XIIII.

Og á þeim tíma nær eð Drottinn mun gefa þér hvíld af þinni eymd og armæðu og af þeirri harðri þjónustu sem þú vart inni, sé, þá muntu soddan orðskvið hafa í móti kónginum til Babýlon og segja: [ Hvernin er það nú með öllu útgjört um þann fordrífarann og skattgjaldið er nú aftekið! Drottinn hefir vöndinn þeirra ómildra í sundurbrotið, þann vöndinn yfirdrottnarans sem óaflátanlega á fólkið lagði með æði og með grimmd drottnaði yfir heiðnum þjóðum og ofsótti þær miskunnarlaust.

Nú hvílist þó öll veröldin og er um kyrrt, fagnar og gleðst. Grenitrén gleðja sig einnin yfir þér og þeir sedrusviðirnir í Líbanon og segja: „Á meðan þú liggur þá kemur enginn upp hingað sá eð oss höggvi niður.“ Þá þú kemur því í móti þá uppvekur þér þá hinu dauðu og alla [ kjarnhafra veraldarinnar og skipar öllum kóngum heiðinna þjóða að standa upp af sínum tignarstólum so það hver sem einn gefi það svar og segi til þín: „Þú ert og einnin niðursleginn líka sem vær og það gengur þér líka sem oss.“ Þín drambsemisprýði er niðurkomin til helvítis og sönghljóðið þinnar [ hörpu, mölurinn mun vera þín undirdýna og maðkarnir þín ábreiða. [

Hvernin ertu af himni dottin, þú hin fagra morgunstjarna? Hvernin ertu til jarðar fallin, þú sem veiktir þjóðirnar? Þenkir þú þó so í þínu hjarta: „Eg vil uppstíga í himininn og forhefja mitt tignarsæti yfir stjörnur Guðs. Eg vil setja mig upp á fjallið sáttmálans viður þá hliðina móti norðrinu, eg vil fara yfir hæð skýjanna og samlíkur vera þeim Hinum hæðsta.“ Já, til helvítis fer þú afvega, í þann djúpa pytt. [ Hver þar þig sér sá mun skoða þig og líta til þín og segja: „Hvert er það sá maðurinn sem skók jörðina og skelfdi kóngaríkin, hver eð veröldina foreyddi og borgirnar þar inni niðurbraut og gaf ekki sína bandingja lausa?“

Að sönnu allir kóngar heiðinna þjóða til samans liggja, þó með heiður, hver í sínum heimkynni. En þú ert rekinn af þinni gröf so sem fúinn kvistur, líka sem einn ræfill þeirra sem drepnir og með sverði í hel slegnir eru, þeir eð ofan fara í þær [ grjótkasir helvítis so sem annað fótum troðið hræ. Eigi muntu líka sem þeir grafinn verða það þú hefur þitt land fordjarfað og þitt fólk niðurdrepið. Því að aldregi mun þess sæðisins hinna illskufullra minnst verða.

Búið til, það hennar börn verði drepin fyrir misgjörða sakir feðra þeirra so að þau komist ekki á legg né eignist landið og uppfylli veröldina með borgir. Og eg vil koma yfir þá, segir Drottinn Sebaót, og afmá þeirra minning af Babýlon, þeirra yfirblífið slekti og eftirkomendur, segir Drottinn, og eg vil gefa hana til eignar pindsvínum og gjöra að stöðuvötnum og eg vil útsópa henni með sóplíma foreyðslunnar, segir Drottinn Sebaót.

En Drottinn Sebaót hefur svarið og sagt: [ Hvað gildir það að það skal so ske sem eg þenki og skal so blífa sem eg hefi ásett, það Assúr verði niðursleginn í mínu landi og það eg sundurtroði hann upp á mínum fjöllum so það hans ok verði af þeim tekið og það hans byrði komist af þeirra hálsi. Þetta hið sama er áformið það hann hefir yfir öllum löndum og það er sú hin útbreidda höndin yfir allar þjóðir. Því að Drottinn Sebaót hefur það so úrskurðað, hver fær því hamlað? Og hans hönd er útbreidd, hver vill henni í burt snúa?