XXXVI.

Sálmur Davíðs, Drottins þjónustumanns, til að syngja fyrir

Eg segi af hjartans grunni um athæfi hins óguðhrædda: Þa er hjá honum enginn guðsótti.

Þeir fegra sig sjálfir sín á milli so að þeir fram komi sínu vondu málefni og umsnúi annarra.

Allur þeirra lærdómur er skaðsemi og lygar, þeir láta ekki leiðrétta sig so að þeir gjöri nokkuð gott

heldur hugsa þeir í [ hvílum sínum um skaðsemina og standa fastir á þeim illskuvegi og forðast ekkert illt.

Drottinn, þín miskunnsemi tekur svo vítt sem himinninn er og þinn sannleikur so langt sem skýin þau ganga.

Þitt réttlæti stendur líka sem [ fjallið Guðs og þínir dómar so sem mikið regindjúp, Drottinn, þú hjálpar hvorumtveggju, bæði mönnum og fénaði.

Guð, hversu dýrmæt að er þín miskunn so það mannanna synir hafa traust undir skugga þinna vængja!

Þeir verða drukknir af nægðargæðum þíns húss og þú drykkjar þá með vellystingu so sem með rennanda vatni.

Því að hjá þér er lífsins uppsprettubrunnurinn og í þínu ljósi sjáum vér [ ljósið.

Breið þú þína miskunn út yfir þá sem þig meðkenna og þína réttvísi út yfir þá sem réttvísir eru.

Lát mig ei af þeim dramblátu fóttroðinn verða og það hönd hins ómilda hún um koll slái mig ekki,

heldur láttu þá illgjörðamenn þar í þeim stað niður falla svo að þeir í burt drifnir verði og fái ekki staðið.