XXV.

Amasía tók kóngdóm eftir sinn föður þá hann hafði fimm ár og tuttugu en hann ríkti níu ár og tuttugu í Jerúsalem. [ Hans móðir hét Jóadan af Jerúsalem. Hann gjörði það sem Drottni vel þóknaðist en þó ekki af öllu hjarta. En sem hann var staðfestur í sínu ríki þá sló hann sína þénara í hel þá sem áður höfðu drepið hans föður. En þeirra sonum gjörði hann ekki grand því að so stendur skrifað í Móses lögmáli, þar að Drottinn svo býður: „Feðurnir skulu eigi deyja fyrir synina, eigi heldur synirnir fyrir feðurna, heldur skal hver deyja fyrir sína eigin synd.“ [

Og Amasía samankallaði Júda og setti af þeim yfir þeirra feðra hús höfðingja yfir þúsund og yfir hundrað meðal alls Júda og Benjamín og hann reiknaði þá sem voru tvítugir og þaðan af eldri og fann þeirra tölu þrisvar sinnum hundrað þúsund útvaldra sem færir voru til bardaga að bera bæði skjöld og spjót. Þar að auk tók hann til sín af Ísrael hundrað þúsund sterkra stríðsmanna fyrir hundrað centener silfurs.

En þar kom einn guðsmaður til hans og sagði: [ „Þú kóngur, lát ekki Ísraelsher fara með þér því Drottinn er ekki með Ísrael, eigi heldur með öllum sonum Efraím. Því ef þú kemur í bardaga að sýna hreysti þína þá mun Guð láta þig falla fyrir þínum óvinum. Því að hjá Guði er magtin til að hjálpa og svo til að láta falla.“ Amasía kóngur svaraði þessum guðsmanni: „Hvað skal þá gjöra af þeim hundrað centener sem eg hefi gefið stríðsmönnum af Ísrael?“ Guðsmaður svaraði: „Drottinn hefur meira en þetta það sem hann kann að gefa þér.“ Eftir þetta skildi Amasía það stríðsfólk frá sér sem til hans var komið af Efraím að það færi til sinna heimkynna. Þetta gramdist fólkinu við Júda og fór heim aftur til sinna heimkynna með grimmum hug.

En Amasía fékk styrking og færði út sinn her ogi dró í þann stað sem kallaðist Saltdalur og sló þar tíu þúsund af sonum Seír. [ Og synir Júda tóku til fanga af þeim tíu þúsund manna lifandi og leiddi þá upp á eina fjallsgnípu og þeir hrundu þeim ofan fyrir fjallsgnípuna svo þeir brustu allir í sundur. En það stríðsfólk sem Amasía gaf orlof til heimferðar að þeir færi ekki í stríð með hans fólki það settist niður um borgir Júda allt frá Samaria og til Bet Hóron og slógu þar í hel þrjár þúsundir manns og tóku þar mikið herfang.

Nú sem Amasía kom aftur frá því slagi sem hann veitti þeim Edomiter þá færði hann með sér afguði sona Seír og setti þá sér til guða, dýrkaði þá og tilbað þá og brenndi fyrir þeim reykelsi. Þá kom Drottins reiði yfir Amasía og sendi til hans einn spámann hver eð sagði til hans: [ „Því leitar þú að þess fólks guðum sem að eigi gátu hjálpað sínu fólki af þinni hendi?“ En sem hann talaði þetta við hann þá sagði kóngurinn: „Hafa menn sett þig til kóngs ráðgjafa? Lát af so að eg slái þig ekki.“ Þá hætti spámaðurinn og sagði: „Merki eg vel að Guð hefur ásett sér að fordjarfa þig fyrst þú gjörðir þetta og vilt eigi að hlýða mínum ráðum.“

Amasía Júdakóngur hafði ráð ráðgjafa sinna og sendi orð Jóas Israeliskóngi syni Jóakas, sonar Jehú, og lét segja so: [ „Kom og sjái hvor okkar annan.“ En Jóab Israeliskóngur sendi til Amasía kóngs Júda og lét segja honum: „Þyrnirunnurinn í Líbanon sendi sedrus í Líbanon þessa orðsending: Gef þína dóttir mínum syni til kvinnu. En villudýrin í Líbanon hlupu yfir um þyrnirunninn og tráðu hann undir fótum. Þú hugsar: Sjá, eg hefi slegið þá Edomitas. Af því metnast þitt hjarta og stærir sig. Vert þú heima eða því leitar þú eftir ólukku svo þú fallir og Júda með þér?“

En Amasía hlýddi hans boðskap ekki því það skeði af Drottni að þeir skyldu gefast í óvina hendur fyrir það þeir höfðu leitað Edomiters skúrgoða. Þá fór Jóas Israeliskóngur upp og þeir sáu hver annan, hann og Amasía kóngur Júda, í Bet Semes sem liggur í landi Júda. En Júda féll fyrir Ísrael og flýði hver til sinna tjaldbúða. En Jóas son Jóakas Ísraelskóngur tók til fanga Amasía son Jóas kóng Júda í greindum stað Bet Semes og flutti hann til Jerúsalem. Og hann niðurbraut staðarmúrinn frá Efraímsporti og allt að því porti sem stóð við hornið, fjögur hundruð álna langt. Hann tók og í burt það gull og silfur og öll þau ker þau sem voru í Drottins húsi hjá Óbeð Edóm og alla fésjóðu í kóngsins húsi og hann flutti börnin í gísling með sér í Samariam.

Og Amasía son Jóas kóngur Júda lifði fimmtán ár eftir dauða Jóas sonar Jóakas Ísraelskóngs. En hvað meira er að segja af Amasía, bæði það fyrsta og ið síðsta, sj´, það er skrifað í Bók Júda- og Ísraelskónga. En frá þeim tíma sem að Amasía gaf sig frá Guði þá báru þeir ráð saman í móti honum í Jerúsalem en hann flýði til Lakís. Þangað sendu þeir eftir honum og létu drepa hann þar og fluttu hann so á hestum og grófu hann hjá sínum feðrum í borg Júda.