Og hann sagði til Mósen: „Gakk upp til Drottins, þú og Aron, Nadab og Abíhú og þeir sjötygi öldungar í Ísrael, og fallið fram langt frá. En Móses skal eirnsaman uppstíga til Drottins en þeir aðrir skulu ekki koma þar í nánd. Fólkið skal og ekki heldur koma upp með honum.“ [

Móses kom og sagði öll orð Drottins og allan lagaréttinn fyrir fólkinu. Þá svaraði allt fólkið með eirni röddu og sagði: „Vér viljum gjöra eftir öllum þeim orðum sem Drottinn hefur sagt.“ Þá skrifaði Móses öll Drottins orð og hann stóð snemma upp um morguninn og byggði eitt altari undir fjallinu með tólf stólpum eftir tölu tólf kynkvísla Ísraels og sendi unga men þangað af Ísraelssonum að þeir skyldu fórnfæra Drottni brennifórnir og þakklætisfórnir af nautum.

Og Móses tók hálfpart af blóðinu og lét það í eina mundlaug og öðrum helmingnum hellti hann yfir altarið. Hann tók og sáttmálans bók og las hana fyrir fólkinu. Og þá það svaraði: „Vér viljum gjöra allt það sem Drottinn hefur boðið og vera honum hlýðugir“ þá tók Móses blóðið og stökkti því á fólkið og sagði: „Sjáið, þetta er blóð sáttmálans hvern Drottinn hefur gjört við yður yfir öllum þessum orðum.“

Og Móses, Aron, Nadab, Abíhú og þeir sjötygi öldungar af Ísrael gengu upp og sáu Guð Ísraels. Undir hans fótum var að sjá því líkast sem fagur safírus og so sem himinn þá hann er klár. Og hann rétti ei sína [ hönd yfir öldunga af Ísrael. Og þá þeir höfðu skoðað Guð átu þeir og drukku. Og Drottinn sagði til Móse: „Kom uppá fjallið til mín og vert þar og ég vil gefa þér steinspjöld og lögmálið og boðorðin sem ég hefi skrifað, þau sem þú skalt kenna þeim.“ Þá stóð Móses upp og gekk uppá Guðs fjall og hans þénari Jósúa með honum og sagði til öldunganna: „Verið hér þar til við komum aftur til yðar. Sjá, Aron og Húr er hjá yður. Falli nokkur mál til þá látið þau koma fyrir þá.“

En sem að Móses kom uppá fjallið þá huldi skýið fjallið og Guðs dýrð byggði upp á fjallinu Sínaí og huldi það í sex daga með skýinu og kallaði þann sjöunda dag af skýinu á Mósen. Og dýrð Drottins var að sjá því líkast sem eirn brennandi eldur efst á fjallinu fyrir augliti Ísraelssona. Og Móses gekk mitt inn í skýið og sté uppá fjallið og var á fjallinu fjörutygi daga og fjörutygi nátta. [