XXIX.

Vei Aríel, Aríel, þú borgin herbúðanna Davíðs! [ Þér haldið ártíðir og helgadaga. En eg vil veita angist Aríel so að hún sé hrygg og syrgjandi og hún skal mér ein rétt Aríel vera. Því að eg vil umkringja þig og angra þig með hervirki og torfveggi gjöra láta til umsáturs kringum þig. Þá so skaltu niðurlægð verða og úr jörðu tala og út úr moldardufti meður þínu máli mögla so að þín raust sé líka sem eins galdramanns neðan úr jörðunni og burt úr moldinni úthvæsa þínu máli. Og sá mannfjöldinn sem þér mun í sundurdreifa mun so margur vera sem moldarryk og sá fjöldinn víkinganna sem fjúkandi agnir og það sama skal snart og skyndilega ske. Því að þín mun af Drottni Sebaót vitjað verða með stórviðri og jarðskjálfta og miklum reiðarþrumum, með stormvindi og óveðráttu og með loga þess foreyðanda eldsins. [

En líka sem ein sýn á nóttinni í svefninum, so skal vera sá fjöldinn allra heiðinna þjóða sem stríða á móti Aríel ásamt með öllu þeirra liði og hervirki sem hann angra og umsitja. [ Því að líka so sem að hungraðan dreymir það hann þykist matar neyta en nær eð hann vaknar þá er hans sála samt tóm, líka sem að þyrstan dreymir það hann muni drekka en nær eð hann vaknar þá er hann máttlaus og þyrstur, so skal vera allur sá fjöldinn heiðinna þjóða sem stríðir á móti því fjallinu Síon.

Verðið felmsfullir og niðurslegnir, forblindið yður og verðið drukknir og þó ekki af vínino. [ Um koll veltist, þó ekki af sterka drykk. Því að Drottinn hefir innskenkt yður einn anda þess fasta svefnsins og tillukt yðvar augu, yðra spámenn og höfðingja, ásamt þeim sjáöndum hefir hann blindað, so það sjónir allra yðar spámanna munu vera líka sem orð einnrar innsiglaðrar bókar. Hver helst ef að hún verður fengin þeim eð lesa kann og sagt so: „Les þú hana“ og hann segir: „Eg kann ekki því að hún er innsigluð.“ Eða líka so sem þá nær eð hún yrði þeim fengin sem ekki kann að lesa og hann segði: „Les þú hana“ og hinn svarar: „Eg kann ekki að lesa.“

Og Drottinn segir: [ Þar fyrir að fólk þetta nálægir sig til mín með sínum munni og heiðrar mig með sínum vörum en þeirra hjarta er langt frá mér og óttast mig eftir manna uppsetningum sem þeir kenna, þar fyrir vil eg og einnin undarlegana umganga með þessu fólki, já hið allra undarlegasta og sjaldsýnilegasta so að spekin þeirra spekinga undir gangi og það skynsemin vitringanna forblinduð verði.

Vei þeim sem að duldir vilja vera fyrir Drottni til að fela sína ástundan og sína gjörninga að halda í myrkrinu og segja: „Hver sér oss og hver þekkir oss?“ Hvernin eru þér so umsnúnir? Líka so sem þá að hugsaði mórinn leirsmiðsins so og það verkið segði af sínum meistara: „Hann hefir mig ekki gjört“ og leirpotturinn segði af sínum smið: „Hann þekkir mig ekki.“ Nú vel, það er nú um eina mjög litla stund að gjöra, þá skal [ Líbanon eitt sléttlendi verða og það sléttlendi skal fyrir skóg reiknað verða.

Því að á þeim sama tíma munu hinir daufu heyra orðin bókarinnar og augun blindra munu sjá úr myrkrinu og dimmunni og hinir fáráðu munu að nýju gleðjast í Drottni og hinir fátæku meðal mannanna munu glaðir vera í Þeim heilaga Ísrael nær eð þeir víkingarnir hafa einn enda og það mun útgjört vera um þá spéarana og að þeir allir afmáðir verði sem vaka til þess að uppbyrja [ mæðuna, hverjir að það gjöra að mennirnir syndgast fyrir þá prédikan og veita þeim eftirför sem þá ásaka í portinu og burtsnúa fyrir lygar í frá hinum réttferðuga. [

Þar fyrir segir Drottinn sem frelsað hefir Abraham so til hússins Jakobs: Jakob skal ekki meir til skammar verða og hans andlit skal ekki meir skammast sín því að nær eð þeir sjá sín börn, þau verkin minna handa á meðal sín, þá munu þeir helga mitt nafn og þeir munu helga þann Hinn heilaga í Jakob og óttast þann Guð Ísraels. Því að þeir sem soddan villuanda hafa munu skilninginn meðtaka og þeir þvættarar munu sig mennta láta.