Prophetinn Hóseas

I.

Þetta er það Drottins orð sem skeði til Hoseam Bekerísonar á dögum Úsía, Jótam, Akas og Ezechia konunganna Júda og á þeim tíma sem Jeróbóam Jóasson var kóngur yfir Ísrael.

Og þá Drottinn upphóf að tala við Hoseam sagði hann so til hans: „Far þú og tak þér eina hórkonu og hórubörn það landið hleypur frá Drottni eftir hóruskap.“ Og hann gekk burt og tók Gómer Diblaímsdóttir hver þegar varð þunguð og hún fæddi einn son. [ Og Drottinn sagði til hans: „Kalla þú hann Jesreel því það er enn nú um einn lítinn tíma að gjöra þá vil eg vitja blóðskuldarinnar í Jesreel yfir Jehú hús og eg vil gjöra einn enda á því kóngsríki Ísraels húsi. [ Og á þeim tíma vil eg í sundurbrjóta Ísraels boga í Jesreelsdal.“

Og hún varð þunguð í annað sinn og fæddi eina dóttur. [ Og hann sagði til hans: „Láttu hana nefnast Lóríhamó því að eg vil ekki framar miskunn gjöra Ísraels húsi heldur vil eg í burt kasta því. En þó vil eg miskunna Júda og eg vil hjálpa þeim fyrir sakir Drottins þeirra Guðs. [ En eg vil ekki hjálpa þeim, hvorki fyrir boga, sverð, stríð, hesta né riddara.“

Og þá hún hafði afvanið Lóríkama þá varð hún enn þunguð og ól einn son. Og hann sagði: „Nefndu hann Lóammí því að þér eruð ekki mitt fólk, so vil eg og ekki vera yðar.“ [