XVI.

En af þeirri stuðning sem ske skal við hina heilögu so sem að eg hefi boðið söfnuðunum í Galatia þá gjöri þér og líka. Og sérhvern þvottdaga þá leggi hver yðar hjá sjálfum sér og samansafni hvað honum er bærilegt svo að eigi þurfi þá eð fyrsta er eg kem til þessari stuðning saman að safna. En þá er eg kem þar vil eg senda þá þaðan hverja helst þér kjósið til með bréfin so að þeir flytji yðra góðvild til Jerúsalem. Og ef þess gjörist þörf að eg ferðist þangað þá skulu þeir með mér fara. En eg mun koma til yðar þá eg fer um Macedoniam. Því að um Macedoniam mun eg ferðast. En má vera að eg blífi hjá yður og sé þar einnin um veturinn so að þér gjörið mína útför hvert sem eg kann ferðast.

Nú vil eg eigi sjá yður í þessari yfirferð því að eg vona það eg muni um stundarsakir tefja hjá yður ef Drottinn lofar. En í Epheso mun eg dveljast allt til hvítasunnu. Því að mér eru þar miklar dyr opnaðar og þeir eru kostgæfnir en margir eru þar mótmælendur. Og þá Tímóteus kemur til yðar sjáið so til hann sé utan ótta hjá yður því hann rekur Drottins erindi so sem að eg. [ Fyrir því forsmái hann enginn heldur leiðið hann út í friði svo að hann komi til mín því að eg bíð hans með bræðrunum.

En af Apollo bróður (þá vitið) það eg hefi áminnt hann marga vega að hann kæmi til yðar með bræðrunum en það var með öngvu móti hans vilji það hann kæmi nú. [ En hann mun koma þá hann fær tóm til. Vakið og standið í trúnni. Berið yður kallmannlega að og verið styrkvir. Alla yðra hluti látið ske í kærleika.

En eg áminni yður, góðir bræður: [ Þér kennið heimkynni Stephane það þeir eru frumburður þeirra í Achaia og sjálfir hafa þeir skikkað sig til þjónustu við heilaga, upp á það þér séuð og þvílíkum undirgefnir og öllum sem þeim samerfiða. En eg fagna af Stephane og Fortunati og Achaici tilkomu því hvað mig vantaði hjá yður það uppfylldu þeir því að þeir nærðu minn anda og yðvarn. [ Fyrir því viðurkennið þá fyrir þess háttar menn.

Yður heilsar söfnuðurinn í Asia. Yður heilsar mikillega í Drottni Aquila og Priscilla með þeim söfnuði í þeirra húsi. Yður heilsa allir bræður. Heilsið hver öðrum með heilögum kossi. Eg, Páll, heilsa yður með minni hendi. Og ef sá er nokkur hann elski ekki Drottin vorn Jesúm Christum þá sé hann [ anaþema. Maraham Motha. Náð Drottins vors Jesú Christi sé með yður. Minn kærleiki sé með yður öllum í Christo Jesú. A M E N.

Hinn fyrri pistill til þeirra í Korinþeuborg

sendur út af Philippis fyrir Stephanon og Fortunatum og Achaicum og Timotheum