II.

Son minn, viljir þú mína ræðu meðtaka og mín boðorð hjá þér geyma, þá lát þú eyra þitt að vísdómi gaumgjafa og hneig þú með athuga hjarta þitt þar til. Því að ef þú með gáti þar eftir kallar og þar um biður og ef þú leitar að viskunni svo sem silfri og grennslast þar eftir svo sem eftir fésjóð þá muntu skilja ótta Drottins og viðurkenning Guðs finna.

Því að Drottinn gefur visku og út af hans munni kemur speki og skilningur. Hann lætur vel vegna réttferðugum og verndar réttláta og geymir þeirra sem rétt gjöra og varðveitir vegu sinna heilagra. Þá muntu skilja réttlæti, dóm, jafnaðargirni og allan góðan veg.

Ef að viskan er þér hjartnæm og sála þín hefur þóknan á spekinni þá mun hið góða ráðið geyma þig og skynsemdin varðveita þig so þú verðir frelstur frá vegi vondra manna og á meðal vondra tungna sem að fyrirlíta rétta braut og ganga myrkva vegu, hverjir eð gleðjast illt að gjöra og fagna sinni fráleitri vondri breytni, hverjir eð sínum vegum umbreyta og ganga hjástiguna.

Hún (spekin) mun frelsa þig frá eiginkonu annars manns sem ekki er þín, hver eð gefur fögur orð og fyrirlætur [ herra síns ungdóms og gleymir sáttmála síns Guðs. Því að hennar hús hneigir sig til dauðans og hennar gangur til tapaðra. Allir þeir sem til hennar innganga koma aldrei aftur og höndla ekki lífsins veg;

svo að þú gangir á góðum vegi og blífir á þjóðbraut réttlátra. Því að réttlátir munu í landinu búa og frómir þar inni blífa en óguðhræddir munu af landinu upprætast og þeir foraktarar (Guðs) verða afmáðir. [