Hinn fyrri S. Páls pistill

til Corinthios

I.

Páll, kallaður til postula Jesú Christi fyrir vilja Guðs, og Sóstenes vor bróðir [

þeim Guðs söfnuði sem er í Korintíu, þeim helgaðir eru í Christo Jesú, þeim kölluðum heilögum samt öllum þeim sem ákalla nafn Drottins vors Jesú Christi í öllum þeirra landsálfum og vorum: [

Náð og friður af Guði vorum föður og Drottni Jesú Christo sé með yður. [

Þakkir gjöri eg Guði mínum iðuglega yðar vegna fyrir þá Guðs náð sem yður er gefin í Christo Jesú það þér eruð fyrir hann í öllum hlutum auðgaðir í allri kunnáttu og viðurkenningu eftir því sem sú prédikan af Christo Jesú er kröftug vorðin í yður so að þér hafið öngvan brest í nukkuri gjöf, eftirbíðandi auglýsingu vors Drottins Jesú Christi sá er yður mun staðfesta allt að lokum so að þér séuð óstraffanlegir á degi Drottins vors Jesú Christi. [ Því Guð er trúr fyrir hvern þér kallaðir eruð til [ samlags sonar hans Jesú Christi vors Drottins.

En eg beiði yður, bræður, fyrir nafn Drottins vors Jesú Christi það þér hafið allir hinn sama orðróm og eigi sé þar nokkurt sundurlyndi yðar á milli heldur það þér séuð fullkomnir í samlíkri lund og einnri meiningu. Því að mér er so kunngjört, bræður mínir, af þeim sem af Cloes heimkynni eru út af yður að þrætur sé yðar á milli. En eg segi þar af það hver yðar einn skuli segja: „Eg em Páls,“ sá annar: „Eg em Appolinis,“ hinn þriðji: „Eg em Kefas,“ hinn fjórði: „Eg em Krists.“ Hvað? Er Kristur nú þá í sundurskiptur? Er nokkuð Páll fyrir yður krossfestur? Eða eru þér skírðir í Páls nafni? Eg þakka Guði það eg hefi öngvan yðvarn skírt utan Crispum og Gajum so að enginn þurfi það að segja að þér séuð skírðir í mínu nafni. Eg skírða og heimamenn Stephane. Framar veit eg ekki hvort eg hefi nokkurn yðvarn annan skírt.

Því að Kristur sendi mig eigi til að skíra heldur að boða Guðs evangelion, eigi meður orðasnilld so að eigi yrði kross Christi að hégóma. Því að þetta orð af krossinum er fíflska þeim sem fortapaðir verða en oss sem hjálpast er það Guðs kraftur. Því að so er skrifað: [ „Eyða mun eg visku vitringanna og skilning skynsamra mun eg forleggja.“ Hvar er nú spekingurinn? [ Hvar er ritningameistarinn? Hvar er veraldarvitringurinn? Hefur Guð ekki gjört speki heims þessa að heimsku?

Því að á meðan heimurinn fyrir sína visku þekkti ekki Guð í sínum vísdómi þóknaðist Guði það vel fyrir fávíslega prédikan hjálplega að gjöra þá sem þar á trúa. Með því að Gyðingar æskja teikns og Grikkir spyrja að speki en vér prédikum Krist hinn krossfesta, Gyðingum að sönnu hneykslan en Grikkjum heimsku. En þeim sem kallaðir eru, bæði Gyðingum og Grikkjum, boðum vér Krist, einn guðlegan kraft og guðlega speki. Því að Guðs fáviska er mönnum hyggnari og Guðs [ veikleiki er mönnum styrkvari.

Fyrir því álítið, góðir bræður, yðra kallan það eigi eru margir spekingar eftir holdinu, ei margir voldugir, eigi margir eðalbornir kallaðir heldur það hvað heimskulegt er fyrir heiminum það hefur Guð útvalið upp á það að hann gjörði vitringana að hneykslan. Og það sem veiklegt var fyrir heiminum það útvaldi Guð so að hann gjörði að hneykslan það hvað öflugt er og það sem óeðla var fyrir heiminum og forsmáð það hefur Guð útvalið og það sem ekkert er so að hann niðurþrykkti það hvað nokkursháttað er, so að enginn maður mætti sér fyrir hans augum hrósa, út af hverjum þér eruð komnir í Christo Jesú, hver oss er af Guði gjörður til vísdóms og réttlætis, til helgunar og til endurlausnar. „So að hver (eftir því sem skrifað er) sem sér hrósar, sá hrósi sér í Drottni.“ [