XXIIII.

Og orð Drottins skeði til mín á því níunda árinu, þann tíunda daginn í þeim tíunda mánaðinum, og sagði: Þú mannsins son, skrifaðu upp þennan dag, já þennan sama dag, því að konungurinn af Babýlon hefur á þennan sama dag útbúið sig á móti Jerúsalem, og gef því óhlýðugu fólki eina eftirlíking og segðu til þeirra: [ Svo segir Drottinn Drottinn: Lát þú einn pott upp, lát þú hann upp og láttu vatn í hann. Legg þú stykkin til samans þar í sem þar skulu í og þau hinu bestu stykkin, lærin og bógana og fylldu hann með þau hinu bestu beinstykkin. Tak hið besta af hjörðinni og kynd einn eld þar undir og sjóð þau beinstykkin og lát þau mjög sjóða so að beinstykkin verði fullsoðin.

Þar fyrir segir Drottinn Drottinn: Ó þann manndrápsstaðinn sem er einn svoddan pottur að það hið viðbrennda klemmist þar við og vill ekki af ganga! Tak hvert stykkið út eftir annað og þú þarft ekki að veðja um hvert að fyrst skal út. Því að hans blóð er þar í sem hann hefur úthellt upp á einu blóðugu bjargi og ekki á jörðina þar sem að það enn hefði mátt hyljast með moldunni. Og eg hefi og einnin þar fyrir látið hana úthella því sama blóði á einn beran hellustein að þar skyldi ekki yfir verða hulið upp á það að mín heiftargrimmd skyldi so koma yfir hann og að þessa skyldi hefnt verða.

Þar fyrir segir Drottinn Drottinn: Ó þú morðstaðurinn, hvern að eg vil gjöra að einu stóru eldsbáli! Ber aðeins hingað mikinn eldivið, kveiktu upp eldinn svo að kjötið verði soðið og krydda það vel svo að beinstykkin þau brenni við. Settu einnin pottinn tóman á glæðurnar svo að hann verði vel heitur og það hans málmur upp brennief að hans saurindi vildu svo í burt smeltast og hans skófir af ganga. En hversu mjög sem hann brennur þá vill þó ekki það hið viðbrennda af ganga því að það er of mjög viðbrunnið. Því hlýtur það í eldi að smeltast. Þinn óhreinleiki er svo ofharðnaður að þó að eg vildi enn gjöra þig hreinan þá viltu þó ekki láta hreinsa þig af þínum óhreinleika. Þar fyrir kanntu ekki hér eftir hreinn að vera aftur fyrr en mín grimmd hefur kælt sig á þér. Eg, Drottinn, hefi talað þetta, það skal og koma. Eg vil gjöra það og það ekki undan draga, eg vil ekki vægja þeim, eigi heldur láta það angra mig heldur skulu þeir dæma þig eftir því sem þú hefur gjört og lifað til, segir Drottinn Drottinn.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, sjá þú, að eg vil í burt taka [ lyst þinna augna með einni sótt. En þú skalt ekki harma né gráta og eigi heldur úthella neinu tári. En heimuglega máttu andvarpa en öngvan harm skaltu bera yfir hinum dauða heldur skaltu prýða þig þínum fegurðarbúningi og draga þína skó á þig. Eigi skaltu byrgja þinn munn, þú skalt og ekki eta það sorgarbrauðið. Og þá að eg talaði til fólksins snemma um morguninn þá deyði mín kvinna um kveldið. Og eg gjörði hinn annan morguninn líka sem að mér var boðið og fólkið sagði til mín: „Viltu ekki kunngjöra oss það hvað þetta hefur að merkja við oss sem þú gjörir?“

Og eg sagði til þeirra: Drottinn talaði til mín og sagði: Seg þú til Ísraels hús að Drottinn Drottinn segi svo: Sjá þú, eg vil vanhelga minn helgidóm, yðart hið hæðsta traust, yðar augnalysting og yðar hjartans ósk, og yðra syni og dætur sem þér skuluð missa og falla skulu fyrir sverði. Og þér skuluð gjöra svo sem að eg gjörði, þér skuluð eigi byrgja yðarn munn og ekki eta sorgarbrauð heldur skulu þér setja upp yðart skart upp á yðart höfuð og draga á yður yðar skóklæði. Þér skuluð hvorki harma né gráta heldur skulu þér uppgefast yfir yðar syndum og stynja hver með öðrum. Og þannin skal Esekíel vera yður ein forundran að þér skuluð gjöra líka sem hann hefur gjört nær eð það mun koma hvar með að þér skuluð formerkja að eg er Drottinn Drottinn.

Og þú mannsins son, nær eð eg mun í burt taka frá þeim þeirra magt og traust, þeirra augnalysting og þeirra hjartans ósk, þeirra syni og dætur, já á þeim sama tíma skal einn koma til þín sá eð undan hefur flúið og kunngjöra þér það. Á þeim sama tíma skal þinn munnur upplúkast með honum sem undan hefur flúið svo að þú skalt tala og ekki meir þegja, það þú skalt vera þeirra forundran so að þeir skulu formerkja að eg er Drottinn.