Og Drottinn talaði við Mósen (eftir það þeir tveir Arons synir voru dauðir, þá þeir höfðu offrað annarlegan eld fyrir Drottni) og sagði: „Segðu Aron, þínum bróður, að hann gangi ekki jafnlega inn í þann innsta helgidóm fyrir innan fortjaldið fyrir náðarstólinn sem er á aurkinni so hann ekki deyi. Því ég vil birtast í einu skýi yfir náðarstólnum. [

En með þessu skal hann ganga þar inn: Með eirn ungan uxa til syndaoffurs og með eirn hrút til brennifórnar, og skal færa sig í þann helga línkyrtil og hafa eitt niðurklæði af líni um sinn líkama og gyrða sig með einu línbelti og hafa eitt höfuðklæði af líni, því það eru þau helgu klæði, og skal lauga sinn líkama í vatni og færa sig so í þau. Og so skal hann taka af almúga Ísraelssona tvo kjarnhafra til syndaoffurs og eirn hrút til brennioffurs.

Og Aron skal leiða uxann fram til síns syndaoffurs og gjöra eina forlíkan fyrir sig og fyrir sitt hús. Síðan skal hann taka þá tvo hafra og leiða þá fram fyrir Drottin fyrir vitnisburðar tjaldbúðardyrnar, og skal leggja hluti á þá tvo hafra, einn hlut fyrir Drottin og þann annan fyrir þann hafur sem skal laus látast. Og hann skal fórnfæra þann hafur sem Drottins hlutur féll yfir til syndaoffurs. En sá hafurinn sem hluturinn féll yfir að hann skyldi laus látast þann skal hann skikka lifanda fyrir Drottin, að hann gjöri eina forlíkan fyrir hann og sleppa so þeim lausa hafri út á eyðimörk. [ Og so skal hann síðan leiða þann uxa fram til síns syndaoffurs og forlíka sig og sitt hús og sæfa hann.

So skal hann taka eitt glóðarker fullt af glæðum af altarinu því sem stendur fyrir Drottni og einn hremming fullan af möldu reykelsi og bera það innyfir fortjaldið og kasta so reykelsinu á eldinn fyrir Drottni so að reykurinn af reykelsinu hylji náðarstólinn sem er uppá vitnisburðinum að hann ekki deyi. So skal hann taka blóðið af uxanum og stökkva því með sínum fingri framanvert á náðarstólinn. Sjö sinnum skal hann so stökkva með sínum fingri af blóðinu fyrir náðarstólnum.

Síðan skal hann slátra hafrinum sem er fólksins syndafórn og bera hans blóð innyfir fortjaldið og skal gjöra með hans blóð líka sem hann gjörði við uxans blóð og dreifa því framanvert að náðarstólnum, og skal so forlíka helgidóminn af Ísraelissona óhreinleika og af þeirra yfirtroðslu í öllum þeirra syndum. So skal hann og gjöra með vitnisburðarins tjaldbúð, því þeir eru óhreinir þeir sem þar liggja um kring. [

Þar skal enginn maður vera í vitnisburðarbúðinni á meðan hann gengur þar inn að gjöra forlíkun í helgidóminum, þar til hann kemur út aftur. Og so skal hann gjöra eina [ forlíkun fyrir sig og sitt hús og fyrir allan almúgann í Ísrael. Og nær hann gengur út til altarisins sem stendur fyrir Drottni, þá skal hann gjöra eina forlíkun þar fyrir og skal taka uxans blóð og hafursins blóð og ríða því á altarisins horn umhverfis, og skal ríða blóðinu sjö sinnum með sínum fingri þar á og hreinsa það og helga það af Ísraelssona óhreinleika.

Og sem hann hefur fullkomnað helgidómsins forlíkun og vitnisburðarbúðarinnar og altarisins, þá skal hann framleiða þann lifandi hafurinn. Þá skal Aron leggja sínar báðar hendur yfir hans höfuð og meðkenna allar Ísraelssona syndir yfir honum og allar þeirra yfirtroðslur og allar þeirra syndir og skal leggja þær uppá hafursins höfuð og senda burt í auðn með einum manni sem þar er viðstaddur, að hafurinn beri so alla þeirra misgjörninga á sér í eina villiauðn, og láti hann þar eftir í eyðimörkinni. [

So skal Aron ganga inn í vitnisburðarbúðina og færa sig af línklæðum sem hann fór í þá hann gekk inn í helgidóminn og láta þau þar eftir. Og hann skal lauga líkama sinn í vatni í þeim helga stað og færa sig í sín eiginklæði og ganga so út og gjöra so bæði sitt eigið brennioffur og fólksins brennioffur og gjöra forlíkun bæði fyrir sig og fyrir fólkið, og skal upptendra það feita af syndafórninni á altarinu. En sá sem færði þann lausa hafur í burt skal þvo sín klæði og þvo sinn líkama í vatni og gangi síðan í herbúðirnar.

En syndafórnaruxann og hafurinn, hverra blóð inn er borið í helgidóminn til forlíkunar, skulu menn bera út fyrir herbúðirnar og brenna með eldi þeirra húð, hold og myki. Og sá sem þá brennir skal þvo sín klæði í vatni og sinn líkama og koma þar eftir í herbúðirnar.

Og þetta skal vera yður ein eilíf skikkan. [ Þér skuluð þjá yðra líkami þann tíunda dag í þeim sjöunda mánaði og ekkert arbide fremja, hvorki innbyggjarar né framandi á meðal yðar. Fyrir því að yðar forlíkun sker á þeim degi, að þér skuluð vera hreinir gjörðir, af öllum yðar syndum eru þér hreinsaðir fyrir Drottni. Þar fyrir skal það yðar vera inn stærsti sabbat og þér skuluð þjá yðar líkami. Og þetta skal vera yður ein eilíf skikkan.

En þessa forlíkun skal eirn prestur gjöra, sá sem vígður hefur verið og hvörs hönd að mann hefur uppfyllt til prestsembættis í hans föðurs stað. [ Og hann skal færa sig í þau línklæði, sem er þau heilög klæði, og forlíka so helgidóminn og vitnisburðarins tjaldbúðina og altarið og prestana og allt fólkið safnaðarins. Það skal vera yður ein eilíf skikkan að þér forlíkið Ísraelssonu af öllum þeirra syndum eirn tíma um árið.“ Og Móses gjörði sem Drottinn hafði bífalað honum.