II.

Og enn eftir fá daga þá gekk hann aftur til Kapernaum. [ Og er það heyrðist að hann var í húsinu söfnuðust margir saman so að þeir höfðu ekki rúm og einnin fyrir utan dyrnar. Og hann talaði orðið fyrir þeim.

Þar komu nokkrir til hans, færandi einn iktsjúkan hver eð borinn var af fjórum. [ Og þá er þeir fengu ei fyrir fólkinu fært honum hann opnuðu þeir þekjuna upp yfir honum og grófu þar í gegnum, létu so sængina niður síga sem hinn sjúki lá í. En er Jesús sá þeirra trú sagði hann til hins iktsjúka: „Son minn, þínar syndir eru þér fyrirgefnar.“

En þar voru nokkrir skriftlærðir, sátu þar og hugsuðu í sínum hjörtum: „Hvernin talar þessi slíka guðlastan? Hver má syndirnar fyrirgefa nema Guð einn?“ Jesús fann strax í sínum anda að þeir þenktu so með sér og sagði til þeirra: „Því þenki þér þetta í yðrum hjörtum? Hvert er auðveldara að segja til hins iktsjúka: Þér eru þínar syndir fyrirlátnar, eða að segja: Statt upp og tak sæng þína og gakk héðan? En að þér vitið það Mannsins sonur hefur vald til á jörðu að fyrirgefa syndirnar“ þá sagði hann til hins iktsjúka: „Eg segi þér: Statt upp, tak sæng þína og gakk í þitt hús.“ Og strax þá stóð hann upp, tók sæng sína og gekk burt þaðan í allra augsýn so að allir undruðust og heiðruðu Guð, svo segjandi: „Aldrei höfu vær fyrr slíkt séð.“

Hann gekk enn út aftur að sjónum og allt fólk kom til hans og hann lærði það. [ En þá er Jesús gekk fram hjá leit hann Leví son Alphei sitjanda í tollbúðinni og sagði til hans: [ „Fylg þú mér eftir.“ Hann stóð upp og fylgdi honum eftir. Það gjörðist þá hann sat til borðs í hans húsi að margir tollheimtumenn og bersyndugir settu sig til borðs með Jesú og hans lærisveinum því að þeir voru margir sem honum fylgdu eftir. Og er hinir skriftlærðu og Pharisei sáu það að hann át með tollörum og bersyndugum sögðu þeir til hans lærisveina: [ „Því etur og drekkur yðar meistari með bersyndugum og tollheimturum?“ Þá er Jesús heyrði það sagði hann til þeirra: „Þeir sem heilbrigðir eru þurfa eigi læknarans heldur þeir sem sjúkir eru. Því ei kom eg til að kalla réttláta heldur synduga til iðranar.“

Þar voru Johannis og Phariseis lærisveinar hverjir eð föstuðu mjög. Þeir komu og sögðu til hans: [ „Því fasta Johannis og Phariseis lærisveinar en þínir lærisveinar fasta ekki?“ Jesús sagði til þeirra: „Hvernin mega brúðlaupsbörnin fasta á meðan brúðguminn er hjá þeim? Það so lengi mega þeir eigi fasta sem þeir hafa brúðgumann hjá sér. En þeir dagar munu koma að brúðguminn verður frá þeim tekinn og á þeim dögum þá munu þeir fasta.

Engin saumar nýja klæðisbót á gamalt fat því að hin nýja bótin gliðnar frá hinu forna og verða slitin þá verri. Og enginn lætur nýtt vín í forna belgi, annars sprengir vínið belgina so að vínið spillist en belgirnir skemmast, heldur skal nýtt vín látast í nýja belgi.“ [

Það skeði enn aftur að Jesús gekk um þvottdag yfir kornekrur. [ Og hans lærisveinar tóku til þá þeir gengu og tíndu axin af korninu. En Pharisei sögðu til hans: „Sjá, hvað þínir lærisveinar gjöra á þvottdegi það er eigi hæfir.“ Hann sagði þá til þeirra: „Hafi þér eigi lesið hvað Davíð gjörði þá hann þurfti við nær hann hungraði sjálfan og þá er með honum voru, hvernin að hann gekk inn í Guðs húsið á dögum Abjatars prestahöfðingja og át þau sjónarbrauðin sem eigi leyfðust að eta nema kennimönnum einum og hann gaf þau þeim sem með honum voru?“ Hann sagði og þá til þeirra: „Þvottdagurinn er fyrir mannsins sakir gjörður en eigi maðurinn fyrir þvottdagsins sakir. Því er Mannsins sonur einn herra og einnin þvottdagsins.“