöra.“

Og það bar til á einum degi að hann sté sjálfur á skip og hans lærisveinar. [ Hann sagði þá til þeirra: „Föru vær yfir um þennan sjó.“ Og þeir leystu frá landi. En er þeir sigldu sofnaði hann. Og þar kom hvirfilvindur á sjóinn so að fyllti undir þeim og þeim lá við töpun. Þá gengu þeir að hönum, vöktu hann upp og sögðu: „Meistari, meistari, vær forgöngum!“ En hann stóð upp og hastaði á vindinn og á sjávaröldurnar og þær sefuðust og gjörði logn. [ Hann sagði til þeirra: „Hvar er yðar trú?“ En þeir óttuðust það og undruðust, segandi sín á milli: „Hver ætli þér að þessi sé? Því að hann býður vindi og vatni og þau hlýða honum.“ Þeir sigldu þá til þeirrar byggðar hvar Gadareni bjuggu, hver eð liggur jafngegnt Galilea.

Og þá hann sté af skipi á land rann í móti honum maður nokkur úr borginni sem haft hafði djöful um langan tíma og klæddist eigi fötum, var og eigi í húsum heldur í dauðra manna leiðum. [ En er hann leit Jesúm féll hann niður fyrir honum, kallaði upp hárri röddu og sagði: „Hvað á eg með þig, Jesús, sonur Guðs ins hæsta? Eg beiði þig að eigi kveljir þú mig!“ En hann bauð óhreinum anda að hann færi út af honum því að hann hafði um langa ævi hann kvalið. Hann var og bundinn járnviðjum og í fjötrum varðveittur en að slitnum böndunum var hann rekinn af djöflinum í eyðimörk.

Jesús spurði hann að og sagði: „Hvert er nafn þitt?“ Hann sagði: „Legion.“ Því að margir djöflar voru í hann farnir. Og þeir báðu hann að ei skipaði hann þeim að fara í undirdjúpið. En þar var mikil svínahjörð á biti um fjallið og þeir báðu hann að leyfa sér að fara í þau. [ Og hann lofaði þeim það. Þá fóru djöflarnir út af manninum og hlupu í svínin og hjörðin fleygði sér með einu áhlaupi í sjáinn og drekktist þar. En er þeir sáu það sem hjörðina geymdu flýðu þeir og kunngjörðu það í borgina og í þorpin.

Þá gengu þeir út að sjá hvað skeð var og komu til Jesú, fundu manninn af hverjum djöflarnir höfðu út farið sitjanda klæddan og heilvita til fóta Jesú og þeim óaði það. En þeir sem það höfðu séð kynntu þeim hvernin sá inn djöfulóði var heilbrigður orðinn. Og allur mágur Gadarenibyggðar báðu hann að hann viki burt frá þeim því að þeir voru af miklum ótta haldnir. Hann sté þá á skip og sneri aftur. En sá maður sem djöflarnir voru út af farnir bað hann að hann mætti vera hjá honum. En Jesús lét hann frá sér og sagði: „Far aftur í þitt hús og seg hve mikið Guð veitti þér.“ Og hann fór og prédikaði um alla borgina hve mikið Jesús hafði honum gjört.

Það skeði og er Jesús kom aftur að lýðurinn meðtók hann því að allir biðu hans. Og sjá, maður kom þar sá er Jaírus var að nafni og sá var samkunduhússins höfðingi. [ Hann féll til fóta Jesú og bað hann að hann gengi í hans hús því að hann átti sér einkadóttir nær tólf ára gamla og hún var að dauða komin. Og er hann gekk þangað þá þrengdi fólkið að honum.

Kona var þar og nokkur sem haft hafði blóðfall í tólf ár hver eð út hafði og gefið læknurum sína alla aleigu og varð þó af öngvum grædd. [ Hún gekk á bak til og snart fald hans klæða og jafnsnart stemmdist hennar blóðlát. Jesús sagði: „Hver er sá er mig snerti?“ En þá allir neituðu sagði Pétur og þeir eð með honum voru: „Meistari, fólk þrengir og þjakar að þér og þú segir: Hver snart mig?“ Jesús sagði: „Einhver hefur snortið mig því að eg kenni kraft út af mér genginn.“ En er konan sá að það var eigi hulið kom hún skjálfandi og féll fram fyrir fætur hans og kunngjörði fyrir öllu fólki fyrir hverja sök eð hún hafði hann snortið og hversu hún hafði jafnsnart heil orðið. En hann sagði til hennar: „Vert glöð, mín dóttir, þín trúa gjörði þig hólpna. Far í friði.“

Og er hann talaði enn þetta kom nokkur til samkunduhússins höfðingja, segjandi honum: „Þín dóttir er látin. Ómaka hann eigi.“ En er Jesús heyrði það svaraði hann og sagði við föður stúlkunnar: „Hræðst eigi þú, trú heldur, þá verður hún heilbrigð.“ Og er han kom að húsinu lofaði hann ei neinum inn að ganga með sér nema Pétri, Jacobo og Johanne og föður og móður stúlkunnar. En þeir grétu allir og syrgðu hana. Hann sagði þá: „Grátið eigi því að hún er ei dauð heldur sefur hún.“ Og þeir dáruðu hann því að þeir vissu að hún var látin. En hann rak þá alla út og tók í hönd hennar, kallaði og sagði: [ „Stúlka, statt upp!“ Og hennar andi kom aftur og hún stóð jafnsnart upp. Hann skipaði og að gefa henni að eta. Hennar foreldrum felmtraði við en hann bauð þeim að segja öngum frá hvað gjörst hafði.