XX.

Á þeim tíma varð Ezechias dauðsjúkur. [ Og Esaias spámaður son Amos kom til hans og sagði: „So segir Drottinn: Gjör skipan þíns húss því þú skalt deja og ekki lifa.“ En hann sneri sinni ásjónu til veggjar, bað til Drottins og sagði: [ „Drottinn, bið eg að þú minnist hversu að eg hefi gengið trúlega í þínu augliti og með algjörðu hjarta og hefi gjört það sem þér líkar.“ Og Ezechias grét beisklega.

En áður en Esaias var kominn í miðjan staðinn þá kom Drottins orð til hans og sagði: „Snú þú aftur og seg til Ezechiam höfðingja míns fólks: So segir Drottinn Guð þíns föðurs Davíðs: Eg hefi heyrt þína bæn og séð þín tár. Sjá, eg vil gjöra þig heilbrigðan. Á þriðja degi (frá þessu) skalt þú uppganga til húss Drottins. Og eg vil lengja lífdaga þína um fimmtán ár og frelsa þig og þessa borg frá þeim Assyriakóngi og eg vil hlífa þessari borg sakir mín og sakir míns þénara Davíðs.“ Og Esaias sagði: „Færið mér deig af fíkjum.“ Og sem þeir komu með það þá lögðu þeir það þar yfir sem sárindin voru og hann varð heilbrigður.

Ezechias sagði til Esaiam: „Hvað skal eg hafa að marki að Drottinn vill gjöra mig heilbrigðan so að eg skuli ganga til Drottins húss á hinum þriðja degi?“ [ Esaias svaraði: „Haf þetta til marks af Drottni að Drottinn skal gjöra það sem hann hefur sagt: Viltu að skugginn gangi fram eða aftur um tíu línur?“ [ sagði: „Það er auðvelt að láta skuggann ganga tíu línur fram og það vil eg ei heldur vil eg að hann skuli ganga tíu línur aftur á bak.“ Þá kallaði Esaias spámaður til Drottins. Og skugginn gekk tíu gráður til baka á Akab sigurverki sem hann var áður framgenginn.

Á þeim tíma sendi Berodak son Baledan, sonar Baledan, kóngurinn af Babýlon bréf og skenkingar til Ezechiam því að hann hafði heyrt að Ezechias hafði verið sjúkur. [ Og Ezechias varð glaður við þeirra komu og sýndi þeim allar sínar gersemar: Silfur, gull, dýrlegar jurtir og það besta oleum og allt það hann hafði í sínum féhirslum. Þar var ekkert í hans húsi og ekkert undir hans valdi að hann sýndi þeim það eigi. [

Þá kom Esaias spámaður til Ezechia kóngs og sagði til hans: „Hvað hafa þessir menn sagt og hvaðan eru þeir komnir til þín?“ Ezechias svaraði: „Þeir eru komnir af fjarlægu landi til mín, frá Babýlon.“ Hann sagði: „Hvað hafa þeir séð í þínu húsi?“ Ezechias svaraði: „Þeir hafa séð allt það sem í mínu húsi er og þar er ekki neitt í mínum fjársjóðum sem eg sýnda þeim eigi.“ [ Þá sagði Esaias til Ezechiam: „Heyr þú orð Drottins: Sjá, sá tími kemur að allt þetta skal burt flytjast til Babýlon af þínu húsi hvað í því er og það sem þínir forfeður hafa samansafnað allt til þessa dags svo þar skal ekkert eftir látið verða – segir Drottinn. [ Þar með synir þínir sem komnir eru frá þér og þú hefur getið, þeir skulu hertakast og vera herbergjasveinar í kóngsins höllu af Babýlon.“ Þá sagði Ezechias til Esaiam: „Það er gott sem Drottinn hefur talað.“ Og hann sagði enn framar: „Haldist aðeins friður og sannleikur um mína daga.“

Hvað meira er að segja af Ezechia og um alla hans magt og um það fiskdíki og það hversu hann veitti vatni inn í borgina, sjá, það er skrifað í Júdakónga kroníku. [ Og Ezechias sofnaði með sínum feðrum en Manasses hans son varð kóngur í hans stað.