VIII.

Á þriðja ári ríkis Baltasar konungs birtist mér Daníeli ein sjón eftir því sem mér birtist í fyrstu. [ En eg var þá eg svoddan sá til Súsan í þeirri höfuðborg í landinu [ Elam við vatnið Úlaí. Og eg leit mínum augum upp og sjá þú, að einn hrútur stóð fram við vatnið. Hann hafði tvö löng horn. Það annað var þó öðru lengra og það hið lengra vóx miklu seinna. Eg sá það hrúturinn stangaði með hornunum í mót vestrinu, mót norðrinu og í mót suðrinu. Og engin dýr kunnu honum í móti að standa né út af hans hendi að frelsast heldur hafðist hann að hvað hann vildi og varð mikill.

Og sem eg hugleidda af þessu, sjá þú, þá kom einn kjarnhafur úr vestrinu, laust við alla jarðarkringluna so það hann snart ei jörðina. Og sá sami kjarnhafurinn hafði eitt frábært horn á millum sinna augna. Og hann kom allt að hrútnum sem tvö hornin hafði hvern eg sá fram við vatnið og hann hljóp í reiði sinni harðlega að honum. Og eg sá til hans þá eð hann kom alla leið að hrútnum og ólmaðist mjög viður hann og stangaði hrútinn og í sundurmolaði tvö hans horn. Og hrúturinn hafði öngvan kraft það hann gæti staðist fyrir honum heldur fleygði hann honum til jarðar og trað hann undir og enginn kunni þann hrútinn að frelsa af hans hendi. Og sá kjarnhafurinn varð næsta mikill. Og þá eð hann var sem sterkastur orðinn í sundurbrotnaði það mikla hornið og í staðinn þess uxu upp fjögur önnur horn í móti þeim fjórum vindum himinsins.

Og út af einu því inu sama vóx upp eitt lítið horn. [ Það varð nærsta mikið mót suðrinu, móti austrinu og í móti því [ verðuga landi. Og það vóx allt upp til [ himneska hersins og niður sló þar nokkra út af og af þeim stjörnunum til jarðar og trað þá undir, já það sama óx allt til höfðingjans þess hersins og tók í burt frá honum það daglega offrið og foreyddi byggð hans helgidóms. En honum varð sú magt gefin í móti því daglega offrinu fyrir syndanna sakir að hann sannleikinn niður við veldi legði og hvað hann gjörði það lukkaðist honum.

En eg heyrða einn heilagan segja og sá hinn sami heilagi mælti til eins þeirra sem þar talaði: „Hversu lengi skal þó soddan sýn af daglegu offrinu og af syndinni vera vegna hverrar það þessi foreyðing sker so það bæði helgidómurinn og herinn niðurtroðinn verði?“ Og hann svaraði mér: „Það eru tvö þúsund og þrjú hundruð dagar,[ frá kveldi til morguns að reikna, þá mun helgidómurinn vígður verða að nýju.“ Og þá eg Daníel sá svoddan sýn og gjarnan vildi hana skilið hafa, sjá þú, þá stóð þar fyrir framan mig líka sem annar maður. Og eg heyrða eins manns raust á millum Úlaí. Sá kallaði: „Gabríel, útlegg þú þessum sýnina so að hann skilji hana.“ Og hann kom þar alla leið að mér. En eg varð óttasleginn þá eð hann kom og féll fram á mína ásjónu. En hann sagði til mín: „Lát þér skiljast, þú mannsins son, því að þessi sýn heyrir til þeim síðasta tíma.“ Og þá eð hann talaði við mig leið eg niður í öngvit til jarðar fram á mína ásjónu. En hann tók til mín og reisti mig upp svo að eg stóð. Og hann sagði: „Sjá þú, eg vil kunngjöra þér hvernin það mun tilganga á tímum hinnar síðustu reiði. Því að endinn hefur tileinkaðan tíma.

Sá hrúturinn með þeim tveimur hornunum sem þú hefur séð það eru þeir konungar í Media og Persia. [ En sá kjarnhafurinn er konungur í Grikklandi. Það hið mikla hornið á millum hans augna er sá hinn fyrsti kóngur. En þar eð fjögur uppuxu í þess stað þá það var afbrotið, það merkir að fjögur kóngaríki munu uppkoma af þeirri þjóð en þó eigi svo megtug sem hann var.

Eftir þessi kóngaríkin, nær eð illgjörðin er mikil orðin, þá mun uppkoma einn illgjarn og hrekkvís kóngur. Sá mun megtugur vera, þó eigi út af sjálfs síns krafti. Hann mun með undarlegum hætti foreyða og það sama mun honum lukkast að hann fái því so til vegar komið. Hann mun hina öflugu og þá heilögu þjóð við velli leggja og fyrir sína kænsku mun honum það svikræði takast. Og hann mun metnast í sínu hjarta og fyrir velgengni mun hann marga fordjarfa og mun setja sig upp í móti þeim höfðingjanum allra höfðingja. En hann mun án handa í sundurlaminn verða.

Sú sýnin af afninum og morninum sem þér er sögð hún er sönn en þú skalt bívara þá sýn heimuglegana það það er enn nú einn langur tími þangað til.“ Og eg Daníel varð veikur og lá sjúkur nokkra daga. Þar eftir á stóð eg upp og starfaði í konungsins erindum og mig furðaði þessi sýn og þar var sá enginn eð útlegði hana fyrir mér.