XVI.

Eftir þetta sagði Drottinn til Samúel: „Hversu lengi vilt þú sýta Saul hverjum að eg hefi í burt kastað að hann sé ekki kóngur yfir Ísrael? Fyll þitt horn með viðsmjör og far af stað: Eg vil senda þig til Ísaí hver að býr í Betlehem. Því eg hefi séð mér fyrir einn kóng á meðal hans sona.“ Samúel svaraði: „Hvert skal eg fara? Ef Saul spyr það þá slær hann mig í hel.“ Drottinn sagði: „Tak þér einn kálf af hjörðunni og seg svo: Eg er kominn að fórnfæra Drottni. Og þú skalt bjóð Ísaí til offursins. Síðan vil eg vísa þér hvað þú skalt gjöra að þú smyrjir mér þann sem eg segi þér.“

Samúel gjörði sem Drottinn bauð honum og kom til Betlehem. Og öldungum staðarins hnykkti við og þeir gengu út í móti honum og sögðu: „Kemur þú með friði til vor?“ Hann sagði: „Já, eg em kominn að færa fórnir Drottni. Helgið yður og komið með mér til offurs.“ Og hann helgaði Ísaí og hans syni og bauð þeim til offursins.

Þá þeir komu nú inn þá horfði hann á Elíab og hugsaði með sér: „Mun þessi vera sá hinn smurði Drottins.“ En Drottinn sagði til Samúel: „Virð þú ekki vænleik hans né líkamsvöxt. Eg hefi burtkastað honum. Því ei dæmi eg eftir mannaaugsýn. Maðurinn sér það sem fyrir augunum er en Drottinn álítur hjartað.“ [ Þá kallaði Jessi Abínadab og lét hann koma fram fyrir Samúel. Og hann sagði: „Eigi hefur Drottinn þennan útvalið.“ Þá lét Jesse Samma ganga fram. En Samúel sagði: „Eigi hefur Drottinn heldur útvalið þennan.“ Eftir það leiddi Jesse sína sjö sonu fram fyrir Samúel. En hann sagði: „Öngvan þessara þá hefur Drottinn útvalið.“

Þá sagði Samúel til Jesse: „Eru nú framkomnir allir þínir synir?“ Hann svaraði: „Er enn eftir sá minnsti og sjá, hann gætir sauða.“ Þá sagði Samúel til Jesse: „Send þú skjótt og láttu sækja hann því að vér setjunst ekki fyrr niður en hann kemur hingað.“ Þá sendi hann og lét sækja hann. Og hann var rauðleitur, fagureygður og fríður sýnum. Þá sagði Drottinn: „Statt upp og smyr hann því að hann er sá sem eg hefi útvalið.“ Þá tók Samúel sitt viðsmjörshorn og smurði hann mitt á millum sinna bræðra. [ Og andi Drottins greiddist yfir Davíð frá þeim degi og þaðan í frá. En Samúel tók sig upp og kom til Ramat.

En andi Drottins hvarf frá Saul og illur andi frá Drottni sturlaði hann. Þá sögðu þénarar Saul til hans: „Sjá, einn illur andi frá Guði sturlar þig mjög. Þar fyrir segi herrann vor til sinna þénara þeirra sem standa fyrir honum að þeir leiti upp þann mann sem kann vel að slá hörpu. Svo að nær sá hinn illi andi Guðs kemur yfir þig að hann leiki þá hörpuna með sinni hendi so það megi létta þínu meini.“ [ Þá sagði Saul til sinna þénara: „Farið og leitið að þeim manni sem vel kann að leika á hljóðfærastrengi og leiðið hann til mín.“

Þá svaraði einn af sveinunum og sagði til hans: „Sjá, eg hefi séð einn son þess manns sem að heitir Jesse og býr í Betlehem. Hann kann vel hörpu að leika, hann er sterkur maður, vígkænn og vænn maður og vel að sér um alla hluti og Drottinn er með honum.“ Þá sendi Saul boð til Jesse og lét segja honum: „Send þinn son Davíð til mín þann sem hjarða gætir.“ Þá tók Jesse einn asna og lagði upp á hann brauð og eina flösku víns og eitt kið og sendi það Saul með sínum syni Davíð. Og svo kom Davíð til Saul og þjónaði honum. Og hann hafði hann mjög kæran og gjörði hann að sínum skjaldsveini. [

Og Saul sendi boð til Jesse og lét segja honum: „Leyfðu Davíð að vera hjá mér því að hann hefur fundið náð fyrir mínum augum.“ En þá Guðs andi kom nú yfir Saul þá tók Davíð sína hörpu og lék með sinni hendi. Þá endurlifnaði Saul svo að honum batnaði og sá illur andi flýði frá honum.